Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.06.2010, Blaðsíða 60
44 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR SÍMI 564 0000 12 12 12 16 14 16 L 12 SÍMI 462 3500 12 16 12 L GET HIM TO THE GREEK kl. 6 - 8 - 10 BROOKLYN´S FINEST kl. 8 SÍÐASTA SÝNING ROBIN HOOD kl. 10.20 SÍÐASTA SÝNING SKÓGARDÝRIÐ HÚGÓ 3 kl. 6 SÍMI 530 1919 .com/smarabio 12 12 14 L 16 L GET HIM TO THE GREEK kl. 5.30 - 8 - 10.25 GET HIM TO THE GREEK LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.25 CENTURION kl. 8 - 10.15 YOUTH IN REVOLT kl. 5.50 - 8 SNABBA CASH kl. 5.30 - 8 - 10.30 SKÓGARDÝRIÐ HÚGÓ 3 kl. 6 ROBIN HOOD kl. 10.10 NÝTT Í BÍÓ! THE A-TEAM FORSÝNING kl. 9 GET HIM TO THE GREEK kl. 6 - 9 YOUTH IN REVOLT kl. 6 OCEANS kl. 5.45 - 8 - 10.15 SNABBA CASH kl. 8 - 10.30 THE BACKUP PLAN kl. 5.40 HEIMSFORSÝNING "FYNDNASTA MYND ÁRSINS HINGAÐ TIL, OG Í RAUNINNI BESTA SUMARAFÞREYINGIN HINGAÐ TIL" T.V. - KVIKMYNDIR.IS "THE A-TEAM SETUR SÉR ÞAÐ EINFALDA MARKMIÐ AÐ SKEMMTA ÁHORFENDUM SÍNUM MEÐ LÁTUM, OG HENNI TEKST ÞAÐ MEÐ STÆL. EKTA SUMARBÍÓ!" T.V. - KVIKMYNDIR.IS "FRÁ STOLLER, LEIKSTJÓRA ÞEIRRA ÓVÆNTU SKEMMTILEGHEITA FORGETTING SARAH MARSHALL KEMUR NÚ ANNAR OG EKKI SÍÐRI SMELLUR." S.V. - MBL ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 12 12 12 12 12 12 14 10 10 10 L L L SEX AND THE CITY 2 kl. 5D - 7 - 8D - 10 - 11D SEX AND THE CITY 2 kl. 5 - 8 - 11 THE LOSERS kl. 5:50 - 8 - 10:10 PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 THE LAST SONG kl. 5:40 - 8 IRON MAN 2 kl. 10:20 AÐ TEMJA DREKANN SINN M/ ísl. Tali kl. 5 SEX AND THE CITY 2 kl. 5D - 8D - 10D THE LOSERS kl. 6 - 8 - 10 - 11 PRINCE OF PERSIA kl. 5 - 7:30 SEX AND THE CITY 2 kl. 6 - 9 THE LAST SONG kl 6 PRINCE OF PERSIA kl 9 SEX AND THE CITY 2 kl. 8:30 COPS OUT kl. 8:30 ÞEIR VORU BESTIR HJÁ CIA EN NÚNA VILL CIA LOSNA VIÐ ÞÁ HÖRKUSPENNANDI HASARMYND - bara lúxus Sími: 553 2075 A-TEAM - Forsýning 10.10 (POWER) 12 GET HIM TO THE GREEK 3.50, 5.50, 8 og 10 12 ROBIN HOOD 4, 7 og 10.30 12 BROOKLYN´S FINEST 8 16 HUGO 3 4 og 6 L Þ.Þ. -FBL T.V. -Kvikmyndir.is Ó.H.T. -Rás 2 S.V. -MBL T.V. -Kvikmyndir.is S.V. - MBL FORSÝNING POWERSÝNING KL. 10.10 Bíó: ★★ Get Him to the Greek Aðalhlutverk: Russell Brand og Jonah Hill Leikstjóri: Nicholas Stoller Aldous Snow er svakalega vinsæl poppstjarna. Eiginkona hans er jafnvel enn vinsælli söngkona og saman tróna þau á toppi tilverunn- ar, glysgjörn og svona mátulega vitgrönn eins og gengur og gerist með frægt tónlistarfólk. Aldous fer þó fyrir rest flatt á ofmetnaðn- um þegar hann gefur út skelfi- lega lélega plötu sem snarlækkar gengisvísitölu hans. Glyshjónin gef- ast í kjölfarið upp á sjö ára edrú- mennsku, skilja og henda sér á kaf í dóp og brennivín, hvort í sínu lagi. Eiginkonan fyrrverandi gerist auk þess vergjarnari og tíðari gestur á forsíðum slúðurblaða fyrir val sitt á rekkjunautum en Paris Hilt- on á