Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 16
 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvað skýrir áhuga Kínverja á norðurslóðum? Fjöldi vísindamanna telur að íshell- an á norðurpólnum sé að hverfa vegna hlýnunar sjávar. Hér heima eru allmörg ár síðan Þór Jakobsson veðurfræðingur tók að vekja athygli á þeim tækifærum sem bráðnun íssins hefði í för með sér fyrir sigl- ingar. Þessa möguleika hefur Robert Wade, prófessor við London School of Economics, sagt skýra vinsam- legt viðhorf Kína til Íslands, smá- ríkis í norðri. Robert Wade lýsir þessu við- horfi í grein sem hann skrifaði í Financial Times í janúar 2008 um aukna þörf á reglusetningu fyrir skipaumferð eftir því sem hlýnaði á Norður-Íshafinu. Í lesendabréfi í mars á þessu ári áréttar hann svo skoðun sína og bendir á að Kína hafi gríðarlega hagsmuni af því að komast með vöruflutningaskip um norðurheimskautið, því leiðin sé miklu styttri en um Súesskurðinn eða odda Suður-Afríku. Wade segir fyrirætlanir uppi í Kína um smíði sérstyrktra flutn- ingaskipa til ferða um Norður- Íshafið. „Farminn yrði svo að flytja í smærri skip sem færu með hann á endanlegan áfangastað. Hvar væri hægt að koma upp slíkri umskip- unarhöfn? Eitt augljóst svar er á Íslandi,“ skrifar hann og bend- ir á að þetta kunni að skýra vin- semd, umfram það sem venjulegt geti talist, frá Kínverjum í garð Íslendinga. „Kínverska sendiráð- ið er það langstærsta í Reykjavík,“ segir hann og vísar einnig til þeirr- ar viðhafnar sem Kínverjar hafi haft uppi þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007. Þá hafi Kína sýnt framboði Íslands til Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna árið 2008 opinberan stuðning og hjálpað til við að afla stuðnings smærri ríkja í Kyrrahafi og Karíbahafi við framboðið. Fleiri hafa orðið til að fjalla um áhuga Kínverja á Íslandi í þessu samhengi, svo sem einn dálkahöf- unda Newsweek, William Under- hill, í mars síðastliðnum. Þá sagði Þórður Hilmarsson, forstöðumað- ur Fjárfestingarstofu Íslands, að töluvert hafi verið um fyrirspurn- ir frá Kína um fjárfestingarmögu- leika á Íslandi, en helst í tengslum við orkufrekan iðnað. Engin form- leg fyrirspurn hafi borist um fjár- festingar í hafnaraðstöðu. „Enda er kannski of snemmt að vera að spá í slíkt þar sem töluverður tími er í að norðurskautsleiðin verði opin allt árið,“ sagði Þórður á þeim tíma, en kvaðst um leið vita af áhuga Kín- verja á að smíða flota risavaxinna flutningaskipa til að sigla á þeirri leið í framtíðinni. Ísland er þó ekki eini kostur- inn hvað varðar staðsetningu fyrir umskipunarstöð. Nú þegar er til dæmis öll aðstaða fyrir hendi í Rotterdam í Hollandi. Ísland er hins vegar aðili að Norð- urskautsráðinu, en það er samstarfs- vettvangur þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Þá hafa all- mörg lönd fengið áheyrnaraðild að ráðinu og hefur Kína þegar sótt um slíka aðild. Hagsmunir ríkja ráðsins eru ólík- ir, en líklegt er að tekist verði á um reglur fyrir fraktflutninga yfir norðurpólinn á vettvangi ráðsins. olikr@frettabladid.is Ísland þykir hentugt fyrir umskipunarstöð Robert Wade prófessor telur bráðnun heimskautaíssins eiga þátt í vinsamlegu viðhorfi Kínverja til Íslendinga. Kínverjar áformi smíði sérstyrktra flutninga- skipa til ferða um Norður-Íshafið. Þá eigum við aðild að Norðurskautsráðinu. Á BESSASTÖÐUM He Guoqiang, flokksritari í stjórnmálanefnd miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins, ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessa- stöðum um hádegisbil í gær. Tæplega 80 manns komu frá Kína til Íslands í tilefni af opinberri heimsókn flokksritarans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða á eina af rómuðustu sýningum Vesturports Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! SAMFÉLAGSMÁL Meðan þúsundir heimila sjá skuldir sínar aukast sýnist þeim að lítið sé að gert til að hjálpa þeim, á sama tíma og stór- fyrirtæki fá risaskuldir afskrif- aðar. Þetta segir séra Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands. „Jafnvel þótt sagt sé að ríkis- stjórnin hafi góðar fyrirætlanir í þessa vegu, þá er það ekki þetta sem fólk heyrir. Fólki sýnist að lítið sé verið að gera. Það er mikil- vægt að við endurheimtum traust- ið í samfélaginu og vonina,“ segir hann. Biskup lét þessi orð falla á mánu- dag á málþingi um skuldir og bar- áttuna gegn óréttmætum skuldum í Neskirkju. Hann minnti á að kirkjur Norður- landa hefðu ætíð lagt áherslu á hlutverk ríkisins við að verja þá sem eru veikburða og varnarlaus- ir. Nú hefði hann áhyggjur af fram- tíð velferðarkerfisins, því sé haldið fram að það sé of dýrt: „Það væri ósiðlegt og ábyrgðarlaust að byggja samfélagið einungis á grundvelli efnahagslegs vaxtar eins og var gert í góðærinu,“ sagði Karl. Þá fór biskup yfir „tungumál markaðarins“ og hugmyndafræð- ina sem hefði stjórnað öllu í góð- ærinu, hugmyndafræði sem hefði verið eins og trúarkenning: „Öfga- hyggja sem passaði inn í áráttu nútímans um einstaklinginn og réttindi hans til að fá þarfir sínar uppfylltar og vandamál leyst, sama hvað það kostar,“ sagði hann. - kóþ Biskup Íslands segir að endurvekja þurfi traust og að almenning skorti von: Fólkið heyrir ekki í stjórninni VORAR SKULDIR Málþingið Vorar skuldir – kirkjan og baráttan gegn óréttmætum skuldum var haldið í Neskirkju á mánu- dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÁTTÚRA Verið er að setja niður flot- bryggju ásamt landgangi í fjörunni við Staðarhöfn í Reykhólasveit. Við framkvæmdirnar er notaður stór krani og loftpressa með tilheyr- andi hávaða og umferð manna. Virðist þetta ekki hafa áhrif á æðarkollu sem gerði sér hreiður á miðju byggingasvæðinu og liggur hin rólegasta á eggjum sínum. Ólafur K. Nielsen líffræðingur segir þessa hegðun alls ekki óvana- lega hjá æðarfuglinum. Hann segir kolluna skynja öryggi í návist mannsins og hans umferð að því leytinu til að hún heldur vörgum frá. Ólafur segir þetta vera alþekkt með þessa tegund fugla og tekur fram að á Grænlandi eigi kollurn- ar það til að verpa í návist sleða- hunda sem eru afar hættulegir fug- lunum séu þeir ótjóðraðir. En þeir ná ekki til hreiðursins og geltið í þeim heldur frá vargi eins og tófu og ránfugli. - sv Fuglafræðingur segir æðarfuglinn skynja öryggi í návist mannsins: Hreiðrar um sig á flotbryggju LIGGUR Á EGGJUM Kollan hefur komið sér vel fyrir í skjóli loftpressu og krana. MYND/ÁSA STEFÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.