Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.06.2010, Qupperneq 10
10 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18, www.smaralind.is Frítt í hoppukastala frá kl. 14.30 Frítt í minigolf fyrir fjölskylduna Fríar blöðrur fyrir öll börn frá kl. 14.30 Frímiði í Veröldina okkar frá kl. 14.30 Allir sem kaupa gjafakort fá óvæntan glaðning Nöfn þeirra sem kaupa gjafakort fara í RISApott sem dregið verður úr í ágúst Allir sem mæta með sundgleraugu fá ís í brauði frá Kjörís í Ísbúð Smáralindar Njóttu dagsins í Smáralind - gleði og gaman fyrir alla fjölskylduna. Opið til kl. 21 - sjáumst! GLEÐILEGAN FIMMTUDAG FRÉTTASKÝRING Um hvað snúast fundahöld stjórn- málaflokka um helgina? Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niður- stöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosn- inganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningun- um fyrir fjórum´arum. Aukalandsfundur sjálfstæðismanna verður langstærsti fundur helgar- innar, þar sem allt að 1.500 manns hafa rétt til að sitja fundinn og kjósa um ályktanir. Á síðasta landsfundi voru um 1.700 fulltrúar. „Tilefnið er varaformannskjör- ið en síðan á að vinna málefnastarf og kynna og ganga frá stjórnmála- ályktun, það er að segja stefnu flokksins gagnvart þjóðmálunum eins og þau blasa við núna,“ segir Jónmundur Guðmarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Enginn varaformaður hefur verið í flokknum síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér í apríl. Jónmundur vonast eftir góðum til- lögum um hvernig flokkurinn eigi að horfa fram á veginn. Meðal ann- ars búist hann við afgreiðslu á nýrri jafnréttisstefnu flokksins. Svokallaður viðbragðshópur flokksins á að fara yfir stjórnmála- ástandið almennt, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþingis. Hugs- anlegar breytingar á innra starfi flokksins, sem verða ræddar, taki meðal annars mið af því. Niðurstöð- ur sveitarstjórnarkosninga eru ekki sérstakur dagskrárliður á fundun- um en Jónmundur segir að búast megi við almennri umræðu um þær í stjórnmálaumræðunum. Samfylking fundar þriðja sinni Þriðji flokkstjórnarfundur Sam- fylkingarinnar á þessu ári hefst á laugardag klukkan 10 þar sem Ólaf- ur Þ. Harðarson stjórnmálafræð- ingur greinir úrslit sveitarstjórnar- kosninga. Samfylkingarfólk er ekki beinlínis sigri hrósandi eftir þær. Fundurinn er öllum opinn en um 200 manns hafa sérstakan setu- og atkvæðarétt á honum. Um 200 manns mæta allajafna á þessa fundi. Að erindi Ólafs loknu taka við málstofur um stöðu Samfylking- arinnar. Niðurstöður úr þeim verða sendar til framkvæmdastjórnar og umbótanefndar flokksins, nefndar- innar sem á að gera upp þátt Sam- fylkingar í hruninu. Rannsóknarskýrsla Alþingis verður rædd í einni málstofunni, en Samfylkingin hélt sérstakan fund um skýrsluna í apríl. Þá verð- ur kynning á starfi umbótanefndar flokksins. „Ég á von á málefnalegum fundi þar sem verða umræður um stöðu og störf Samfylkingarinnar,“ segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri flokksins, spurð hvort hún búist við líflegum umræðum eða jafnvel átökum um helgina. Uppgjörsfundur VG Flokksráðsfundur VG er kallað- ur „uppgjörsfundur“ á skrifstofu flokksins. Farið verður yfir stöðuna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Einnig verður rætt um rannsóknar- skýrslu Alþingis, en það er í fyrsta skipti sem flokkurinn gerir það sem slíkur. Umræða um skýrsluna hefur einskorðast við umræðu í einstaka félögum. Farið verður yfir ályktanir sem koma fyrir fundinn og má búast við einhverju fréttnæmu í þeim efnum, miðað við síðasta flokksráðsfund, sem var á Akureyri í janúar. Þá var meðal annars lagt til við fund- inn að hætt yrði við samstarf við AGS og umsókn að ESB yrði dreg- in til baka. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að málefnin verði sérstaklega tekin fyrir á málefna- þingi í haust, en á fundinum um helgina verði lagðar línurnar fyrir næstu fjögur ár í sveitarstjórnar- málum. VG hafi bætt við sig mörg- um nýjum sveitarstjórnarmönnum sem geti þarna hitt eldri kollega sína. Á fundinum, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, hafa um eitt hundrað manns atkvæðarétt. Búist er við að um 100 til 120 manns mæti. Ályktanir verða gerðar opin- berar að fundi loknum og vísað til þar til bærra flokksstofnana. klemens@frettabladid.is Uppgjör og endurskoðun Þrír stærstu flokkarnir á þingi funda um helgina. Fundir VG og Samfylkingar eru öðrum þræði til að bregð- ast við sveitarstjórnarkosningum en fundur Sjálfstæðisflokks var ákveðinn til að kjósa varaformann. ÞRÍR FLOKKAR FUNDA Allir flokkarnir ræða að einhverju leyti rannsóknarskýrslu Alþingis um helgina. ÚRVINDA Kínverskar fjölskyldur fengu húsaskjól í grunnskóla eftir að hafa hrakist að heiman vegna gríðarlegra flóða í Jiangxi-héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir kynferðisbrot gegn átta ára gamalli frænku sinni. Stúlkan er systurdóttir manns- ins en það var faðir hennar sem kærði. Foreldrar stúlkunnar stóðu í skilnaði á sama tíma. Manninum var gefið að sök að hafa berað sig fyrir framan stúlkuna og haft í frammi kyn- ferðislega tilburði. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir hendi til þess að sakfella manninn. - jss Ekki nægjanlegar sannanir: Sýknaður af kynferðisbroti Truflanir á Dettifossvegi Vegna framkvæmda við Dettifossveg frá vestri og að Vesturdalsvegi bendir Vegagerðin vegfarendum á að fara Hólsand út næstu viku. SAMGÖNGUMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.