Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 12
12 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR Tvær fylkingar takast á um næstu skref eftir að Hæsti- réttur úrskurðaði ólögmæti gengistryggðra bílalána fyrir viku. Annar hópur- inn segir vaxtatöflu Seðla- bankans eiga að taka við af gengistryggingunni. Hinn krefst þess að upphaflegir samningsvextir standi. Menn greinir mjög á um hvað taki við í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar frá í síðustu viku að gengistryggð bílalán Lýsingar og SP Fjármögn- unar væru ólögmæt. Níu ár eru síðan slíkt var óheimilt án þess að nokkur eftirlitsaðili hafi gripið í taumana. Sama dag og úrskurðurinn féll lagði Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra það til í samtali við Fréttablaðið að í stað gengistrygg- ingar skyldi miða við hagstæðustu vexti Seðlabankans, hvort heldur er verðtryggða eða óverðtryggða, í stað þeirra samningsvaxta sem kveðið sé á um í lánasamningum fjármögnunarfyrirtækjanna. Undir þetta hafa fleiri í stjórn- sýslunni tekið, svo sem Gylfi Magn- ússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra. Hann og Már Guðmundsson seðlabankastjóri telja báðir að verði lendingin sú að miða við samnings- vexti gengislána og afnema trygg- ingar sem fólust í genginu geti það sett bankakerfið á hliðina. Már dró upp svarta mynd af efna- hagshorfum hér verði lendingin sú að miða við samningsvexti í stað einhvers forms verðtryggingar. Sú spá tók mið af víðtækustu skilgrein- ingu á gengislánum. Arion banki og Íslandsbanki sendu frá sér tilkynningar í gær, þar sem fram kemur að nái skil- greiningin á gengistryggðu lánun- um jafnframt til íbúðalána muni það ekki leiða til þess að eiginfjárhlut- föll bankanna fari undir þau sextán prósenta mörk sem Fjármálaeftir- litið setur þeim. Landsbankinn er veikastur bankanna með 16,3 pró- senta eiginfjárhlutfall en Íslands- banki sterkastur. Eiginfjárhlutfall hans er 19,8 prósent. Landsbankinn vísaði því ekki á bug opinberlega í gær að hann væri varinn gegn víð- tækari úrskurði Hæstaréttar. Forsvarsmenn fjármögnunar- fyrirtækjanna tveggja auk Avant og Íslandsbanka Fjármögnunar og bankanna þriggja hafa fundað sleitulítið frá því dómur Hæstarétt- ar féll. Þeir hafa frá upphafi sagt ekki liggja fyrir hvað muni taka við af gengistryggingunni. Hefur hópurinn kallað eftir tilmælum frá stjórnvöldum til að brúa bilið þar til Hæstiréttur dæmir í sambærileg- um málum sem skorið geta bæði úr um það hvort skilgreining á geng- istryggðum lánum nái til íbúðalána og hvað taki við af gengistrygging- unni. Fjármögnunarfyrirtækin hafa sett greiðsluseðla í salt þar til skor- ið verður úr óvissunni. Heimildir Fréttablaðsins herma að bæði innan dyra fjármögnun- arfyrirtækjanna og bankanna hafi verið settir fram útreikning- ar, sem fela í sér nokkra mögu- leika. Þeir sem rætt hefur verið við segja að þótt ríkisstjórnin hafi ekki sett fram opinber tilmæli um það við hvaða útreikninga eigi að miða kunni svo að fara að vaxtataf- la Seðlabankans verði ofan á þar til Hæstiréttur sker úr um annað. FRÉTTASKÝRING: SKIPTAR SKOÐANIR UM FRAMHALD EFTIR HÆSTARÉTTARDÓM Hverjir: Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega og talsmaður neytenda og fleiri. Krafan: Niðurstaða Hæstaréttar frá síðustu viku um ólögmæti gengistryggðra lána breytir engu nema um annað sé samið eða dæmt. Þau vaxtakjör sem samið var um við gerð lána- samninga skulu standa. Þeir eru á bilinu 2,0 til 3,0 prósent að viðbættu álagi viðkomandi banka eða fjármálafyrirtækis sem gerði lánasamninginn. Rökin: Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þá sem