Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 2
2 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR „Ólafur, hefur einhvern tím- ann verið sussað á ykkur?“ „Nei, það erum við sem sussum á aðra eins og nafnið gefur kynna.“ Ólafur Örn Nielsen er formaður SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna. SUS fagnar um þessar mundir 80 ára afmæli en Ólafur sagði í Fréttablaðinu í gær að skoðanir SUS og Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki alltaf farið saman. FÓLK Breskur ferðamaður sem var hér á ferð skömmu fyrir efna- hagshrun, er sannfærður um að hraunmoli sem hann hafði með sér af landi brott sé uppspretta allrar hans ógæfu. Eftir að hann kom heim með molann varð hann fyrir ýmsum skakkaföllum, bæði í einka- og opinbera lífinu, og tengdi það molanum. Hann sá að við svo búið máti ekki standa og sendi molann til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og bað um að honum yrði komið á tilhlýðilegan stað. „Honum var full alvara með þetta og hann var ekkert að grínast,“ segir Rikke Peder- sen, sérfræðingur á stofnuninni. „Hann hafði verið í ferðalagi með fjölskyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlut- ir hentu hann þegar hann kom heim. Hann var alveg viss um að það væri vegna steinsins sem hann hafði tekið í leyfis- leysi. Hann var viss um að þetta myndi lagast ef hann sendi hann til Íslands.“ Rikke fékk steininn ásamt bréfi með útskýringum, en hefur það því miður ekki lengur undir hönd- um. Hún gerði gangskör að því í gær að verða við bónum um stein- inn og kom honum á Iceland Tour- ist Assistance. Þar höfðu menn samband við Norðurflug og þaðan var flogið með hann á gosstöðv- arnar í gær, en þar er að finna nýjasta hraunið hér á landi. „Það má tengja þetta þjóðtrú um steina,“ segir Kristinn H. Schram þjóðfræðingur. Hann segir Jón Árnason ræða um nátt- úrusteina í Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Bæði séu til heilla- steinar og óheilla og samkvæmt Jóni þurfi mikla kunnáttu og þekkingu til að nýta sér þá. Best er að tína þá á Jónsmessu. „Á hinn bóginn má setja þetta í samhengi við trú á álagabletti. Það hefur verið gömul þjóðtrú að allt þess konar væri í eign ein- hverrar vættar eða álfa sem legðu reiði sína á bóndann ef hann nytj- aði blettina. Það væri honum hins vegar til hagsbóta ef hann gerði það ekki.“ Kristinn segir þetta tengjast náttúrufriðun sem komin sé inn í ferðaþjónustuna. „Þetta eru náttúrulega ekki nákvæm vís- indi, en maður sér í þessari þjóð- trú með hvaða hætti hún er tengd náttúrufriðun, bændum og búa- liði til hagsbóta. Í þessu tilfelli er þetta kannski komið yfir í ferðamennskuna þar sem svona frásagnir göfga landið.“ kolbeinn@frettabladid.is Taldi hraunmolann uppsprettu ógæfu Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfis- leysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum. MOLINN FRÆGI Hraunmolinn, eða hrunmolinn, var tekinn skömmu fyrir efnahags- hrun. Bretinn taldi hann uppsprettu ógæfu sinnar og honum hefur nú verið skilað til foldar á ný. Jón K. Björnsson hjá Norðurflugi sá til þess. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRISTINN SCHRAM Hann hafði verið í ferðalagi með fjöl- skyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlutir hentu hann þegar hann kom heim. RIKKE PEDERSEN SÉRFRÆÐINGUR MENNING Harpa, nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík, verður opnuð eftir 308 daga, nánar tiltekið miðvikudaginn 4. maí 2011. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í tónleikasal hússins í gær. Húsið verður opnað með sinfón- íutónleikum undir stjórn Vlad im- irs Ashkenazy. Tíu dögum síðar, 14. maí, verður haldin viðamikil opnunardagskrá. Húsið var hannað af dönsku arkitektastofunni Henning Lar- sen og Ólafi Elíassyni myndlistar- manni. Lýstu fulltrúar stofunnar og Ólafur yfir ánægju með hvernig til hefði tekist með húsið. Nánar verður rætt við Ólaf Elíasson í Fréttablaðinu á morgun. - bs Tónlistarhúsið Harpa: Húsið opnað 4. maí að ári AÐSTANDENDUR HÖRPU Frá vinstri: Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Port- us, Ólafur Elíasson, Osbjørn Jacobsen arkitekt og Peer T. Jeppesen arkitekt. FRÉTTABLAÐIÐ/ ARNÓR FÓLK Hvatningarátakið Til fyrir- myndar náði hámarki í gær. Þá safnaðist fjöldi fólks saman í Iðnó til þess að skrifa þakkarbréf til þeirra sem eru taldir hafa verið til fyrirmyndar. Meðal þeirra sem skrifuðu bréf var Vigdís Finnbogadóttir fyrr- verandi forseti, en í gær voru þrjá- tíu ár liðin frá því að hún var fyrst kvenna kjörin