Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 8
8 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR HJÓL FYR IR ALLA F JÖLSKYLD UNA TÖKUM N OTUÐ VE L MEÐ FARIN HJÓ L UPPÍ NÝ SKIPTIMA RKAÐUR MEÐ NOTU Ð REIÐHJÓ L 20% AFSL ÁTTUR AF AUKABÚN AÐI Á HJÓ L 950.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT: 950 MILLJÓNIR 220.000.000 +730.000.000 Tvöfaldur fyrsti vinningur stefnir í 220 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 730 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Tvöfal dur 1. vinn ingur F í t o n / S Í A ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 30. JÚNÍ 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Auglýsingasími Allt sem þú þarft… STJÓRNMÁL Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformað- ur Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknar- manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímarit- inu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af ill- deildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokk- inn. „Lærdómsríkt var að kynn- ast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitt- hvað fyrir okkur og svo styðj- um við ykkur á eftir. Forystu- menn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta.“ Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni – bæði að leita að málefninu og tæki- færinu – til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald.“ Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfs- manni, tillitssömum og jarðbundn- um miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólit- íska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfis- ins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjár- málamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvísleg- ir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008“. Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því“. Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópuregl- ur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuð- um fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meiri- hlutaviðræður við Sjálfstæðis- flokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokks- ins,“ segir Jón. thorunn@frettabladid.is Töldu stjórnmálin vera kaup kaups Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. JÓN SIGURÐSSON Segist augljóslega ekki hafa náð út fyrir fylgiskjarna flokksins fyrir kosningar 2007, þegar Framsóknarflokkurinn galt sitt versta afhroð í sögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þið gerið fyrst eitt- hvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. JÓN SIGURÐSSON FYRRV. FORMAÐUR FRAMSÓKNARFL.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.