hafi tekið gengistryggð mál hafa mátt þola nóg vegna eigenda og stjórnenda bankanna fyrir hrun. Hann stendur gegn því að þeir verði látnir taka á sig klyfjar til að koma ríkinu og eigendum bankanna frá því að þurfa að endurfjármagna þá. Öðrum vöxtum sem rætt hefur verið um að komi í stað gengistryggingar líkir hann við endurfjármögnun bankanna. Endurgreiðsla: Gísli sagði, sama dag og dómur Hæstaréttar féll í síðustu viku, fólk sem tekið hafi gengistryggt bílalán geta átt von á endurgreiðslu hafi það greitt of mikið, líkt og kveðið er á um í neytendalögum. Fari fjármögnunarfyrirtækin á hliðina vegna þungrar endurgreiðslubyrði geta lántakar átt von á að tapa kröfum sínum. Samningsvextir skulu standa Tveir andstæðir pólar í gengislánamáli BÍLAR TIL SÖLU Óvíst er hvað tekur við af gengistryggðum bílalánum fjármögnunar- fyrirtækjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Heildarútlán viðskiptabank- anna námu 1.700 milljörðum króna í fyrra. Rúmur helmingur þeirra var gengisbundinn, að því er fram kemur í riti Seðlabank- ans, Fjármálastöðugleiki 2010. ■ Lán viðskiptabankanna til fyr- irtækja námu um 63 prósentum af heildarútlánum bankanna en um 23 prósent voru til einstakl- inga. ■ Gengisbundin lán banka og fjármálafyrirtækja námu 912,7 milljörðum króna í marslok, sam- kvæmt nýjustu hagtölum Seðla- bankans. Þar af námu gengis- bundin lán til einstaklinga 116 milljörðum króna. ■ Í riti Seðlabankans kemur fram að gengisbundin lán fyrir- tækja og einstaklinga voru í flest- um tilfellum tekin þegar gengi íslensku krónunnar var sterkt. Skuldsetning þessara aðila fyrir fjármálaáfallið var í mörgum tilvik- um orðin mikil. Stór hluti lán- taka hefur fengið greiðslu- frest eða lánafryst- ingu. Lánveitingar bankanna: Skulda tvö þús- und milljarða Hverjir: Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri og fleiri. Krafan: Fjármálafyrirtækin skulu miða útreikninga sína á gengistryggðum lánum í krónum við hagstæð- ustu vexti Seðlabankans, hvort heldur er óverðtryggða vexti eða verðtryggða. Vextir óverðtryggðra lána Seðla- bankans standa nú í 8,25 prósentum en verðtryggðir vextir lána eru 4,8 prósent. Rökin: Gengistryggð lán hafa verið óheimil sam- kvæmt lögum um vexti og verðtryggingu frá 2001. Reikna á lánin ýmist með verðtryggðum eða óverð- tryggðum vöxtum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxta- ákvörðunarfundi í fyrradag óvíst hvort bankarnir geti staðið undir áfallinu á þá verði ákveðið að láta samningsvexti gengistryggðra lána standa. Fari svo að skilgreiningin á gengistryggðum lánum nái til íbúða- lána gæti þurft að setja nýtt fé inn í bankakerfið. Það myndi lenda á kröfuhöfum gömlu bankanna sem eiga þá nýju. Ríkið á rúm áttatíu prósent í Lands- bankanum en talsvert minna í Arion banka og aðeins fimm pró- sent í Íslandsbanka. Þetta mun svo hamla því að bankarnir geti sett fé inn í hagkerfið. Það getur dregið kreppuna á langinn. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi í gær óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildar- kjörum á kostnað samborgara sinna. Bankakerfið hafi verið búið undir að gengistryggðu lánin innheimtust ekki að fullu. Ekki hafi verið gert ráð fyrir því að samn- ingsvextir myndu standa. Höggið á bankana muni óhjákvæmilega falla á ríkissjóð, skattgreiðendur og notendur opinberrar þjónustu. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag vaxtakjör gengistryggðra lána ekki í neinum tengslum við íslenskan veruleika. Hagstæðustu vextir Seðlabankans MÁR GUÐMUNDSSON GÍSLI TRYGGVASON Jón Aðalsteinn Bergsveinsson jab@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.