Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 18
18 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR Kæru hægrimenn.Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvar- ar einstaklingsframtaks og mark- aðsfrelsis. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem kennir sig við hægristefnu. Þingmenn flokksins eru sex- tán talsins. Þeirra á meðal eru Ásbjörn Óttarsson, sem játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti, Árni Johnsen, dæmdur þjófur og Sigurður Kári Kristj- ánsson sem þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upp- lýsa hverjir styrkveitendurnir voru. Einnig situr Guðlaugur Þór Þórðarson enn á þingi, en hann þáði tæplega 25 milljónir í styrki fyrir prófskjörsbaráttu sína árið 2006, að mestu leyti frá útrásar- víkingum. Sama ár hafði hann milligöngu um 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Styrk- irnir eru sérstaklega vafasam- ir í ljósi þess að styrkveitendur höfðu beinna hagsmuna að gæta í ýmsum deilumálum þessara ára. Þegar þannig er í pottinn búið leitar orðið mútur óhjákvæmilega á hugann. Formaður Sjálfstæðis- flokksins, Bjarni Benediktsson, tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarfor- maður N1, eins stærsta olíufyr- irtækis á Íslandi. Fleiri framá- menn flokksins tengjast ýmsum vafasömum viðskiptaævintýr- um fortíðarinnar, en erfitt er að ímynda sér að fólk í slíkri stöðu geti með trúverðugum hætti tryggt heilbrigða samkeppni í anda hægristefnu. Sjálfstæðismenn hafa haft und- irtökin á Íslandi síðustu áratugi. Eftirfarandi dæmi eru lýsandi fyrir starfshætti flokksins. Í valdatíð hans stóðu stjórnvöld tryggilega vörð um kvótakerfið með tilheyrandi braski, veðsetn- ingu aflaheimilda og skuldsetn- ingu í sjávarútvegi. Þá skal nefna þau forkastanlegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við einkavæð- ingu bankanna, en eins og Rann- sóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á voru lögmál markaðarins þar að engu höfð. Að sögn Stein- gríms Ara Arasonar sem sat í Einkavæðingarnefnd var hér um pólitíska ákvörðun að ræða; Landsbankinn var ekki einu sinni seldur hæstbjóðanda held- ur hreinlega afhentur flokksgæð- ingum. Meðan Sjálfstæðisflokk- urinn sat við völd var Ísland gert að stuðningsaðila ólöglegs innrás- arstríðs í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda óbreyttra borg- ara lífið. Loks ber að geta REI- málsins þegar reynt var að koma orkufyrirtækjum í hendur útrás- arvíkinga á undirverði. Stuttu síðar afhjúpuðu sjálfstæðismenn valdagræðgi sína með meirihluta- samstarfinu við Ólaf F. Magn- ússon. Ofangreind vinnubrögð hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki. Nú er landsfundur Sjálfstæð- isflokksins á næsta leiti. Undir- ritaðir hvetja sjálfstæðismenn til að horfast í augu við afglöp liðinnar tíðar, uppræta spilling- una og gera róttækar breytingar á starfsháttum og forystu flokks- ins. Takist það ekki hljóta heiðar- legir og réttsýnir hægrimenn að segja skilið við Sjálfstæðisflokk- inn. Ef hægrimenn vilja láta taka mark á sér er kannski eðlilegast að þeir stofni nýtt stjórnmálaafl. Öllum ætti að vera ljóst að það er gjörsamlega ósamrýmanlegt að berjast fyrir betra þjóðfélagi en styðja um leið spilltan og siðlaus- an stjórnmálaflokk. Bréf til hægrimanna Stjórnmál Jóhann Páll Jóhannsson óflokksbundinn menntaskólanemi Ólafur Kjaran Árnason óflokksbundinn menntaskólanemi Hinn 3. júní birtist í Fréttablað-inu klausa sem vakti mann til umhugsunar. Fréttin var um það að menntamálaráðherra hefði sent frá sér umsögn sem ekki er hægt að túlka á annan hátt en að veikja varnir forráðamanna skólanna gegn fíkniefnum. Þessi umsögn er reyndar að mínu áliti hvorki fugl né fiskur og rökin eftir því en niðurstaðan sláandi. Hún er sú að almenn fíkniefnaleit í framhalds- skólum sé ekki forvörn. Það sér það hver hugsandi maður að auðvitað eru óvæntar fíkniefna- leitir í framhaldsskólum forvörn. Munu fíkniefnasalar ekki hugsa sig um ef þeir eiga