meðan Aldous hangir heima í Bretlandi og drekkur og djammar í skjóli fornrar frægðar. Líða nú ein tíu ár og Aldous er enn við sama heygarðshornið. Þá fær gamall aðdáandi Aldousar, meinleysisgrey og minnipokamað- ur, þá frábæru hugmynd að setja upp afmælis- og endurkomutón- leika Aldousar í Los Angeles. Þetta geti skilað útgáfufyrirtækinu fúlg- um fjár í endurútgáfum og öðru til- heyrandi. Fyllibyttan í London fellst á að halda tónleikana og ræfillinn sem fékk hugmyndina að endurreisn- inni er sendur til Englands að sækja fallna goðið og koma því á tónleikana í tæka tíð. Þetta er auðvitað ekki heiglum hent enda er alkunna að dópistar og fyllibyttur í neyslu eru upp til hópa óþolandi fólk sem ekki nokkur leið er að eiga við. Blessaður lúðinn sogast því á methraða inn í rokklíf- erni Aldousar og er farinn að dópa og standa í kynlífi með sexbombum á almenningssalernum alveg á einu augabragði. Hver uppákoman rekur svo aðra á ferð vitleysinganna tveggja frá London til Los Angeles og myndin öll er ein samhengislítil runa mis- fyndinna brandara. Sem væri svo sem í góðu lagi ef brandararnir væru góðir en því er nú ekki fyrir að fara. Þetta er mynd sem maður fer í gegnum hálfglottandi og getur með góðum vilja og jákvæðu hugarfari hlegið upphátt svona tvisvar til þrisvar sinnum. Aðalleikararnir Jonah Hill og Russell Brand eru hins vegar ákaf- lega sjarmerandi og skemmtilegir og fleyta myndinni ansi langt með sameiginlegu átaki. Hill er sannfær- andi og brjóstumkennanlegur lúði og Brand er helvíti hress og skemmti- legur í hlutverki rokkaraklisjunnar frá helvíti. Þó hallar aðeins undan fæti þegar fábjáninn Aldous tekur óvæntan andlegan þroskakipp undir lokin. Ósköp kunnuglegur og útja- skaður endahnútur á þroskasögum aumingja og frekar átakanlegur að þessu sinni enda Brand miklu sleipari í léttu flippi heldur en dramatískum uppgjörum. Einhverra hluta vegna hefur samt sá misskilningur fengið vængi að Get Him to the Greek sé fyndnasta mynd sumarsins ef ekki ársins hingað til. Þetta stenst enga skoðun þótt þetta sé svo sem allt í lagi og enginn muni drepast úr leiðindum yfir brölti þeirra félaga. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Miðlungsfyndin gamanmynd sem flýtur á skemmti- legum aðalleikurum og nokkrum velheppnuðum bröndurum. Bærileg en auðgleymanleg skemmtun sem er með tærnar svona um það bil 1000 kílómetrum á eftir The Hangover sem er skothelt dæmi um vel heppnað flipp eins og þessa mynd langar greinilega til að vera. Rokk og rugl SKEMMTILEGIR Russell Brand og Jonah Hill eru vissulega skemmtilegir en það nægir ekki til að hanga í skottinu á gamanmyndum á borð við The Hangover. „Við viljum hvetja stúlkur til að mæta og kynna sér starfið,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson hjá knattspyrnufélaginu KF Mjöðm. Fyrsta vorhátíð Mjaðmar, Bjúddarinn 2010, verður haldin í Iðnó á föstudaginn. Félagið, sem er skipað ýmsum listaspírum úr Reykjavík, stofnaði kvennadeild síðasta haust og að sögn Steinþórs Helga er fjöldi mætra stúlkna þegar kominn um borð. „Þetta er eitt af skrefunum í metnaðar- fullu starfi KF Mjaðmar. Við vilj- um stækka og stækka og síðan sjáum við til hvar við stöndum eftir fimmtíu ár. Það eru þegar komin nokkur Mjaðmarbörn og það styttist því í að við förum að byrja með unglingastarf.