Fréttablaðið - 24.06.2010, Side 2

Fréttablaðið - 24.06.2010, Side 2
2 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR „Guðni, er veðrið sem sagt ekki upp á marga fiska?“ „Nei, það er hvorki fugl né fiskur.“ Guðni Guðbergsson er fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við hann og sagðist hann hafa áhyggjur af litlu rennsli í ám sem gæti haft áhrif á veiði í sumar. Sennilega stafaði það af litlum snjó í vetur og þurru veðri framan af vori. ALÞINGI Þingnefnd, sem bregðast skal við skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis, ætlar að hafa sig alla við til að skila niðurstöðum á réttum tíma, í september. Þetta segir varaformaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir. Fundað verði út júnímánuð og svo getur farið að aukafundur verði haldinn 2. júlí. Samkvæmt vef Alþingis hefur nefndin fund- að minnst þrjátíu sinnum síðan í janúar. Nefndin fjallar meðal ann- ars um ályktanir skýrslunnar og metur ábyrgð ráðherra. - kóþ Nefnd um rannsóknarskýrslu: Ætlar jafnvel að funda í júlí SAMFÉLAGSMÁL Hulunni var svipt af forláta fiskabúri í anddyri Vestur- bæjarlaugar í gær. Mímir, vináttu- félag Vesturbæjar, stóð fyrir söfn- un meðal íbúa Vesturbæjar og í gær varð afraksturinn öllum ljós. „Þetta er merkur áfangi sem við erum að ná hérna í dag,“ sagði Einar Gunnar Guðmundsson, for- svarsmaður Mímis, við þetta til- efni og bætti við: „Þetta er verkefni sem byggist á skemmtilegu „kons- epti“ sem við getum kallað íbúa- frumkvæði og byggist á gömlum og góðum gildum. Við erum mjög stolt af því að hafa átt frumkvæði af því að borgararnir hafi áhuga, vilja og getu til þess að hafa áhrif á sitt nærumhverfi.“ Lengi vel stóð fiskabúr í and- dyri laugarinnar sem hannað var af Gísla Halldórssyni arkitekt. Það var hins vegar tekið niður árið 1985. Gísli, sem verður 96 ára á árinu, var verndari söfnunarinnar og las Margrét Leifsdóttir, barna- barn hans og einn hönnuða nýja búrsins, upp ávarp frá honum við afhjúpunina. Í því kom fram að gamla fiskabúrið hefði verið sér- lega vinsælt hjá unga fólkinu. Hönnuðir búrsins að þessu sinni eru Bjarki Gunnar Halldórsson arkitekt, Margrét Leifsdóttir og Sigurður Gunnarsson verkfræðing- ur. Allir sem að verkefninu komu gáfu vinnu sína og nánast allur útlagður kostnaður var vegna efnis. Íþrótta- og tómstundaráð mun taka við rekstri búrsins. Félagar í Mími eru ekki hættir þótt fiskabúrið sé komið upp, að því er kom fram í gær, fleiri verk- efni bíði í Vesturbænum. Þeir hitt- ast einu sinni í mánuði á Mímisbar á Hótel Sögu. Allir áhugamenn um Vesturbæinn eru velkomnir á fundi félagsins. magnusl@frettabladid.is Fiskarnir synda á ný í Vesturbæjarlaug Félagsmenn í Mími, vináttufélagi Vesturbæjar, sviptu í gær hulunni af fiskabúri í anddyri Vesturbæjarlaugar. Árið 1985 var tekið niður fiskabúr sem stóð þar lengi. FISKABÚRIÐ AFHJÚPAÐ Barnabarnabörn Gísla Halldórssonar arkitekts, sem hannaði Vesturbæjarlaugina, hjálpuðu til. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VIÐSKIPTI Skilanefnd Kaupþings og TDT, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Roberts Tchenguiz, hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. Málin eru tilkomin vegna deilna um 180 milljóna punda hagnað á sölu á verslunarkeðjunni Somer - field og Ventures Limited. Annars vegar er um að ræða mál Isis Investment Limited gegn Kaupþingi, fjárvörsluaðilum TDT og fleirum, sem rekin hafa verið fyrir dómstólum í Englandi og Wales og hins vegar mál Kaup- þings gegn fjárvörsluaðilum TDT og fleirum, sem verið hefur til meðferðar hjá dómstólum á Bresku Jóm- frúaeyjunum. Samkomulag- ið felur í sér að fjármunir, sem tilkomnir eru vegna söl- unnar, verði leystir úr haldi fjárvörsluaðila á Bresku Jómfrúaeyjum og tilheyr- andi hluti greiddur til skiptastjóra Oscatello Investment Limited. Um endanlegt uppgjör er að ræða á milli Kaupþings og fjár- vörsluaðila TDT, vegna allra krafna í málinu. Hvorugur aðil- inn á lengur kröfu á hinn. Þá falla fjárvörsluaðilarnir frá kröfum í tilteknar eigur. