Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 30. júní 2010 31 HM 2010 - 16 liða úrslit: Paragvæ - Japan 0-0 (5-3) Paragvæ komst áfram eftir vítaspyrnukeppni. Spánn - Portúgal 1-0 1-0 David Villa (63.). 8-liða úrslit: Úrúgvæ - Gana 2. júlí Holland - Brasilía 2. júlí Argentína - Þýskaland 3. júlí Paragvæ - Spánn 3. júlí ÚRSLIT FÓTBOLTI Maradona er ánægður með að fá loksins það hrós sem að hans mati er verðskuldað. Fáir höfðu trú á Maradona á HM en hann hefur leitt Argentínu í 8 liða úrslitin og liðið hefur spilað vel. „Ég er mjög stoltur núna. Margir sögðu að ég væri hálf- viti eftir undankeppnina en núna eftir fjóra leiki á HM að ég sé frábær,“ sagði Maradona. „Það er hrein fegurð að fá að vera með leikmönnunum og hópnum,“ bætti hann við. - hþh Diego Maradona nýtur sín: Var hálfviti en er núna frábær REYKUR Maradona púar vindil á æfingu Argentínumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Jorge Larrionda og Roberto Rosetti fá ekki að dæma fleiri leiki á HM eftir mistökin sem þeir gerðu á sunnudaginn. Larrioda sá ekki markið sem Frank Lampard skoraði en skot hans fór greinilega yfir línuna. „Hann var sá eini á vellinum sem sá þetta ekki, fyrir utan kannski aðstoðardómarann,“ sagði Lamp- ard eftir markið. Rosetti gaf Argentínu mark þegar Carlos Tevez kom þeim yfir en hann var rangstæður þegar hann skoraði. Reyndar er báðum dómurunum refsað fyrir mistök aðstoðardómara sinna. Mistökin leiddu til þess að Sepp Blatter, forseti FIFA, sá sig knúinn til að biðja knattspyrnu- sambönd Englands og Mexíkó afsökunar. Malímaðurinn Koman Couli- baly sem dæmdi af löglegt mark Bandaríkjanna gegn Slóvenum og Frakkinn Stephane Lannoy sem gaf Kaká glórulaust rautt spjald hafa einnig verið sendir heim. - hþh Fjórir dómarar sendir heim: Refsað fyrir mistök á HM SENDUR HEIM Larrionda ásamt Lampard í leiknum fræga. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Evrópumeistarar Spán- verja bókuðu farseðilinn í 8-liða úrslit HM með 1-0 sigri á Portú- gal í gær. David Villa sá um bók- unina, hann skoraði sitt fjórða mark á HM sem reyndist nóg til sigurs. Í gær voru liðin tvö ár upp á dag frá því að Spánverjar hömp- uðu Evrópumeistaratitlinum. Gott gengi þeirra hélt áfram en það verður að segjast eins og er að mótherjinn olli vonbrigðum. Þar fór fremstur í flokki Cristi- ano Ronaldo sem náði sér aldrei á strik á mótinu. Hann virkaði eins og algjör meðaljón og komst lítt áfram. Hann fékk reyndar enga aðstoð en sóknarleikur Portúgals var í molum. Fyrir utan sjö marka burstið gegn liði Norður-Kóreu skoraði Portúgal ekki mark á HM. Þrátt fyrir að skora aðeins eitt mark í leiknum í gær voru yfir- burðir Spánverja miklir. Þeir sýndu skemmtilega takta með lipr- um sendingum og eftir eina slíka sókn skoraði Villa gott mark. Eduardo markvörður Portú- gals, varði glæsilega í aðdraganda marksins en Villa fylgdi á eftir og setti boltann í slána og inn. Margir leikmenn Spánverja voru góðir en þeir eiga Fern- ando Torres enn alveg inni. Hann hefur engan veginn fundið sig en hann er enn að ná sér af meiðsl- um. Raunar var ekki talið líklegt að hann byrjaði leikinn í gær en það gerði hann án þess að ná sér á strik. Spánverjar hafa ekki komist lengra en í átta liða úrslitin síðan á HM 1950 þegar þeir lentu í fjórða sæti. Nú mæta þeir liði Paragvæja í 8-liða úrslitunum og eru til alls líklegir. - hþh Sóknarleikur Portúgala enginn og Ronaldo var týndur í tapinu gegn Spáni í gær: David Villa skaut Spáni áfram KOSS Villa fékk koss frá Sergio Ramos eftir markið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.