Fréttablaðið - 30.06.2010, Side 38
26 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
Áhrif tónlistar, kvikmynda
og annarra skapandi greina
hafa aldrei verið kortlögð á
Íslandi. Nú hafa stjórnvöld
ákveðið að bæta úr því og
kanna hvaða áhrif skapandi
greinar hafa á þjóðarbúið í
efnahagslegu samhengi.
„Þetta er afar mikilvægt verkefni
til þess að meta samkeppnishæfni
og möguleikana til markaðssetn-
ingar skapandi greina erlendis til
framtíðar,“ segir Inga Hlín Páls-
dóttir hjá Útflutningsráði.
Unnið er að því í fyrsta sinn
að meta hagræn áhrif skapandi
greina á Íslandi. Colin Mercer,
alþjóðlegur sérfræðingur í hag-
rænum áhrifum skapandi greina,
vinnur verkið ásamt fræðimönn-
um við Háskóla Íslands.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir,
framkvæmdastjóri ÚTÓN og tals-
maður verkefnisins, segir
vinnuna sem er að hefjast
vera mikil gleðitíð-
indi fyrir skapandi
greinar á Íslandi.
„Að hluta til erum
við að bregðast
við athugasemd-
um úr „Grænu
skýrslunni“ sem
Norræna nýsköp-
unarmiðstöðin gaf
út undir heitinu
„Creative Econ-
omy Paper for
the Nordic Reg-
ion“ árið 2007,“
segir hún. Í skýrslunni kom meðal
annars fram að það sé mjög
óheppilegt að skapandi
greinar hafi ekki verið
kortlagðar á Íslandi með
kerfisbundnum hætti á
landsvísu.
Anna segir því mjög
ánægjulegt að stjórnvöld
og þeir sem sinna aðstoð
við útflutningsfyrirtæki í
landinu skuli nú taka þátt
í verkefni sem stuðlar að
heildrænni stefnumótun í
menningarviðskiptum og
fyrir þann ört vaxandi
atvinnuveg sem skap-
andi greinar eru.
atlifannar@frettabladid.is
> SENDI KYLIE SMS
Ástralski hasarkroppurinn Kylie
Minogue kom fram með hljóm-
sveitinni Scissor Sisters á Glaston-
bury-tónlistarhátíðinni í Bret-
landi um helgina. Jake Shears,
forsprakki Scissor Sisters, segist
hafa sent söngkonunni sms fyrir
nokkrum vikum þar sem hann
bað hana um að syngja með.
Kylie var ekki lengi að svara
með orðunum: „Hell yeah!“
Sérstakir styrktartónleikar verða
haldnir til styrktar Ellu Dís sem
er langveik, fjögurra ára gömul
stúlka.
Þar sem Ella Dís er ósjúkdóms-
greind fær hún enga aðstoð frá
ríkinu til að standa undir kostn-
aði við stofnfrumumeðferð. Hún
hefur nú þegar farið í eina stofn-
frumumeðferð og til stendur að
Ella Dís fari í aðra slíka meðferð
en kostnaður við hana er mikill
og því var brugðið á það ráð að
styrkja fjölskyldu Ellu Dísar með
fjársöfnun.
Ósk Matthíasdóttir stendur
fyrir símasöfnun þar sem hægt
er að hringja inn og styrkja um
þrjár mismunandi upphæðir og
eru styrktarsímanúmerin 907-3701
(1.000 krónur) 907-3702 (2.000) og
907-3703 (3.000).
Rósalind Gísladóttir óperusöng-
kona stendur fyrir tónleikunum
sem hefjast klukkan 20.00 í Graf-
arvogskirkju. Á meðal þeirra sem
fram koma eru Gissur Páll Giss-
urarson, Vala Guðnadóttir, Þóra
Einarsdóttir og Óp hópurinn.
Aðgangseyrir er 2.000 krónur og
rennur sú upphæð beint í sjóð til
styrktar Ellu Dís.
Styrkja Ellu Dís
milljónum króna verður
varið í að greina
og meta hag-
ræn áhrif skapandi
greina á Íslandi.
HEIMILD: ÚTÓN
7
Kortleggja hverju skapandi
greinar skila þjóðarbúinu
GULLKÁLFAR? Búast má við að uppgangur Sigur Rósar síðustu ár hafi haft mikil og góð efnahagsleg áhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÁNÆGJULEGT
Anna Hildur hjá
ÚTÓN segir ánægju-
legt að hagræn áhrif
skapandi greina
verði kortlögð.
Jennifer Hudson hefur nú í fyrsta
sinn opnað sig um hið hræðilega
atvik sem átti sér stað árið 2008,
þegar móðir hennar, eldri bróðir
og sjö ára frændi hennar fundust
myrt.