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, í skilanefnd Kaupþings, segir nið- urstöðuna viðunandi og hagsmun- um Kaupþings sé best borgið með samkomulaginu. Tchenguiz var samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis einn stærsti skuldari íslenska bankakerfisins. - kóp Fjármunir vegna sölu á Somerfield verða leystir úr haldi fjárvörsluaðila: Skilanefndin semur við Tchenguiz DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að berja annan mann með skipti- lykli. Maðurinn er ákærður fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Atvikið átti sér stað að morgni 21. maí 2009, í húsnæði Tor fiskverk- unar ehf. að Eyrartröð 13, Hafn- arfirði. Sá ákærði réðst á hinn og sló hann með skiptilykli nokkr- um sinnum í höfuð og líkama með þeim afleiðingum að fórnarlambið marðist. Fórnarlambið krefst 300 þúsunda í skaðabætur. - jss Sérstaklega hættuleg árás: Barði í höfuð með skiptilykli Hlaupið í Skaftá í hámarki Svo virðist sem hlaupið í Skaftá hafi náð hámarki í gær, en í hádeginu náði vatnsmagnið 600 rúmmetrum á sekúndu. Verulega litlar líkur eru tald- ar á öðru hlaupi. Hlaupið kemur úr vestari katli Skaftárjökuls í Vatnajökli. HAMFARIR EFNAHAGSMÁL Enginn þeirra 36 þingmanna sem samþykktu lög um vexti og verðtryggingu, brást við þegar bankar og önnur fjármálafyrirtæki hófu að binda lán við gengi erlendra gjald- miðla, þótt þeim mætti vera ljóst að það væri ólöglegt. Þetta segir Þorvaldur Gylfason, próf- essor í hagfræði, í blaðinu í dag. Þorvaldur rifjar upp að vilji löggjafans hafi verið skýr þegar lögin voru samþykkt 2001. Þrír núverandi alþingismenn voru í hópi þeirra 36 sem sam- þykktu lögin: Árni Johnsen, Einar K. Guðfinnsson og Pétur Blöndal. - bs / sjá síðu 18 Þorvaldur Gylfason: Þingmenn áttu að stöðva ólög- leg gengislán STJÓRNSÝSLA Kosið verður á ný í Reykhólahreppi laugardaginn 24. júlí. Kosningin fer fram í skrif- stofum sveitarfélagsins að Reyk- hólum. Ástæða þessa er að fram- kvæmdinni var ábótavant þegar kosið var til sveitarstjórna í maí. Auglýsingar um kosningarn- ar, sem fara áttu á hvert heimili sveitarfélagsins, bárust seint og illa og alls ekki til íbúa Flateyjar. Hafsteinn Guðmundsson, bóndi í Flatey, kærði framkvæmdina til úrskurðarnefndar sem felldi úrskurð honum í vil. Kosið var persónukosningu í sveitarfé- laginu. Á kjörskrá voru 208 og greiddu 128 atkvæði. - kóp Framkvæmd var ábótavant: Kosið aftur í Reykhólahreppi VIÐSKIPTI Bankar í Portúgal sóttu sér 35,8 milljarða evra, jafnvirði rúmra 5.600 milljarða króna, úr sjóðum evrópska seðlabankans í síðasta mánuði. Þetta er tvöfalt meira en í apríl. Lánin bera tæpa 4,7 prósenta vexti, sem er hundrað punkta hækkun á milli mánaða. Vaxtakjörin sýna berlega erf- itt aðgengi fjármálafyrirtækja í verst stöddu evrulöndunum, að sögn breska viðskiptablaðsins Fin- ancial Times í gær. Fari vaxtaálag á portúgölsk skuldabréf í fimm prósent þurfa bankar þar í landi að sækja í neyðarsjóð ESB. - jab Portúgalar sækja sér dýr lán: Eru við dyr neyðarsjóðsins STAÐAN RÆDD Fjármálaráðherra Portú- gals ræðir við kollega sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP WASHINGTON, AP Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, rak í gær Stanley McChrystal, yfirmann her- afla Bandaríkjamanna í Afganistan, úr starfi sínu. Ástæða ákvörðunar Obama voru ummæli sem höfð voru eftir McChrystal í viðtali við tímaritið Rolling Stone þar sem hann gagnrýndi stefnu Obama í mál- efnum Afganistan. Obama tilkynnti jafnframt að David Petraeus, yfir- maður herafla Bandaríkjamanna í Mið-Austurlönd- um, skyldi taka við af honum. Petraeus stýrði áður hernaði Bandaríkjamanna í Írak en hann er vinsæll meðal Bandaríkjamanna enda talinn hafa snúið stríðs- rekstrinum í Írak til betri vegar á sínum tíma. Í viðtalinu sagði McChrystal meðal annars að Obama hefði sett hann í ómögulega stöðu, auk þess að gera grín að Joe Biden varaforseta. Ósætti á milli forseta og hershöfðingja er afar sjald- gæft í Bandaríkjunum og þarf að fara aftur til ársins 1951 til að finna sambærilegt dæmi en þá rak Harry Truman, þáverandi forseti Bandaríkjanna, Douglas MacArthur úr starfi yfirmanns herafla Bandaríkja- manna í Kóreu. Í yfirlýsingu sinni sagði Obama að ummæli McChrystals hefðu grafið undan borgaralegu yfir- valdi hersins sem væri eitt af grundvallaratriðum lýð- ræðiskerfis Bandaríkjanna. - mþl Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan látinn taka pokann sinn: Obama rekur hershöfðingja TILKYNNT UM MANNABREYTINGAR Obama ásamt Petraeus og Robert Gates varnarmálaráðherra. ROBERT TCHENGUIZ SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.