Fréttablaðið - 24.06.2010, Side 39

Fréttablaðið - 24.06.2010, Side 39
FIMMTUDAGUR 24. júní 2010 5 Meistarar Dolce&Gabbana voru meðal þeirra tískuhönnuða sem sýndu það heitasta í karlmanna- fatatískunni á tískuvikunni „beint- á herðatréð“, eða „ready to wear“ í Mílanó sem hófst á mánudag. Fötin voru létt sumarföt, hörflíkur, hné- og stuttbuxur og skyrtur. Rauði liturinn lék stórt hlutverk á pall- inum og var mikið um rauðar skyrtur, einlitar og svo köflóttar. Og ef Dolce&Gabbana segir að eitthvað sé rautt – þá eru það lög. Enda er haust- og vetrar karlmannatískan 2010- 2011, sem sýnd var í vor, með mjög rauðu ívafi. Aðrir tísku- hönnuðir í rauða þemanu voru meðal annars Vivienne Westwood, Roberto Cavalli og Versace. juliam@frettabladid.is ELDRAUÐUR Á DAGSKRÁ Helstu tískuhönnuðir heims sýndu karlmannafatalínur sínar í „beint- á-herðatréð“ deildinni í Mílanó í vikunni. Líkt og í komandi haust- og vetrarlínu karlmannafata var rautt veiðileyfi gefið á pöllunum. Vivienne Westwood Er farin að snjóþvo í rauðu. Dolce& Gabbana Var mikið með rauð- köflótt föt í línu sinni. Roberto Cavalli Vínrauður kúrekajakki. Fatamarkaður verður haldinn í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði á laugardaginn en þá ætla fjórar vinkonur að tæma yfirfulla fata- skápa sína. „Við þurftum allar að losa okkur við föt úr skáp- u nu m og ákváðum því að halda fatamark- að í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði, okkar heimabæ,“ segir Áslaug Þorgeirs- dóttir, sem ætlar að selja föt, skart og skó ásamt Rakel Rúnarsdóttur, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Lóu Fatou Einarsdóttur á laugar- daginn milli klukkan 12 og 17. Áslaug lofar því að gestir geti gert góð kaup á flottum merkjavör- um frá helstu tískuhúsum borgar- innar en einnig erlendum merkjum sem ekki fást hér. „Ég var að koma heim frá Miami eftir þrjú ár með tíu töskur af fötum og merkjum sem ekki eru seld hér. Ég átti auðvitað fullt af fötum hér heima líka þannig að það var ekki um annað að gera en losa sig við eitthvað. Rakel er mikið tískufrík en hún heldur úti blogg- síðunni Svart á hvítu ásamt annarri og einhverjar okkar hafa unnið í tískuverslunum svo það hefur safn- ast í skápana. Þarna verða föt, skór og aukahlutir, veski, skart og hár- skraut og verðinu auðvitað stillt í hóf.“ - rat Flott föt á spottprís Hægt verður að gera kostakaup á flottum fötum á markaðnum á laugardaginn. Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 Verið Velkomin Laugavegur 25 • Sími 533-5500 Opið Mán-Mið-Fös frá 11.00 - 18.00 Fim frá 11.00-20.00 Lau frá 10.00 - 16.00 Hitabylgja á Laugaveginum Opið l 20.00 á fimmtudögum 50% afslá ur af VANS skóm, takmarkað magn Ný sending af KATVIG sumarskóm fyrir litlu krakkana Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.