Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 10
 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR ÁRBORG Stöður sérfræðings í umhverfismálum og verkefn- isstjóra í íþrótta-, forvarna- og menningarmálum í Árborg verða lagðar niður, gangi hugmyndir meirihlutans eftir. Tillögur þess efnis verða lagðar fram á fundi bæjarráðs í dag. Þá verður staða starfsmannastjóra lögð niður, en enginn hefur gegnt henni í tvö ár. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var einnig rætt við tvo yfirmenn á Fjölskyldumiðstöð, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að leggja þær stöður niður. Elfa Dögg Þórðardóttir, formað- ur framkvæmda- og veitustjórnar, segir að þetta sé hluti af sparnað- araðgerðum nýs meirihluta. Sveit- arfélagið sé þannig sett að gera þurfi ákveðnar breytingar. Búið sé að ákveða að leggja þessar stöð- ur niður og ræða við viðkomandi. Önnur svið séu einnig til skoðunar, en hún búist ekki við fækkun þar. Ragnheiði Hergeirsdóttur, odd- vita Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóra, líst illa á málið. Hún segir aðferðafræðina dapurlega og vandséð hví liggi svona á. „Það liggur ekki fyrir nein stefna eða hugmyndir um það hvernig skipulagið á að vera í kjölfarið, hvert þau verkefni sem þarna er verið að leggja niður eiga að fara, hvort það eigi að hætta að sinna þeim eða fela það öðrum starfsmönnum. Mér finnst það lág- markskrafa þegar fólk fer í skipu- lagsbreytingar með niðurlagningu starfa, að það liggi fyrir í hvaða átt á þá að halda.“ Elfa Dögg segir breytingarn- ar hins vegar vera gerðar að yfir- lögðu ráði og þeim verkefnum sem viðkomandi aðilar sinntu hafi verið komið fyrir annars staðar. Tómstundafulltrúi sveitarfélags- ins er hættur og Elfa Dögg segir að gerðar verði breytingar á þeim sviðum. Ráðinn verði nýr starfs- maður sem taki yfir tómstunda- og íþróttamál. Staða sérfræðings í umhverf- ismálum var stofnuð fyrir tveim- ur árum og var Elfa Dögg þá einn umsækjenda. Hún segir að sveit- arfélagið hafi ekki efni á að halda þeirri stöðu úti núna. Hún segir að umhirðumál í sveitarfélaginu muni falla beint undir þá nefnd sem sjái um framkvæmda- og veitustjórn- ina, sem hún er í forsvari fyrir. Ragnheiður segir dapurlegt að leggja niður stöður í þessum málaflokkum, gott starf hafi verið unnið á þeim sviðum sem sveitar- félagið hafi fengið viðurkenningar fyrir. „Mér finnst þetta bera vott um að fólk sé ekki búið að setja sig inn í málin.“ kolbeinn@frettabladid.is Spara í umhverfis- og forvarnamálum Tvær stöður verða lagðar niður hjá Árborg í umhverfismálum og á fjölskyldu- sviði. Illa unnið og stefnulaust segir fulltrúi minnihlutans. Nefndarformaður sótti um stöðu umhverfissérfræðings sem nú verður lögð niður. ÁRBORG Lagt verður til á fundi bæjarráðs í dag að leggja niður tvær stöður á sviði umhverfismála og íþrótta-, forvarna og menningarmála. Þá stendur einnig til að leggjan niður stöðu starfsmannastjóra sem enginn hefur gegnt í tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Vaxtalaust 100% þjónustulánLáttu þinn Audi njóta sín í sumar Elías og félagar sjá til þess að Audi bíllinn þinn njóti sín til fulls í sumar. Þú getur fengið vaxtalaust 100% lán fyrir því sem þarf til að gera með sveigjanlegum greiðslum til allt að tólf mánaða*. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði Ókeypis forgreining *Lán geta numið að hámarki 500 þús, að lágmarki 60 þús. Lántökugjald: 3%. Þjónustulán 0% vextir Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Ansell einnota hanskar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.