Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 20
 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR2 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS stendur fyrir gönguferðum um Laugaveginn í sumar, sem er ein vinsælasta gönguleið landsins. Nánari upplýsingar á www.fi.is. + = TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki Rafmagnað frí... ár eftir ár Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Sérstaklega glæsilegir í B, C, D, DD, E, F, FF, G skálum á kr. 7.680,- VAR AÐ KOMA Í HÚS: HVÍTIR BH Við getum nú boðið hinar fallegu miðalda og menningaborgir Tallinn og Ríga á ótrúlegum kjörum í beinu flugi frá Keflavík Brottfarir til Tallinn í Eistlandi: 12.- 20 júli, 12.-16 júlí, 16.- 20. júlí Flug með skatti 34.990 kr. fá sæti laus Flug og hótel 12.-16. júlí og 16.-20 júli 52.310 kr. per mann í 2ja manna herbergi. 12. -20 júli, flug og hótel 69.900 kr. per mann. fá sæti laus Brottför til Riga i Lettlandi: Flug með skatti 32.990. kr. 17.- 22. ágúst, 2 sæti laus Flug og hótel, rúta, fararstjóri 63.900 kr. per mann. 16.- 24. ágúst, laus sæti Flug og hótel, rúta, fararstjóri 64.900 kr. per mann. BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir og herbergi. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905 „Áhugi á að spila golf hér á landi er stöðugt að aukast,“ segir Magnús Oddsson, stjórnarformað- ur Golf Iceland, samtaka sem hafa það að markmiði að kynna golf á Íslandi fyrir erlendum kylfingum. Erlendir golfblaðamenn og sölu- aðilar golfferða eru nú staddir á landinu til að kynna sér íslenskt golf og Daily Mirror fjallaði um miðnæturmótið á Akureyri í lok síðustu viku. „Á þessu ári hafa tæplega fimmt- án nýjar erlendar ferðaskrifstof- ur sett íslenskt golf í sölu,“ segir Magnús og er það um tvöföldun frá því í fyrra. Magnús segir að erlendum kylfingum fjölgi í hlut- falli við það. Hann segir að bak- slag hafi þó komið í söluna í kjöl- far eldgossins og hundruð golfara hafi afpantað ferðir. „Síðan er það að koma aftur núna. Hér eru að koma nýir hópar í staðinn.“ Golf Iceland var stofnað árið 2008 með það að markmiði að kynna golf á Íslandi fyrir erlend- um kylfingum. Á síðasta ári urðu samtökin aðili að IAGTO sem eru alþjóðasamtök ferðaþjónustuað- ila í golfi. Erlendu blaðamenn- irnir og söluaðilarnir koma til landsins vegna þessa samstarfs og eru þetta aðilar meðal annars frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi. Inntur eftir því hvort framboð golfvalla á Íslandi sé nægilegt fyrir íslenska markaðinn og þann erlenda segir Magnús: „Margir hafa velt þessu fyrir sér. Sannleik- urinn er sá að erlendir kylfingar eru tilbúnir til að spila á öðrum tíma heldur en Íslendingarnir. Þeir spila á morgnana og fara í miðnæt- urgolf,“ upplýsir Magnús og held- ur áfram: „Svo er framboð utan Reykjavíkursvæðisins líka strax mun meira en eftirspurn.“ Magnús segir íslenska golfvelli heilla útlendinga vegna náttúrufeg- urðarinnar. „Við eigum hraunvelli með jöklasýn, út við Atlantshafið og inni í íslensku landslagi. Vell- irnir eru svo aðlagaðir landslagi á Íslandi sem við höfum umfram mörg önnur lönd,“ útskýrir Magn- ús og bætir við að miðnæturgolf höfði einnig sterklega til útlend- inga. Nic Brook, blaðamaður Daily Mirror, klykkir enda út með því að miðnæturmótið á Akureyri sé einn svalasti viðburður sem hann muni taka þátt í og að hann ætli auðvitað koma aftur til landsins. martaf@frettabladid.is Áhugi eykst í útlöndum Útlendingar eru að uppgötva Ísland sem áhugaverðan golfferðastað. Breska dagblaðið Daily Mirror fjall- aði um miðnæturmótið á Akureyri í lok síðustu viku og erlendir söluaðilar golfferða eru nú á landinu. Magnús segir nægilegt framboð golfvalla á Íslandi fyrir Íslendinga sem og erlenda ferðamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Göngur efla þol fólks og auka brennslu, sér- staklega þegar gengið er í hæðóttu landi. Eftir þær er svo nauð- synlegt að gera teygju- æfingar líkt og eftir aðra íþróttaástundun. www.gongur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.