„Þetta er allt í móðu, þetta var
svo óraunverulegt,“ segir leikkon-
an. „Í raun var eins og ég stæði
fyrir utan sjálfa mig.“
Söngkonan segist hafa eytt um
tveimur vikum inni í herbergi og
fjölskylda og vinir komið til henn-
ar. Hún bað til Guðs þegar hún
vaknaði á morgnana og áður en
hún lagðist niður á kvöldin. Hud-
son kom fyrst fram á Grammy-
verðlaunaafhendingunni árið 2009
eftir atvikið. Þar söng hún lagið
You Pulled Me Through og segir
hún það hafa gefið henni styrk.
„Ég var að hugsa um fjölskyldu
mína þegar ég söng þetta lag. Ég
gat heyrt í bróður mínum í hugs-
unum mínum þar sem hann sagði:
„Jennifer, þú þarft að negla þetta!
þú þarft að fara upp á svið og gera
þetta.“ Ég vissi að hann yrði von-
svikinn ef ég myndi ekki gera mitt
allra besta,“ segir söngkonan. - ls
Hudson opnar sig í fyrsta sinn
STERK SÖNGKONA Hudson segir atvikið
vera í móðu og allt hafi verið svo óraun-
verulegt.
Aðdáendur Leonardo DiCaprio geta nú
jafnvel átt von á því að sjá sjarmatröllið í
kjól í hugsanlegri kvikmynd DiCaprio
þar sem Clint Eastwood mun sitja
í leikstjórasætinu. Myndin sem
um ræðir mun fjalla um J.
Edgar Hoover, fyrsta forstjóra
FBI í Bandaríkjunum. Mynd-
in mun ekki aðeins fjalla um
þátt hans í hinum ýmsu stór-
atburðum í sögu Bandaríkj-
anna heldur einnig einkalíf
hans, en margir vilja meina
að Hoover hafi verið samkyn-
hneigður og klæðst kjólum
heima fyrir. Það verður spenn-
andi að sjá hvað DiCaprio tekur
sér fyrir hendur ef af myndinni
verður og hvort kauði taki sig vel
út í kjól.
Kyntröll í kjól?
Leikkonan og þokkadísin Megan
Fox er gengin í það heilaga með
leikaranum Brian Austin Green.
Parið mun hafa fest ráð sitt í lítilli
athöfn á paradísareyjunni Hawaii
í síðustu viku. Parið kynntist og
trúlofaðist fyrst árið 2006 en slitu
henni svo í fyrra. Nú virðist ástin
hafa blossað upp á ný og allt í
blóma.
Brian Austin Green er hvað
þekktastur fyrir hlutverk sitt í
sjónvarpsþáttunum 91210 Bever-
ly Hills sem voru vinsælir á tíunda
áratugnum en Megan Fox skaust
upp á stjörnuhimininn eftir kvik-
myndina Transformers og er
talin með kynþokkafyllstu konum
heims.
Fox er gengin út
GIFT Megan Fox giftist Brian Austin
Green í síðustu viku.
„Ég náði meira að segja að troða Íslend-
ingi í verkið, sem ég leik sjálfur,“ segir
leikaraneminn Einar Aðalsteinsson.
Einar tekur nú þátt í lokasýningu
breska leiklistarskólans Lamda, en
hann útskrifast í sumar. Verkið er eftir
skáldið Mark Ravenhill sem samd
meðal annars hið umdeilda Shopping
and Fucking, sem hefur verið sýnt víða
um heim.
„Á hverju ári eru þekkt leikskáld
og rithöfundar fengnir til að koma inn
og vinna með okkur yfir skólaárið,“
segir hann. „Við fengum Mark í fyrra.
Hann setti okkur í rannsóknarvinnu
þar sem við skoðuðum kjöt, peninga
og Jesú. Nú er hann svo búin að
skrifa leikrit út frá rannsóknunum.“
Einar er einn af átta nemendum við
skólann sem valdir voru til að leika í
sýningunni. Hann leikur þrjú hlutverk
í verkinu en allir nemendurnir taka að
sér þrjú hlutverk nema sá sem leikur
aðalhlutverkið.
Einar útskrifast ímeð Harry Mell-
ing sem lék í Harry Potter-myndunum.
Sebastian Reid útskrifast einnig en
hann er um þessar mundir að leika í
nýrri mynd Roland Emmerich, leik-
stjóra Independence Day. Á síðasta ári
útskrifaðist úr sama skóla Sam Claflin,
sem leikur nú í nýrri mynd um sjóræn-
ingjann Jack Sparrow í Pirates of the
Caribbean. -ls
Tróð Íslendingi í verk Ravenhills
SÝNING MEÐ MARK RAVENHILL Einar æfir nú
útskriftarverk sem leikskáldið Mark Ravenhill
skrifar. MYND/VIKTOR ÖRN
STYRKTARTÓNLEIKAR Allur ágóði tónleikanna rennur í sjóð til styrktar Ellu Dís.