forseti í lýðræðisleg- um kosningum. Átakið er haldið í tilefni af því og er henni til heið- urs. Vigdís skrifaði dóttur sinni og tengdasyni bréf í gær og þakkaði þeim fyrir að vera góðir foreldrar. Bréfsefni til að skrifa bréfin bár- ust inn á heimili í gær og munu ber- ast inn á fleiri heimili í dag. Einnig verður hægt að nálgast bréfsefnin á pósthúsum og hjá N1 um allt land. Bréfin er hægt að setja ófrímerkt í póst innanlands. - þeb Fjöldi fólks settist niður í Iðnó í gær í tilefni af átakinu Til fyrirmyndar: Margir eiga von á þakkarbréfi VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Vigdís var á meðal þeirra sem skrifuðu bréf í Iðnó í gær. Haldið var upp á að þrjátíu ár voru liðin frá kjöri hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GRIKKLAND, AP Tugir grímu- klæddra ungmenna lentu í átökum við lögreglu í gær í Aþenu, höf- uðborg Grikklands, á mótmæla- fundi sem verkalýðsfélög efndu til í tengslum við allsherjarverk- fall gegn aðhaldsaðgerðum stjórn- valda. Óeirðalögregla beitti táragasi og hvellsprengjum til að dreifa hópn- um sem hafði kastað grjóti, brot- ið rúður og kveikt í ruslatunnum. Sumir réðust með bareflum að lög- reglumönnum. Sjö lögreglumenn særðust í átök- unum, en þrettán mótmælendur voru handteknir. - gb Grikkir mótmæla sparnaði: Hópur réðst á lögreglumenn ÁTÖK Í AÞENU Fimmta allsherjarverk- fallið hófst í Grikklandi í gær til að mótmæla aðhaldsaðgerðum. BANDARÍKIN, AP David Petraeus herforingi, sem tók við af hinum brottrekna Stanley McChrystal sem yfirmaður fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan, segist ætla að meta það undir árslok hvort hann mæli með því að brotthvarf Bandaríkja- hers frá Afganistan verði teygt á langinn. Barack Obama Bandaríkja- forseti hefur boðað að brott- hvarf hefjist um mitt næsta ár, en hversu hratt það verður fari eftir aðstæðum. „Mér sýnist að harðir bardagar muni halda áfram. Þeir gætu orðið enn ákafari næstu mánuðina,“ segir Petraeus. - gb Brotthvarf hersins gæti tafist: Petraeus segist ekki bjartsýnn N O R D IC PH O TO S/A FP DÓMSMÁL Ákæra á hendur Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi for- stjóra MP banka, er haldlaus, að sögn Ragnars H. Hall lögmanns hans. Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvik- um Ragnars Zophoníasar Guðjóns- sonar, fyrrum sparisjóðsstjóra Byrs, og Jóns Þorsteins Jónssonar fyrrum stjórnarformanns spari- sjóðsins. Málið er það fyrsta frá embætti sérstaks saksóknara sem kemst á ákærustig. Það snýst um 1,1 millj- arða lán Byrs til félagsins Exeter Holding eftir bankahrunið. Lánið er talið hafa valdið sparisjóðn- um miklu fjárhagslegu tjóni. Pen- ingarnir voru nýttir til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka, Jóni Þorsteini og Birgi Ómari Har- aldssyni, fyrrum stjórnarmanni í Byr. Styrmir er sem fyrr segir ákærður fyrir hlutdeild í því máli. Ragnar segir háttsemi Styrm- is hafa falist í því að selja stofn- fjárbréf og taka við greiðslu fyrir hönd MP banka. Það sé ekki refsi- verð háttsemi. Önnur mál eru langt á veg komin hjá sérstökum saksóknara, en hann treystir sér ekki til að svara því hvenær fleiri rannsóknum ljúki. - þeb Lögmaður fyrrverandi forstjóra MP banka um ákæru á hendur honum: Sýndi ekki refsiverða háttsemi STYRMIR ÞÓR BRAGASON Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild sína í Byr-málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁLFTANES Bæjarstjórn Álftaness hefur samþykkt að biðja bæjar- stjórn Garðabæjar um að hefja viðræður um mögulega samein- ingu sveitarfélaganna. Bæjarstjórnin ákvað þetta á fundi sínum í gær. Í könnun sem var gerð meðal bæjarbúa í mars settu 44 prósent þeirra samein- ingu við Garðabæ sem fyrsta kost en 34 prósent Reykjavík. Því var ákveðið að óska fyrst eftir við- ræðum við Garðabæ, þrátt fyrir að borgarráð Reykjavíkur hafi lýst yfir áhuga á viðræðum. - þeb Álftanes skoðar sameiningu: Vilja viðræður við Garðabæ NEYTENDUR Verðlag matvæla á Íslandi vorið 2009 var einungis fjórum prósentum hærra en með- altalsverð matvæla í 27 aðildar- ríkjum Evrópusambandsins, í evrum reiknað. Þetta kemur fram í niðurstöðu evrópskrar könnunar á verði mat- væla, áfengis og tóbaks, sem birt hefur verið á vef Hagstofu Íslands. Þetta er mikil breyting frá könn- un sem gerð var árið 2006, þegar verðlag var 61 prósenti hærra hér en í Evrópusambandinu. Breytingin stafar einkum af lækkun á gengi krónunnar. - gb Könnun á verði matvæla: Verðlagið hefur nálgast Evrópu SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.