Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 56
28 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND www.utilif.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 5 0 6 9 4 0 6 /1 0 Deuter Aircontact Pro Sá vandaðasti úr smiðju Deuter. Frábært stillanlegt burðarkerfi. Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra. Deuter Aircontact Margverðlaunaður bakpoki! Góður í lengri ferðir. Vandað, stillanlegt burðarkerfi. Regnyfirbreiðsla. Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra. Deuter Futura Okkar vinsælustu dagpokar! Með frábæru öndunarkerfi í baki. Regnyfirbreiðsla og ýmsar festingar. Fáanlegur í ýmsum stærðum. 50+15 L Verð: 44.990 kr. 55+15 L Verð: 47.990 kr. 60+15 L Verð: 49.990 kr. 70+15 L Verð: 49.990 kr. 45+10 L Verð: 31.990 kr. 55+10 L Verð: 34.990 kr. 65+10 L Verð: 42.990 kr. 75+10 L Verð: 47.990 kr. 22 L Verð: 15.990 kr. 28 L Verð: 17.990 kr. 32 L Verð: 19.990 kr. 42 L Verð: 23.990 kr. Góðir ferðafélagar í sumar Deuter bakpokarnir eru mest verðlaunuðu bakpokar seinni ára FÓTBOLTI „Ég er mjög ósáttur með dómgæsluna, hún var ömurleg. Það liggur á borðinu að það hallaði mikið á Fylki í þessum leik. Það versta í þessu er að ég get ekki spjaldað dómarann. Ég hefði gefið honum rautt,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir 0-2 tap sinna manna gegn Fram í 16 liða úrslitum Visa-bikarins í gærkvöldi. Leikurinn fór varfærnislega af stað en Fram komst yfir með lag- legu marki Hjálmars Þórarinsson- ar á 33. mínútu. Hann bætti svo við öðru marki á 82. mínútu þegar hann afgreiddi góða fyrirgjöf frá Ívari Björnssyni í netið. Jóhannes Valgeirsson dómari eignaðist ekki marga stuðnings- menn í Árbænum því hann sendi tvo leikmenn Fylkis útaf með rautt spjald og einnig fékk Ólafur að fjúka af varamannabekknum með tvö gul spjöld fyrir mótmæli. Fyrra rauða spjaldið fékk Andrés Már Jóhannesson í upphafi síðari hálf- leiks fyrir litlar sakir og svo fékk Ásgeir Börkur Ásgeirsson að líta beint rautt spjald fyrir olnbogaskot á Almarr Ormarsson sem lá blóð- ugur eftir. Fylkismenn gáfust ekki upp þótt á móti blési og voru, ef eitthvað er, betra liðið á vellinum eftir að þeir misstu Andrés útaf. Framarar lágu aftarlega og ætluðu að sitja á sigr- inum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir þá bláklæddu þegar þeir urðu tveimur leikmönnum fleiri og vill Ólafur meina að dómarinn hafi eyðilegt leikinn. „Við vorum ekki síðri en Fram í þessum leik en það er dómarinn sem eyðileggur þennan leik. Við reyndum að halda áfram en eftir því sem dómarinn fækkaði í liðinu hjá okkur, þeim mun erfiðara varð þetta,“ sagði Ólafur sem var ekkert að fela skoðun sína á frammistöðu dómarans. Hjálmar Þórarinsson var spræk- ur í framlínunni hjá Fram og skor- aði tvö mörk. Hann var óheppinn að ná ekki þrennunni. „Ég er mjög sáttur við að skora tvö mörk en ég fékk góð færi í báðum hálfleikj- unum til að skora fleiri mörk. Það vantaði kannski örlitla heppni til að ná þrennunni.“ Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var öllu kátari en kollegi sinn og var ánægður með sigur- inn. „Við náðum að stjórna leiknum og ég er mjög ánægður með það. Við lentum í örlitlum erfiðleikum eftir að við urðum leikmanni fleiri og það virkaði eins og við værum leikmanni færri. Við náðum hins vegar að klára verkefni og það er afar ánægjulegt,“ sagði Þorvaldur sem segir að innan liðsins séu bik- ardraumar. „Við erum að bæta okkur en þetta var kannski ekki besti leikur liðsins í sumar. Við reynum að komast eins langt og við getum í hverri keppni. Það hafa allir bikardrauma og sá draumur er enn þá á lífi hjá okkur.