það á hættu að vera gómaðir fyrirvaralaust? Auð- vitað. Eins merkilegt og það nú er þá þótti umboðsmanni alþing- is, Róberti Spanó, það vera ákaf- lega brýnt verkefni að taka óvænta fíkniefnaleit í Tækniskólanum, upp að eigin frumkvæði og semja um það álit. Og óhætt er að segja að álitið er vatn á myllu fíkniefna- sala í framhaldsskólum. Í áliti sínu, sem lögfræðingar mennta- málaráðuneytisins eta svo upp eftir honum, er vitnað í mannrétt- indi og hversu óþægilegt það er fyrir hinn almenna nemanda að lenda í slíkri leit. Ég sem foreldri framhalds- skólanema hafna þessum rökum alfarið og tel að umboðsmað- ur, menntamálaráðuneytið og menntamálaráherra snúi hlutun- um á haus. Eru það ekki mann- réttindi foreldra og nemenda að skólayfirvöld og lögregla sjái til þess að fíkniefnum sé úthýst úr skólum landsins? Þjónar það mannréttindum nemenda og for- eldra að fíkniefnasalar geti komið og farið að vild í framhaldsskólun- um? En geta svo haldið sig fjarri vegna þess að lögreglu og skólayf- irvöldum er óheimilt annað en að tilkynna fíkniefnaleit með góðum fyrirvara skv. umboðsmanni og menntamálaráðherra? Með sömu rökum hlýtur umboðsmaður að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hluti af forvörn gegn fíkniefnum að leita að fíkniefnum á farþegum við komuna til Keflavíkur. Eða það, að lögregla stoppi ökumenn í umferðinni, til að taka drukkna ökumenn úr umferð, sé ekki for- vörn gegn ölvunarakstri. Álit umboðsmanns alþingis og lögfræðinga menntamálaráðu- neytisins held ég að sýni ekkert annað en þeirra eigin skoðun á þessum málum. Því finna þeir lögfræðileg rök sem henta þess- ari skoðun. Ég sem foreldri skora á skóla- stjóra framhaldsskólanna að halda sínu striki og láta framkvæmda óvæntar fíkniefnaleitir í skólun- um. Það eru mannréttindi mín og minna barna að það sé gert. Fíkniefnaleit í skólum Forvarnir Helgi Helgason stjórnmálafræðingur og faðir menntaskólanema Sunnudagurinn 27. júní er hátíðis-dagur. Þá fær hjónabandið meira vægi og verður réttlátari stofnun. Hjónaband, sáttmáli tveggja ein- staklinga. Við erum prestar sem fögnum þessum tímamótum og erum stoltar af því að vera Íslend- ingar. Við erum líka stoltar af því að tilheyra Þjóðkirkjunni og þar fagn- ar meirihluti presta, guðfræðinga og djákna nýjum lögum með okkur. Það er eðlilegt að í kirkjunni séu skoðanir skiptar eins og annars staðar. Þjóðkirkjan endurspeglar margbreytileg viðhorf. Prestar eru vissulega ekki sammála um allt. Það hefur verið klifað á því á kaffistof- um, í fjölmiðlum og í bloggheimum að „ótrúlegur fjöldi presta ætli ekki að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband“. Þetta er ekki rétt. Eftir mikil skoðanaskipti á presta- stefnu í vor var gerð könnun meðal starfandi presta Þjóðkirkjunnar um afstöðu þeirra til einna hjúskapar- laga. Niðurstaðan er að meirihluti presta styður þá útvíkkun hjóna- bandsskilningsins og mun því gefa saman fólk af sama kyni. Í mörg- um söfnuðum Þjóðkirkjunnar verð- ur guðsþjónusta sunnudagsins á einhvern hátt tileinkuð þessari lagabreytingu og hægt er að finna upplýsingar um þær á heimasíðu guðfræðinga, djákna og presta sem styðja ein hjúskaparlög. Vefslóðin er einhjuskaparlog.tumblr.com/ Fögnum og gleðjumst yfir mik- ilvægum áfanga í átt að réttlátara samfélagi. Meirihluti presta ætlar að gifta WWW.N1.IS / Sími 440 1000 Meira í leiðinni N1 VERSLANIR: BÍLDSHÖFÐI 9, HAFNARFJÖRÐUR, REYKJANESBÆR, AKRANES, AKUREYRI, EGILSSTAÐIR N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR: ÁRTÚNSHÖFÐI, HRINGBRAUT, HÁHOLT, ÆGISÍÐA, SELFOSS 1243 MI16 Drengja reiðhjól 16" 15.990 kr. 1243 CAL-16 Stúlkna reiðhjól 16" 15.990 kr. 1243 MI12 Drengja reiðhjól 12" 13.990 kr. 1243 CAL-12 Stúlkna reiðhjól 12" 13.990 kr. FRÁBÆRT VERÐ Á HJÓLUM FYRIR KRAKKA FÓTBREMSA HANDBREMSA Á FRAMHJÓLI BÖGGLABERI FRAM- OG AFTURBRETTI HJÁLPARDEKK BJALLA LED LJÓS GLITAUGU Hjúskaparlög Guðrún Karlsdóttir prestur Sigrún Óskarsdóttir prestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.