“ Á vorhátíðinni koma fram Hjaltalín, Agent Fresco, Retro Stefson, Mjaðmbó Kings og Jack Schidt, auk þess sem meðlimir FM Belfast og múm þeyta skíf- um. Nokkrir úr þessum hljóm- sveitum eru einmitt hluti af KF Mjaðmar-hópnum. Að sögn Stein- þórs stóð til að fá landsliðskonuna Margréti Láru Viðarsdóttur til að mæta á hátíðina sem sérstak- an verndara félagsins en ekk- ert varð af því. Í skarð hennar á hátíðinni hleypur Mjaðmgeir Lárus, öðru nafni plötusnúðurinn Margeir. Steinþór leggur áherslu á að konur mæti í Iðnó. „Þetta er líka kjörinn vettvangur til að hittast og búa til Mjaðmarbörn.“ Auk tónleikanna verður fleira í boði. Listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson fremur myndlist, nýr búningur KF Mjaðmar hann- aður af Guðmundi Jörundssyni verður frumsýndur og kynnir verður leikarinn Ragnar Ísleifur Bragason. Miðaverð er 1.000 krónur og skemmtunin hefst klukkan 22. - fb Vilja fleiri konur í KF Mjöðm KF MJÖÐM Knattspyrnufélagið KF Mjöðm rekur einnig kvennadeild sem var stofnuð síðasta haust. Lífvörðurinn Fernando Flores íhugar að kæra vinnuveitandann sinn fyrrverandi, söngkonuna Britney Spears, fyrir kynferðis- lega áreitni. Flores sagði starfi sínu lausu fyrir stuttu því honum þótti hegðun söngkonunnar ekki við hæfi, en hún mun hafa gengið nakin um húsið og oft beðið Flores um að kíkja inn í svefnherbergið til hennar. „Hún var stanslaust að reyna við hann og hann óttaðist að ef hann tæki ekki undir það gæti hann misst vinnuna. Að lokum þoldi hann ekki lengur við, sagði upp og er nú að íhuga lögsókn,“ var haft eftir ónefndum vini Flores. „Það er erfitt að vinna fyrir Britney. Hún er ósanngjörn og í miklu til- finningalegu ójafnvægi.“ Síðasta hálmstráið var að sögn vinarins þegar Jamie Spears, faðir Britney, setti þá reglu að starfs- fólk söngkonunnar ætti að passa upp á það að hún væri í nærfötum. „Starfsfólkið átti að passa að Britn- ey klæddist brjóstahaldara þegar hún færi út á meðal almennings. Líf- vörðunum fannst pínlegt að þurfa að skipa henni að fara í nærföt og það gerði útslagið hjá Fernando.“ Árið 2007 kærði annar lífvörð- ur Spears, Tony Baretto, hana fyrir ósiðlegt athæfi á vinnustað og sagði hana ekki í andlegu jafnvægi og að hún særði blygðunarkennd starfsfólks. Britney kærð fyrir áreiti STJÓRNLAUS Lífvörðurinn Fernando Flores hyggst kæra söngkonuna Britney Spears fyrir kynferðislega áreitni. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.