Fréttablaðið - 24.06.2010, Page 34

Fréttablaðið - 24.06.2010, Page 34
 24. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR8 ● metan Ný skoðunarbók með viðbæti um metanknúna bíla kemur út 1. ágúst. „Það hefur verið að ýmsu að hyggja við gerð nýrra skoðunar- reglna vegna metanknúinna bif- reiða,“ segir Kristófer Kristóf- ersson, verkefnastjóri tæknimála ökutækja hjá Umferðarstofu, um nýju skoðunarbókina sem skoð- unarstöðvar fá nú mánaðartíma til að kynna sér svo vinnuaðferð- ir um allt land séu samræmdar frá og með 1. ágúst. „Langur tími hefur farið í að fastsetja hversu langt við eigum að ganga í kröfum,“ segir Krist- ófer. „Við förum fram á að breyt- ingar yfir í metanknúna bíla fari fram hérlendis. Eftir að búnaður hefur verið settur í bíla þarf Um- ferðarstofa vottorð um alla íhluti sem settir voru í bílinn og því næst fer hann á skoðunarstöð þar sem hann fær viðurkenningu eða ekki. Þaðan fáum við svo pappíra um að bíllinn hafi gengist undir skoðun og setjum athugasemd í skírteini bílsins um að hann sé einnig knúinn metangasi.“ Að sögn Kristófers skapaði þyngd gaskúta vandamál í nýju skoðunarhandbókinni. „Lítill bíll með takmark- að burðarþol getur auðveldlega misst út farþega ef þungur gas- kútur er kominn í bílinn, en við megum aldrei hrófla við eigin þyngd bíls eða ófrávíkjanlegu burðarþoli hans frá framleið- enda,“ segir Kristófer og ítrek- ar markmið Umferðarstofu að vinna fyrst og fremst að umferð- aröryggi, því allt snúist þetta um mannslíf á endanum. „Við viljum ekki sjá óþarfa slys vegna ólöglegra þyngda eða slakra festinga á kútum. Því þurfa kútar að snúa þversum í farmrými til að lenda ekki í baki farþega við aftanákeyrslu.“ Eftir 1. ágúst geta aðilar með fullt leyfi tekið að sér breyting- ar á bílum en þurfa fyrst að skila til Umferðarstofu viðurkenningu um að þeir hafi lært að skipta um búnað og breyta bílum. Jón Hjalti Ásmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Frumherja, breytti fjölskyldu- bílnum svo hann gengi fyrir metangasi. „Við fjölskyldan fengum okkur nýjan Toyota Tundra í fyrrasumar en hann eyðir miklu bensíni og hafði ég strax áhuga á að gera hann met- anknúinn. Ég hef fylgst með þróun metanmála hérlendis frá upphafi og komst að því að Vélamiðstöðin, sem er frumkvöðull í breytingum á Ís- landi, skorti enn reglur til að vinna eftir. Því hóf ég, í samstarfi við Vélamiðstöðina og Umferðar- stofu, vinnu við útfærslu reglna sem um þetta gilda,“ segir Jón Hjalti, sem var um árabil yfir- maður bílaskoð- unar hjá Frumherja og vann að sam- ræmingu regluverks bílaskoðana. Á bíl Jóns Hjalta hefur tveimur kútum verið komið fyrir á palli bíls- ins. Svo þurfti viðbótarstykki á vél- ina sem blæs inn metani í stað bens- íns. „Allir bensínbílar með beina innspýtingu geta orðið metanknún- ir, en kútastærð fer eftir eyðslu bíls- ins. Erlendis er mikil þróun í kúta- framleiðslu og við munum sjá trefja- kúta hér sem eru léttari. Kútana má setja undir bíla, í farmrými og víðar,“ segir Jón Hjalti, sem finnur mun á seðlaveskinu eftir að Toyotan gekkst við metani. „Metan er í gas- formi á bílum. Orkuinnihald færist yfir í lítra af bensíni, en lítrinn af metani útleggst á rúmar 100 krónur, sem er mikill sparnaður ef maður notar bílinn mikið. Ég er með tvo 70 lítra kúta og kemst langt á þeim. Bíllinn fer í gang á bensíni en skipt- ir yfir í metan þegar hann er orðinn heitur. Metanbúnaðurinn er þannig auka orkugjafi,“ segir Jón Hjalti sem finnur engan mun á krafti bíls- ins þegar hann er metanknúinn. „Ég bíð spenntur eftir að kom- ast í ókeypis bílastæði miðbæjarins því þeir sem menga undir ákveðn- um mörkum mega leggja frítt. Svo smitar metanlífsstíllinn út frá sér því alltaf koma tveir til þrír að for- vitnast og uppveðrast þegar ég tek eldsneyti á kútana. Þetta er enda mjög freistandi, ekki síst þegar elds- neytisverð hækkar.“ Lífsstíllinn smitar frá sér Kristófer Kristófersson er verk- efnastjóri tæknimála ökutækja hjá Umferðarstofu, þar sem nú er lögð lokahönd á útgáfu nýrrar skoðunar- bókar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jón Hjalti Ásmundsson Bókin kemur út í sumar Laugavegi 170-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Vaxtalaust 100% þjónustulánVið gerum þinn Škoda kláran fyrir sumarið Það kostar minna en þú heldur að nýta þér þjónustu Magga og félaga á þjónustu- verkstæði Škoda. Þú færð líka vaxtalaust 100% lán fyrir því sem þarf til að gera Škoda bílinn þinn kláran fyrir sumarið. Við lánum með sveigjanlegum greiðslum til allt að tólf mánaða*. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði Ókeypis forgreining F í t o n / S Í A *Lán geta numið að hámarki 500 þús, að lágmarki 60 þús. Lántökugjald: 3%. Þjónustulán 0% vextir Jón Hjalti gerði endurbætur á bílnum sem gengur nú fyrir metangasi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.