Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 26
4 föstudagur 25. júní Hildur Kristín Stef- ánsdóttir er söng- kona hljómsveitarinnar Rökkurró, en hljómsveit- in lék í gær á tónleikum í tengslum við listahátíð- ina Jónsvöku sem fram fer um helgina. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Stefán Karlsson H ildur Kristín segir tónlistina vera sitt helsta áhugamál og hefur hún stundað sellóleik frá sex ára aldri auk þess sem hún stundaði nám í klassískum söng í eitt ár. Hún bæði syngur og spilar á selló með Rökkurró og hefur einnig leikið á selló með tónlistarmann- inum Ólafi Arnalds. „Ég byrjaði að læra á selló sex ára gömul og hélt áfram þar til ég varð fjórtán ára. Þá hætti ég og fór að eyða meiri tíma í íþróttir. Ég byrjaði svo aftur að spila nokkrum árum seinna,“ segir Hildur Kristín, sem nú stund- ar nám í japönsku við HÍ. GÓÐ BLANDA Meðlimir hl jómsveitarinnar kynntust þegar þeir stunduðu nám við MR og mynduðu Rökkur- ró árið 2006. „Strákarnir sáu mig spila á selló og spurðu hvort ég vildi spila með þeim, því þá lang- aði að hafa sellóleikara í hljóm- sveitinni sinni. Þannig varð eig- inlega Rökkurró til. Fyrst vissum við ekkert hvað við vorum að gera en ákváðum samt að skrá okkur í Músíktilraunir árið 2006. Okkur gekk ekkert sérstaklega vel þar en ákváðum samt að hætta ekki að spila heldur æfa áfram,“ útskýr- ir Hildur Kristín, en auk henn- ar eru meðlimir Rökkurróar Árni Þór Árnason gítarleikari, Axel Ingi Jónsson sem einnig leikur á gítar, Björn Pálmi Pálmason á trommur og Ingibjörg Elsa Turchi á bassa. Að sögn Hildar Kristínar leik- ur hljómsveitin blöndu af rokki, klassískri tónlist og indítónlist og kemur það til vegna mismun- andi tónlistarsmekks meðlima. „Við erum með mjög ólíkan tón- listarsmekk. Björn Pálmi hlustar eiginlega bara á klassíska tónlist og Ingibjörg hefur mjög gaman af þjóðlagatónlist, á meðan við hin hlustum mest á rokk. Það er svo- lítið gaman að sjá hvernig þetta blandast allt saman í einn hræri- graut í okkar tónlist,“ segir hún. FEIMIN Í FYRSTU Fyrsta plata Rökkurróar, Það kóln- ar í kvöld, kom út árið 2007 og var gefin út af 12 Tónum. „Við byrjuð- um á því að gefa sjálf út EP plötu árið 2006 og ákváðum að prófa að fara með nokkur eintök niður í 12 Tóna og sjá hvort hún mundi selj- ast. Platan seldist eiginlega upp strax og við þurftum því að föndra fleiri og fleiri eintök af henni þar til við höfðum ekki undan að framleiða og hættum en fengum í kjölfarið samning hjá 12 Tónum. Fyrsti diskurinn kom svo út árið 2007 en við vorum eitthvað feim- in þá og höfðum ekki beint vit á að koma okkur á framfæri. Þrátt fyrir það fékk platan góða dóma frá gagnrýnendum.“ Hljómplatan var einnig gefin út víðar í Evrópu og í kjölfarið fór hljómsveitin í tónleikaferða- lag meðal annars um Þýskaland, Holland og Frakkland. „Þessi tón- list virðist fara vel í útlendinga því það var oftast uppselt á tónleik- ana okkar. Þjóðverjum virðist sér- staklega finnast allt íslenskt vera spennandi,“ segir hún og hlær. GÓÐIR VINIR Aðspurð segir Hildur Kristín tón- leikaferðalög vera undarlegt fyr- irbæri sem geti oft tekið á taug- ar manna. „Okkur er öllum troðið inn í lítinn bíl og við erum saman allan daginn, alltaf, og þetta getur því verið hálf súrt. Á síðasta tón- leikaferðalaginu spiluðum við á fimmtán tónleikum á sautján dögum. En við erum heppin því við erum öll bestu vinir og í raun er það alveg magnað hvað við ríf- umst lítið því maður hefur heyrt af hljómsveitum þar sem meðlim- irnir rífast eins og hundar og kett- ir á tónleikaferðalögum.“ Hún segir margt skemmtilegt hafa gerst á ferðalagi þeirra um Evrópu og rifjar meðal annars upp tónleika á frönskum skemmti- stað þar sem piltarnir í hljóm- sveitinni fengu óvænta athygli ✽ b ak v ið tj öl di n Uppáhaldstónlistarmaður? Þessa dagana er það Bill Callahan. Mig langar að giftast honum út af þessari rödd! Stjörnumerki? Ég er steingeit. Uppáhaldsstaðurinn? Sjanghæ, var þar um daginn og kolféll fyrir borginni. Besti tími dags? Kvöldin, allt er betra á kvöldin. Uppáhaldsmat- urinn? Humar og hnetusteik. SKEMMTILEGAST Á SVIÐ Hildur Kristín Stefánsdóttir er söng- kona hljómsveitarinnar Rökkurró. FR É TT A B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.