Fréttablaðið - 24.06.2010, Page 33

Fréttablaðið - 24.06.2010, Page 33
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Starfsfólk iðnaðarkjarna hjá Mannviti hefur unnið náið með aðilum sem koma að rannsóknum og nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessir aðilar eru meðal annarra SORPA, Landbúnaðarháskóli Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð og sorpsamlög um land allt. Verkefnin eru ölbreytt og starfsmenn kjarnans koma að þeim á ýmsa vegu, meta urðunarstaði, setja fram tillögur að nýtingu, áætla kostnað og meta hagkvæmni, velja tækjabúnað og hafa umsjón með uppsetningu, setja upp stýriker og vaktker , ásamt verkefnastjórnun og eftirliti. Starfsfólk kjarnans býr y r margvíslegri menntum og áralangri reynslu sem nýtist við úrlausn verkefna sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum.Helgina 24.-26. júlí 2009 urðu tíma- mót í íslenskri umferðarsögu þegar bíl var ekið í fyrsta sinn hringveg- inn á íslensku og umhverfisvænu eldsneyti – íslensku metani. Ferð- ina fóru þeir Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri Metans hf., og Ómar Ragnarsson fréttamaður. Ferðin varpaði ljósi á þá dýrmætu eign þjóðarinnar að búa yfir þekkingu og getu til að framleiða umhverf- isvænt eldsneyti í hæsta gæða- flokki og getu til að tryggja aukið orkuöryggi þjóðarinnar með fram- leiðslu á endurnýjanlegu og um- hverfisvænu eldsneyti. Þeir félag- ar komu víða við, ræddu við fjölda fólks og sýndu bílinn, Ford Sport Track v6 4L bensínbíl, sem búið var að uppfæra (breyta) af nem- endum á bílgreinasviði í Borgar- holtsskóla. Eftir uppfærsluna gátu þeir félagar valið að aka einungis á metaneldsneyti, sem þeir gerðu í hringferðinni, og höfðu þeir kerru meðferðis með metanbirgðum þar sem metaneldsneyti var (er) ekki afgreitt á landsbyggðinni. Á loka- spretti ferðarinnar settist iðnaðar- ráðherra, Katrín Júlíusdóttir, undir stýri og ók að upphafsstað við met- anafgreiðslu N1 að Bíldshöfða. Hringferðin varpaði ljósi á dýrmæta eign Metaneldsneyti sem unnið er úr jarðgasi mætti nefna fyrritíma- metan þar sem það á uppruna sinn að rekja til lífræns efnis sem var á yfirborði jarðskorpunnar í for- tíðinni. Framboð á fyrritímametani er mikið í heiminum og kostar mun minna í erlendri mynt en bensín og dísilolía. Framboð á metani er því engin fyrirstaða fyrir hraðri metanvæðingu í samgöngum á Ís- landi ef svo kynni að fara að ís- lensk framleiðsla á nútímametani næði ekki að anna eftirspurn tíma- bundið. Þess má geta í þessu samhengi að stjórnvöld í Svíþjóð hafa ákveð- ið að fella niður gjöld af svonefndu „fordonsgasi“ þar í landi, en elds- neytið er blanda af metani úr jarð- gasi (57%) og nútímametani (43%). Ástæða niðurfellingar gjalda mót- ast af hagfelldum heildrænum um- hverfisáhrifum samkvæmt líffer- ilsgreiningu á ökutækjum og orku- kerfi þeirra þótt um blöndu sé að ræða með þessum hætti. Og annað til, líkindi standa til þess að jarð- gas sé að finna á Drekasvæðinu við Ísland. Svo má ekki gleyma því að öku- tæki sem nýtt geta metaneldsneyti geta einnig nýtt bensín ef á þarf að halda. Ökutækin hafa tvo eldsneyt- isgeyma og ferðafrelsi því meira á metan/bensínbíl eða metan/dísil- bíl, ef eitthvað er, enda er saman- lagt drægi metan/bensínbíla meira en hefðbundinna bíla. Nægilegt magn af metani ef með þarf Hreinsistöð fyrir nútímametan á Álfs- nesi. Ómar Ragnarsson og Einar Vilhjálmsson á hringferð um landið. Fararskjótinn er af tegundinni Ford Sport Track v6 4L. Alls staðar var vel tekið á móti ferðalöng- unum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.