Fréttablaðið - 24.06.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 24.06.2010, Síða 18
18 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnar- háttum Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutning- um var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhent- ir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrg- ar ríkisstjórnir til að halda aftur af inni- stæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyr- irtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreins- unarstarfi eftir vitleysishagstjórnartím- ann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöld- um með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauð- synlegri velferðarþjónustu. Árangur- inn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggj- um ekki grunn að stöðugra efnahagsum- hverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krón- an leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna geng- ishruns. Við þurfum ekki að láta börn- in okkar upplifa að missa tök á fjármál- um sínum vegna óðaverðbólgu – rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættu- samrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxta- brodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krón- unnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarum- sóknin ekki bíða. Hvers vegna aðild að ESB nú? Evrópumál Árni Páll Árnason félags- og trygg- ingamálaráðherra HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG LJÓST HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Lengir tímann sem liturinn endist í hárinu Breyttar forsendur Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur ráðið Sigrúnu Stefánsdótt- ur, dagskrárstjóra útvarps, í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV. Forveri Sigrúnar, Erna Kettler, sagði starfinu lausu vegna veikinda en Páll segir að hún verði aðstoðarmaður Sigrúnar. Enginn hefur gegnt því starfi á undanförnum árum en Páll gengur út frá því að stöðu- gildið hljóti að hafa verið til á einhverjum tímapunkti. Ef það er ekki verið að sam- eina stöður dagskrárstjóra útvarps og sjónvarps er ljóst að það er verið að fjölga stöðugildum hjá RÚV. Það væri ánægjuefni, því ekki er nema hálfur mánuður síðan útvarpsstjóri lýsti því í bréfi til ráðherra að segja þyrfti upp þrjátíu til fjörutíu manns ef niðurskurðarhugmyndir stjórnvalda á rekstri RÚV næðu fram að ganga. Kaldar kveðjur Vefþjóðviljinn fjallar um ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að þiggja boð um að setjast í stól forseta borgarstjórnar. Greinarhöfundur er ekki hrifinn og heimfærir dæmið á Alþingi. „Ef embætti þingforseta kæmi í hlut Sjálfstæðisflokksins nú, þá yrði fyrir valinu einhver reyndur þingmaður sem mætti missa úr eldlínunni.“ Að sama skapi væri Hanna Birna alltof dýrmætur forystumaður til að vera forseti borgarstjórnar. Stefán Pálsson sagnfræðingur barnar færsluna á bloggi sínu og nefnir nafnið sem Vefþjóð- viljinn gerir ekki: „Auðvitað hefði hún getað svarað: Þetta er rausnarlega boðið – þið fáið Júlíus Vífil!“ bergsteinn@frettabladid.is F lokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóð- arinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fund- irnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni. Meiri athygli beinist að landsfundi Sjálfstæðisflokksins en fundum hinna flokkanna, enda er landsfundur æðsta vald í málum flokksins. Eftir því verður tekið, hvernig fundurinn fjallar um rannsóknarskýrsluna og niður- stöður hennar, sem hafa reynzt honum þungar í skauti. Bjarni Benediktsson, formaður flokks- ins, hefur talað hraustlega um að flokkurinn verði að taka mark á niðurstöðunum. Minna hefur borið á raunverulegri vinnu, sem miðar að sama markmiði. Á síðasta landsfundi, í ársbyrjun 2009, lá fyrir býsna beinskeytt skýrsla svokallaðrar endurreisnarnefndar sem starfaði undir for- ystu Vilhjálms Egilssonar, með þátttöku margra úr grasrót Sjálf- stæðisflokksins. Þar var forysta flokksins meðal annars gagnrýnd harðlega. Fyrrverandi formaður flokksins, Davíð Oddsson, jarðaði þá skýrslu í ræðu á landsfundinum og ekki hefur orðið vart við að ný flokksforysta hafi reynt að grafa hana upp aftur. Þó blasir við að Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera upp árin fyrir hrun, vilji hann á ný höfða til breiðs hóps. Búast má við að á landsfundinum verði lögð fram tillaga um að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusamband- inu, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hefur andstaða við ESB-aðild farið hlutfalls- lega vaxandi, bæði í takt við þróun almenningsálitsins í landinu og vegna þess að einhverjir af Evrópusinnaðri stuðningsmönn- um hans hafa snúið við honum bakinu. Með því að loka á aðildar- viðræður við ESB myndi Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar gera þrennt. Hann myndi spilla fyrir möguleikum sínum á að ná aftur til þeirra, sem í síðustu þingkosningum kusu aðra flokka vegna Evrópumálanna. Hann myndi takmarka möguleika sína á árang- ursríkri stjórnarþátttöku við samstarf með Vinstri grænum. Og hann myndi hrekja á brott enn fleiri stuðningsmenn, ekki sízt úr atvinnulífinu, sem telja afar brýnt að niðurstaða fáist í aðildarvið- ræðum við ESB, sem þjóðin geti síðan greitt atkvæði um. Evrópumálin eru þau eðlis að þau kljúfa iðulega flokka, bæði hér á landi og erlendis. Hugsanlega geta íslenzku flokkarnir eitt- hvað lært af norska Verkamannaflokknum, sem fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um EB-aðild 1972 keyrði harða EB-aðildarlínu og útmálaði andstæðinga aðildar sem svikara. Afleiðingin varð sú að margir EB-andstæðingar fóru úr flokknum og hann klofnaði í raun. Fyrir atkvæðagreiðsluna um ESB-aðild 1994 beitti flokksfor- ystan annarri nálgun; hélt því opnu að tvær skoðanir væru innan flokksins, viðurkenndi báðar og gerði flokkinn ekki að vígvelli stuðningsmanna og andstæðinga ESB-aðildar heldur leyfði þeim átökum að fara fram á öðrum vettvangi, þannig að flokksmenn gætu einbeitt sér að því sem þeir voru sammála um. Nær Sjálfstæðisflokkurinn vopnum sínum á landsfundi? Hrunið og Evrópa Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.