Fréttablaðið - 17.06.2010, Side 12

Fréttablaðið - 17.06.2010, Side 12
12 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR Laugavegi 170-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Vaxtalaust 100% þjónustulánVið gerum þinn Škoda kláran fyrir sumarið Það kostar minna en þú heldur að nýta þér þjónustu Magga og félaga á þjónustu- verkstæði Škoda. Þú færð líka vaxtalaust 100% lán fyrir því sem þarf til að gera Škoda bílinn þinn kláran fyrir sumarið. Við lánum með sveigjanlegum greiðslum til allt að tólf mánaða*. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði Ókeypis forgreining F í t o n / S Í A *Lán geta numið að hámarki 500 þús, að lágmarki 60 þús. Lántökugjald: 3%. Þjónustulán 0% vextir BALLETT Á VATNI Rússneskir dans- arar bregða sér í líki hvítra blóma á Zwinger-tjörninni í Dresden í Þýska- landi. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðir, Íslands- banki og Landsbankinn munu eign- ast nær allt hlutafé í Icelandair Group eftir hlutafjáraukningu þess og breytingu skulda í hlutafé á næstu vikum. Framtakssjóður lífeyrissjóð- anna, sem stofnaður var undir lok síðasta árs, skuldbatt sig til að kaupa þrjátíu prósenta hlut í Ice- landair á mánudag fyrir þrjá millj- arða króna. Lífeyrissjóður verzl- unarmanna ákvað daginn eftir að bæta einum milljarði króna við í skiptum fyrir tólf prósenta hlut. Nýtt hlutafé er gefið út í báðum tilvikum og þynnist eignarhlutur annarra hluthafa um sjötíu prósent í kjölfarið. Sjóðirnir munu eiga samtals rúm fjörutíu prósent eftir viðskiptin en bankarnir tveir um 45 prósent. Bankarnir eiga stærri sneið í gegnum félög og fjármála- fyrirtæki sem þeir hafa tekið yfir, svo sem Icebank. Stjórnendur Icelandair Group hafa aflað félaginu fjögurra millj- arða króna á tveimur dögum, líkt og fram kemur í tilkynningu. Til stendur að bæta stöðu félags- ins frekar á næstu vikum með breytingu á hluta skulda í hluta- fé og sölu eigna sem standa utan kjarnastarfsemi. Reiknað er með að skuldir Icelandair Group, sem námu rúmum fjörutíu milljörðum króna í síðasta árshlutauppgjöri, lækki um fjórðung. - jab TVÆR Á VELLINUM Ætla má að tveir stærstu bankarnir og lífeyrissjóðirnir eigi nær allt hlutafé Icelandair Group. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir tólf prósent í Icelandair Group: Bankar og sjóðir stýra fluginu Fimm stærstu nú Hluthafi Eignarhlutur Íslandsbanki hf 47,9% Landsbanki Íslands hf. 23,8% Sparisjóðabanki Íslands/ Icebank 9,3% Alnus ehf (Sturla Snorrason) 3,3% Icelandair Group hf 2,5% Samtals: 86,6% Helstu eigendur eftir breytingu* Hluthafi Íslandsbanki hf 30,0% Framtakssjóður Íslands 30,0% Landsbanki Íslands hf. 14,9% Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12,0% Sparisjóðabanki Íslands/Icebank 5,8% Samtals: 92,7% * Áætlaður eignarhlutur að teknu tilliti til þynningar og breytingu á skuldum í hlutafé. FRAKKLAND, AP Óttast var í gær að flóðin í sunnanverðu Frakklandi hafi kostað meira en þrjátíu manns lífið. Vitað var um nítján dauðsföll síðdegis, en að auki var að minnsta kosti tólf manns saknað. Verst urðu flóðin á frönsku Rivíer- unni, þar sem allt að tveggja metra hátt brúnleitt vatn lá víða yfir fögrum smá- þorpum sem ferðamenn hafa sótt stíft í. Flóðin ollu miklum skemmdum, meðal annars á húsum, bifreiðum og gróðri. Flóðin hófust á þriðjudagskvöld þegar skyndilegt úrhelli kom úr lofti, meiri úrkoma en áður hefur þekkst þarna á þessum árstíma. Þar sem mestu flóðin urðu, í Arcs skammt frá Draguignan, mældist úrkoman 40 sentimetrar, en það samsvarar meðalúrkomu sex mánaða samtals á þessum stað. Nærri þrjú þúsund manna björgunar- lið gekk til liðs við 650 manna lögreglu- sveitir svæðisins. Notast var við þyrlur til að bjarga fólki úr sjálfheldu aðfara- nótt þriðjudags. Síðdegis í gær voru 89 þúsund manns enn án rafmagns. - gb Flóðin í sunnanverðu Frakklandi ollu gríðarlegu tjóni og röskuðu lífi fjölda fólks: Óttast að flóðin kostuðu tugi manns lífið BÍLAR Í KÖS Miklar skemmdir urðu á eignum í Suður-Frakklandi. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands sneri ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að líkamsleifar skákmannsins Bobby Fischer yrðu grafnar upp til þess að unnt væri að fá lífsýni og bera saman við meinta dóttur Fischers, Jinky Young. Í úrskurði Hæstaréttar segir að allar aðrar leiðir til þess að fá lífsýni úr Fischer hafi verið fullreyndar. Móðir Jinky, Marilyn Young, á í dómsmáli við börn og ekkju Fischers vegna arfs sem hann lét eftir sig. Mæðgurnar eru frá Filippseyjum. Hæstiréttur fellir dóm: Fischer verður grafinn upp BOBBY FISCHER

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.