Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 17.06.2010, Qupperneq 26
26 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is AFMÆLI HRAFN GUNN- LAUGSSON leikstjóri er 62 ára. PÁLL MAGN- ÚSSON útvarps- stjóri er 56 ára. ANDRÉS SIGUR- VINSSON, leikari og leikstjóri, er 61 árs. HELGA ARNAR- DÓTTIR fréttakona er 31 árs. MERKISATBURÐIR 1900 Fyrsta póstferð með varn- ing og fólk í fjórhjóla hestvagni, fer frá Reykja- vík austur í sveitir. 1907 Íslenskur fáni, blár og hvítur, fyrst dreginn að húni um landið. 1911 Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. 1941 Alþingi kýs Svein Björns- son fyrsta ríkisstjóra Ís- lands. 1944 Stofnun íslenska lýðveld- isins formlega lýst yfir á Þingvöllum og stjórnar- skrá lýðveldisins staðfest. 1959 Íþróttaleikvangurinn í Laugardal vígður. 1980 Ísbjarnarblús Bubba Morthens kemur út. BARRY MANILOW ER 67 ÁRA „Kannski telst púkó að vera Barry Manilow-aðdáandi. Mér þykir leitt að aðdáend- ur mínir líði fyrir áhuga sinn. En utangarðsmenn eru ekki utangarðs á meðal ann- arra utangarðsmanna.“ Barry Manilow er þekktur fyrir hjartnæmar ballöður. Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón forseti, fæddist þennan dag fyrir 199 árum. Hann var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á 19. öld, en fæðingardagur hans var valinn sem þjóð- hátíðardagur Íslendinga þegar lýðveldið Ísland var stofnað 17. júní 1944. Jón fæddist á Hrafnseyri í Arnarfirði á Vestfjörð- um. Á uppvaxtarárunum stundaði Jón nám hjá föður sínum en fluttist til Reykjavíkur átján ára og tók stúdentspróf 1829. Í höfuðstaðn- um kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Einarsdóttur. Hjónin voru bræðrabörn. Jón nam málfræði, íslenskar bókmenntir og sögu við Kaupmannahafnarháskóla en lauk þó aldrei prófi. Hann var kosinn þingmaður Ísafjarðar- sýslu árið1844 og settist á Alþingi árið 1845. Viðurnefnið forseti fékk hann eftir að vera forseti Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags. Þegar Danakonungur afsalaði sér einveldi 1848 ritaði Jón „Hugvekju til Íslendinga“ þar sem hann hvatti landsmenn til baráttu fyrir sjálfstæði. Á þjóð- fundinum 1851 lagði hópur Íslendinga fram mótfrumvarp við frumvarp Danakonungs um stjórnskipun Íslands. Stiftamtmaður Danakonungs neitaði frumvarpinu framgöngu og brást þá Jón við og mótmælti. Undir tóku viðstaddir með hinum fleygu orðum „Vér mótmælum allir“. Þaðan í frá var Jón talinn óum- deildur leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar. Jón lést 7. desember 1879 eftir lang- vinn veikindi. ÞETTA GERÐIST: 17. JÚNÍ 1811 Jón Sigurðsson forseti fæðist Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Karl Þór Þorkelsson lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þóra Guðrún Karlsdóttir Örvar Karlsson Ingi Þór Aðalheiður R. Önundardóttir Birta Líf Þuríður Kristín Júlíus Breki Tindur Örvar Máni Örvar Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Geirs Þóris Bjarnasonar Sunnuhlíð. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Gjörgæslunnar og B-6 Landspítalanum Fossvogi fyrir einstaka alúð og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Leifsdóttir og fjölskylda. Elskulegur faðir okkar, Eiríkur K. Eiríksson fyrrum bóndi á Gafli í Flóa, Sílatjörn 8, Selfossi, lést laugardaginn 12. júní. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 19. júní kl. 11. Jarðsett verður í Villingaholti. Lilja Eiríksdóttir Björn H. Eiríksson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Kr. Þórðarson frá Innri-Múla, Barðaströnd, lést á heimili sínu Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð mánudaginn 14. júní. Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 21. júní kl. 13.00. Kolbrún Ólafsdóttir Hörður Eiðsson Skarphéðinn Ólafsson Sigríður M. Skarphéðinsdóttir Þórður G. Ólafsson Jónína S. Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Ég fer nú ekki sem staðgengill Auðar, en hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið kölluð Auður síðan bókin kom út. Það er svo sem allt í lagi því mamma kallar mig oft Auði þegar hún ruglar okkur Auði systur saman,“ segir hlát- urmild Vilborg Davíðsdóttir rithöfund- ur, sem á laugardag tekur þátt í helgi- göngu í minningu Auðar djúpúðgu vestur í Dölum þar sem hún nam land fyrir rúmum 1.100 árum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir var ein örfárra kvenna í hópi landnámsfólks sem fór fyrir eigin leiðangri til Íslands og sú eina sem Landnámabók segir að hafi verið kristinnar trúar. „Þegar ég skrifaði skáldsöguna um Auði kynnti ég mér vel hverslags kristni það hafði verið sem hún komst í kynni við á Bretlandseyjum og þar kom í ljós að höfuðdýrlingur íbúanna var heilagur Kólumkilli. Á eyjunni Iona var svo klaustur og í sögunni sendi ég munk þaðan í kristniboðsferð,“ segir Vilborg um kristnitöku Auðar sem í Landnámu segir að hafi haldið bæna- hald á Krosshólum þar sem stendur mikill steinkross til minningar um hana. „Dagur Heilags Kólumkilla er 9. júní en þá fermdu Dalamenn börnin sín. Því ákváðum við að hafa helgigönguna 19. júní þegar liðin eru 95 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og nýliðinn messudagur heilags Kólum- killa. Skammt undan eru svo sólstöður sem gegndu stóru hlutverki í siðvenj- um og trú Kelta,“ segir Vilborg. „Hver veit hvaðan hugmyndir koma? Stundum held ég að Auður hafi stungið því að mér að skrifa sögu sína því hug- myndir koma eins og kríur úr loftinu og hjóla í mann. Maður verður bara að grípa áður en þær sleppa á ný,“ segir Vilborg sem hóf vinnu við bókina um Auði þegar hún bjó á Skotlandi og var komin í mitt sögusviðið. „Íslendingasögurnar eru heilagar og maður tekur ekki fullmótaða per- sónu úr sögunum til að reyna að segja betur frá. En manni er óhætt að taka manneskju sem við öll könnumst við en vitum lítið sem ekkert um því það sem sagt er um Auði djúpúðgu í Landnámu og Laxdælu kemst fyrir á tíu blaðsíð- um,“ segir Vilborg sem gangast þarf við hlutverki skapara Auðar djúpúðgu eftir söguskrifin. „Kannski eru ekki allir ánægðir með mínar úrlausnir, en svo margt í sögu Auðar er vafa undirorpið og ég varð að velja hvaða leiðir hún fór. Í göng- unni geng ég í fyrsta sinn í fótspor Auðar í Dölum því við vitum að hún bjó í Hvammi, þar sem standa Auðar- tóftir, og hafði bænahald undir krossi á Krosshólaborg, sem er afar keltneskt því á þeim tímum þurfti ekki kirkju heldur var kross fundarstaður Guðs og manns,“ segir Vilborg sem er byrjuð á næstu bók um Auði djúpúðgu. „Gangan verður mögnuð. Sá hluti sögunnar sem ég hef skrifað gerist allur á Írlandi og Bretlandseyjum, en nú þarf ég að koma Auði til Íslands. Því þarf ég að kynna mér hverja þúfu í Dölunum um leið og ég skoða sögu- sviðið þar sem næsta bók hefst, á vest- urströnd Skotlands í sumar.“ Bílastæði eru við Krosshóla- borg og göngufólki ráðlagt að safn- ast þar saman. Rúta fer að Auðar- tóftum klukkan 14 og þaðan gengið að Hvammskirkju. Gangan er í allt þrír kílómetrar. Göngufólki er boðið í kirkjukaffi á eftir undir Krosshóla- borg. thordis@frettabladid.is Í MINNINGU AUÐAR DJÚPÚÐGU: HELGIGANGA Í DÖLUNUM Á LAUGARDAG Á fundarstað Guðs og manns HELGIGÖNGUKROSS Vilborg og séra Gunnþór Ingason, sérþjónustuprestur Þjóðkirkjunnar, með sólkross sem Kristján Gunnarsson á Þingeyri smíðaði. Gangan er farin á vegum starfshóps Þjóðkirkjunnar um helgistaði á föruleiðum og Menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.