“ - jjk Hefði gefið dómaranum rautt spjald Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður með dómgæsluna er hans menn töpuðu enn einum leiknum. Í þetta sinn tapaði Fylkir fyrir Fram í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla, 2-0. SKORAÐI TVÖ Hjálmar Þórarinsson, lengst til hægri, skoraði bæði mörk Fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RAUTT Jóhannes Valgeirsson lyftir rauða spjaldinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FH verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit VISA-bik- arsins í dag en liðið sótti sigur á Keflavík til Njarðvíkur í gær, úrslit leiksins 2-3. Keflvíkingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleikn- um án þess að ná að gera sér mat úr þeim færum sem þeir fengu. FH-ingar refsuðu fyrir það og komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins þegar Ólafur Páll Snorrason skoraði. Jafnræði var svo með liðunum þar til Atli Guðnason krækti sér í vítaspyrnu eftir fallega sókn og Tommy Nielsen skoraði af öryggi úr spyrnunni. Paul McShane minnkaði muninn með hörku- skoti áður en Atli Guðnason bætti við þriðja marki Fimleikafélagsins með skalla. Sex mínútum fyrir leikslok skoraði fyrirliðinn Haraldur Freyr Guð- mundsson fyrir Keflavík og minnkaði muninn í 2-3 sem urðu lokatölur. FH-ingum hefur gengið illa í Keflavík undanfarin ár og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, fékk þá spurningu eftir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi að spila í Njarðvík? „Það hlýtur að vera fyrst við náðum að vinna leikinn. Ég er samt fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð að klára þetta,“ sagði Heimir. Atli Viðar Björnsson var ánægður eftir leik. „Okkur líður vel þessa dagana. Við erum að fá úrslit og nú viljum við meina að okkur sé að ganga betur með Keflavík og við hlökkum bara til að koma aftur hingað,“ sagði Atli. Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, telur sitt lið hafa verið sterkara í leiknum. „Mér fannst við vera ofan á eiginlega allan leikinn. Við fáum lítið fyrir það. Mér fannst við mæta slöku FH-liði í dag. Þetta er hrikalega svekkjandi en ef við reynum að líta eitthvað jákvætt á þetta þá fannst mér við vera að spila vel í dag þótt við höfum ekki farið með sigur af hólmi,“ sagði Haraldur augljóslega svekktur. “Við áttum að skora í fyrri hálfleik. Svo segja þeir að FH-ingur hafi varið boltann með hendi á línu en ef það er rétt átti það að vera víti og rautt.” VISA-BIKARINN: FH ER KOMIÐ ÁFRAM Í FJÓRÐUNGSÚRSLIT EFTIR SIGUR Á KEFLAVÍK Við hlökkum til að koma aftur til Keflavíkur VISA-bikarkeppni karla: Keflavík - FH 2-3 0-1 Ólafur Páll Snorrason (45.), 0-2 Tommy Nielsen (71.), 1-2 Paul McShane (75.), 1-3 Atli Guðnason (80.), 2-3 Haraldur Freyr Guðmunds- son (84.). Fylkir - Fram 0-2 0-1 Hjálmar Þórarinsson (32.), 0-2 Hjálmar Þórarinsson (83.). Grindavík - KA 5-6 (1-1) 0-1 David Disztl (39.), 1-1 Grétar Ólafur Hjartar son (61.). KA vann í vítaspyrnukeppni, 5-4. LIÐIN Í FJÓRÐUNGSÚRSLITUM Víkingur, Ó., Stjarnan, KR, Þróttur, Valur, KA, FH og Fram. ÚRSLIT FÓTBOLTI 1. deildarlið KA sló út úrvalsdeildarlið Grindavíkur í bikarkeppninni í gær eftir fram- lengdan leik og vítaspyrnukeppni. Úrslit réðust ekki fyrr en í bráða- bana. Þá skoraði Orri Gústafsson fyrst fyrir KA en fyrirliði Grind- víkinga, Auðun Helgason, skaut yfir úr næstu spyrnu. David Disztl kom KA yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Grétar Ólafur Hjartarson jafnaði metin fyrir heimamenn í þeim síðari. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn eftir það en tókst ekki. - esá KA sló út Grindavík: Hafði betur í bráðabana > Föstudagsleikur í Eyjum Suðurlandsliðin ÍBV og Selfoss munu eigast við í 9. umferð Pepsi-deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en sjaldgæft er að leikir í deildinni fari fram á föstudags- kvöldum. Tilefnið er að um helgina fer fram Shellmótið í Eyjum og er von á þrjú þúsund gestum, þar af 1.200 ungum knattspyrnu- iðkendum. Eyjamenn geta skellt sér á toppinn með sigri í kvöld, um stundarsak- ir að minnsta kosti, en Selfyssingar sitja í tíunda sætinu með sjö stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.