Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 30
B æ j a r h r a u n i 4 • H a f n a r f i r ð i • S : 5 5 5 - 4 8 8 5 AL-AMIR RESTAURANT TILBOÐ 1 hvítlauksmarineraður humar, salatblanda, hvítlauksristaðir tómatar, shiraz salat og lárperumauk Þurfum við að segja meira?!? Veitingastaðurinn Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði hefur verið opnaður eftir langan dvala. Faktorshúsið verður opið frá klukkan 11.30 á morgnana til 23.00 á kvöldin. Þar er hægt að fá sér súpu dagsins sem er elduð frá grunni eða velja sér smárétti af matseðli. Einnig eru ísréttir, kaffi og meðlæti í boði. Eftir klukkan 18 tekur við kvöldverðarmatseðill sem inniheldur meðal annars vest- firskan fisk. „Hér eru þrír kokkar til skipt- is og einn þeirra franskur. Elda- mennskan ber keim af því. Við erum með hangikjöt, plokkfisk og fleira íslenskt góðmeti en líka íslenskt hráefni eldað með frönsk- um hætti,“ segir vertinn Arndís Dögg Jónsdóttir og er bjartsýn á reksturinn. Faktorshúsið er með elstu bygg- ingum á landinu, það var reist árið 1788 af Björgvinjarkaupmönnum. - gun Íslenskt og franskt Hangikjöt er framreitt með hefðbundn- um hætti í Faktorshúsinu í Hæstakaup- stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLDUNDUR Í matjurtagörðum má nú sjá full- sprottinn rabarbara sem bíður þess að vera nýttur til matar- gerðar. Rabarbari er af súruætt, eins og hundasúra og túnsúra, og stöngullinn rauðleitur, stökkur og getur orðið jafn gildur og barns- handleggur. Blaðið upp af stilkn- um er mikið um sig og minnir á grófgerða blöðku. Stilkur rabarbarans er vin- sæll til sultugerðar, í rabarbara- bökur, rabarbaragrauta og súpur og einnig til saft- og víngerðar. Neðsti hlutinn er hvítur og oft soðinn niður, en sá hluti rabar- barans nefnist rabarbarapera vegna sköpulags síns sem minnir á flysjaða peru. Í stilk rabarbarans er talsvert magn oxalsýru sem gerir hann súran, en í miklum styrk getur oxalsýra haft óæskileg áhrif á nýrnastarfsemi og því ætti ekki að neyta hans í of miklum mæli, auk þess sem mikil neysla rabar- bara getur einnig eytt glerungi tanna. Því er um að gera að njóta hans í hófi og gera sér glaðan dag úr dásemdum hans í matargerð. Ný rabarbarasulta Nú er rétti tíminn til að taka upp rabarbarann í garðinum og útbúa dýrindis rabarbarasultu og gómsætar rabarbarakökur eða eftirrétti. Rabarbari er hollt og gott sælgæti sem gaman er að gera tilraunir með. NORDICPHOTOS/GETTY Margar íslenskar jurtir má nota í te eða aðra matreiðslu og hæg heimatökin að tína knippi í bolla. Ljónslappa er gott að nota í te en hann er talinn hafa, styrkjandi og græðandi áhrif. Ljónslappate er gjarnan drukkið við hálsbólgu og hæsi og eins er jurtin sögð hafa róandi áhrif á meltinguna. Ljónslappann skal tína í blóma eða rétt eftir blómgun, í júní og júlí. Hann er að finna um allt land á melum og í skriðum. Best er að tína jurtir í þurrki fyrrihluta dags og tína ekki í vegköntum þar sem vegaryk og útblástur bíla geta mengað plöntuna. Ljónslappann skal skera rétt fyrir ofan rót og þurrka strax. - rat Ljónslappi í tebollann Ljónslappa má fara að tína í júní og júlí. Rabarbarasulta er ljúffeng sem meðlæti með kjöti, dásamleg ofan á ristað brauð með smjöri og lostæti í kökum, eins og hjónabandssælu, og ofan á vöfflur með rjóma. 1 kg rabarbari, hreinsaður og skorinn í litla bita 800 g sykur Setjið rabarbara í pott með sykri og kveikið undir. Hitið rólega og látið malla við vægan hita þar til rabarbarinn er allur kominn í mauk og maukið farið að þykkna. Hrærið reglulega í pottinum, einkum þegar líður á suðutímann. Setjið sultuna í heitar, dauð- hreinsaðar krukkur og lokið vel. RABARBARASULTA GRÆNMETI OG ÁVEXTIR geta dregið úr líkunum á ýmsum langvinnum sjúkdómum, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af gerð tvö og offitu. Segja mætti að neysla ávaxta og grænmetis vinni óbeint gegn krabbameini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.