Fréttablaðið - 24.06.2010, Page 16

Fréttablaðið - 24.06.2010, Page 16
16 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Nýskipuð hverfisráð hinna tíu hverfa Reykjavíkurborgar Kvos, Grjótaþorp, Skólavörðuholt, Þingholt, Skuggahverfi og Vatnsmýri. Íbúar hverfisins eru 8.618 á 4.530 heimilum. Formaður: Óttarr Ólafur Proppé Heimili: Lindargata, 101 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Daði Ingólfsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Árni Helgason Miðborg Gamli Vesturbærinn, Bráðræðis- holt, Grandar, Hagar, Melar, Skjól, Grímstaðaholt, Skildinganes og Litli- Skerjafjörður. Íbúar hverfisins eru 15.703 á 6.614 heimilum. Formaður: Gísli Marteinn Baldursson Heimili: Melhagi, 107 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Hjördís G. Thors, Sverrir Bollason, Sólveig Hauksdóttir, Hildur Sverrisdóttir Vesturbær Norðurmýri, Hlíðar, Hlemmur, Holt, Suðurhlíðar, Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Íbúar hverfisins eru 9.612 á 4.189 heimilum Formaður: Hilmar Sigurðsson Heimili: Skaftahlíð, 105 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Sigurður Eggertsson, Linda Ósk Sigurðar- dóttir, Geir Sveinsson, Pawel Bartoszek Hlíðar Háaleiti, Múlar, Kringlan, Bústaðir, Fossvogur, Smáíbúðahverfi og Blesugróf. Íbúafjöldi hverfisins er 13.755 á 5.772 heimilum. Formaður: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Heimili: Bjarmaland, 108 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Gunnar Ingi Gunnarsson, Kristín Erna Arnardóttir, Hörður Oddfríðarson, Rúna Malmquist Háaleitis- og Bústaðahverfi Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes. Íbúar hverfisins eru 18.030 á 6.216 heimilum Formaður: (óháð) Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, Heimili: Bakkastöðum, 112 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Einar Örn Benediktsson, Guðbrandur Guð- brandsson, Jón Karl Ólafsson, Ingibjörg Óðinsdóttir Grafarvogur Tún, Teigar, Lækir, Laugarnes, Sund, Heimar, Langholt, Vogar, Skeifan og Fen. Íbúar hverfisins eru 15.239 á 6.530 heimilum. Formaður: Inga María Leifsdóttir Heimili: Sigtún, 105 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Heiðar Ingi Svansson, Jórunn Frímanns- dóttir, Leifur Björnsson Halldór Gunn- arsson Laugardalur Selás, Árbær, Ártúnsholt, Bæjarháls, Norðlingaholt. Íbúar hverfisins eru 10.192 á 3.750 heimilum. Formaður: Þorleifur Gunnlaugsson Heimili: Hagamelur, 107 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Þorbjörn Sigurbjörnsson, Gunnar Kristins- son, Marsibil Jóna Sæmundardóttir, Björn Gíslason Árbær Hólar, Fell, Berg, Sel, Skógar, Bakkar, Stekkir og Mjódd. Íbúar hverfisins eru 20.646 á 7.678 heimilum. Formaður: Lárus Rögnvaldur Haraldsson Heimili: Trönuhólar, 111 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Falasteen Abu Libdeh, Sveinn Hlífar Skúlason, Jarþrúður Ásmundsdóttir Breiðholt Grafarholt og Úlfarsárdalur. Íbúar hverfisins eru 5.416 á 2.281 heimili. Formaður: Margrét K. Sverrisdóttir Heimili: Urðarbrunnur, 113 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Olga Olgeirsdóttir, Inga K. Gunnarsdóttir, Óskar Örn Guðbrandsson, Óttarr Örn Guðlaugsson Grafarholt og Úlfarsárdalur Sjálfstæðisflokkur og Samfylk- ing hafa hver um sig þrjá fulltrúa sem formenn í nýkjörnum hverf- isráðum. Besti flokkurinn hefur tvo formenn og Vinstri grænir einn. Grafarvogur er eina hverfið sem hefur óháðan formann, Ingi- björgu Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Fræðslumiðstöðv- ar atvinnulífsins. Formenn tveggja hverfisráða eru ekki búsettir innan þeirra hverfa sem þeir halda formennsku í. Eru það Marta Guðjónsdóttir, formaður hverfisráðs Kjalarness (116), en hún er búsett í Bauganesi (101) og Þorleifur Gunnlaugsson, formaður hverfisráðs Árbæjar (110), hann býr á Hagamel (107). Hefðin er að formenn ráðanna eigi heima í því hverfi sem þeir standa fyrir, en þó er það ekki nauðsynlegt. Reykjavík var skipt upp í tíu hverfi í september 2006 og í þeim eru starfandi hverfisráð með fimm fulltrúum. Hinn 15. júní síð- astliðinn voru nýir formenn kjörn- ir í ráðin í umboði borgarstjórnar og eru kjörtímabil ráðanna jafn- löng, eða fjögur ár. Skipað var í ráðin. sunna@frettabladid.is Hverfisráð borgarinnar sinna málum með íbúum: Samfylking og Sjálfstæðis- flokkur eiga flesta formenn Hverfisráð eiga að stuðla að hvers konar samstarfi innan sinna hverfa og eru vettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Hvert ráð er ráðgefandi fyrir starfsemi þjónustu í hverfunum og er aðsetur þeirra í þjónustumiðstöðvum. Hverfisráð geta gert tillögur til stjórnar eignasjóðs um forgangsröðun framkvæmda í hverfinu og eiga að beita sér fyrir því að hafa samráð við íbúa. Fundir opnir almenningi skulu vera haldnir einu sinni á ári í það minnsta en allir fundir ráðanna eru að jafnaði opnir fulltrúum íbúasamtaka. Í hverju ráði sitja fimm fulltrúar og fimm varafulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn og er aðsetur þeirra í þjónustumiðstöðvum hverfanna. Hlutverk ráðanna Vesturbæjarlaug Flugvöllur Hallgrímskirkja Perlan Kringlan Laugardalslaug Mjódd Árbæjarsafn Básar Golfklúbbur Reykjavíkur Gufuneskirkju- garður Kjalarnes og Álfsnes. Íbúar á Kjalarnesi eru 834 á 204 heimilum. Formaður: Marta Guðjónsdóttir Heimili: Bauganes, 101 Reykjavík Aðrir í hverfisráði: Ágúst Már Garðarsson, Eldey Huld Jónsdóttir, Hanna Lára Steinsson, Hólmar Þór Stefánsson Kjalarnes Efla skuli ráðin og auka samhæfingu „Það á að efla hverfisráðin og samhæfa vinnubrögð til þess að hverfin verði öflugri vettvangur bæði fyrir íbúa og stofn- anir borgarinnar. Einnig til að styrkja hverfin sem þjónustu- einingar,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Varðandi búsetu formanna utan þeirra hverfa sem þeir halda formennsku í, segir Dagur að engar beinar reglur séu til um það. „Ég var um tíma formaður hverfisráðs í hverfi þar sem ég bjó ekki, en hafði þangað sterk tengsl og það reyndist vel. Veldur hver á heldur. Það sem skiptir mestu máli er að í ráðunum verði raunverulegur vettvangur fyrir hverfin og það eru verkefni þessa fólks.“ Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra REYKJAVÍK Var skipt upp í hverfi sem í starfa hverfisráð í september 2006. DAGUR B. EGGERTSSON FR ÉT TA B LA IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.