Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég er algjör reynslufíkill og vil prófa eitthvað nýtt og spennandi en það var líka góð reynsla að kynn- ast andlegu hliðinni á lífinu,“ segir Hinrik Ólason sem dvaldi í tæpt ár í Suður-Taílandi í bænum Hat Yai. Undir lok dvalarinnar kynntist hann lífi munka af eigin raun. „Það var fyrir tilviljun en tveir munkar héldu fyrirlestur um búdd- isma í skólanum. Ég fór að spjalla við þá um lífið og tilveruna og upp- lifði þá í fyrsta skipti á ævinni að hamingjan kemur innan frá. Þess- ir menn áttu ekkert nema upplit- aðan dúk sem þeir vöfðu um sig og höfðu ekki verið með kvenmanni í tugi ára. Samt hlógu þeir eins og vitleysingar og reyttu af sér brandarana! Það endaði með því að annar þeirra bauð mér að ger- ast lærisveinn sinn. Ég sló bara til og rakaði af mér allt hárið og augabrúnirnar,“ segir Hinrik, sem gekk í gegnum vígsluathöfn, lærði bænir á fornindversku og gerðist í raun munkur í mánuð. „Við sváfum á beru steingólfinu með flugnanet yfir okkur í klaustr- inu. Dagurinn byrjaði klukkan 4 með kaldri sturtu, svo tók við bænastund. Eftir það fórum við ölmusugöngu en Taílendingar vilja gefa munkunum mat til að öðlast gott karma. Það var sterk upplif- un að sjá fólkið koma út úr litl- um kofum, eigandi enga peninga og gefa okkur af matnum sínum í trú á eitthvað gott.“ Hinrik borðaði aðeins ávexti í klaustrinu og fastaði hálfan daginn. Hann segir sér þó ekki hafa orðið meint af. „Ég var auðvitað aðeins sjúskaður þegar ég kom heim en aldrei þreyttur eða veikur. Svo var ég fljótur að ná mér aftur upp með skyri og rjóma þegar ég kom heim.“ En hefur Hinrik haldið munka- lífinu áfram heima á Íslandi? „Nei, ég er ekki munkur í dag. Ég lifi ekki skírlífi eða neitt þannig,“ segir hann hlæjandi. Hann reikn- ar með því að heimsækja Taíland aftur við tækifæri og heldur sam- bandi gegnum netið. „Munkur- inn sem ég var lærisveinn hjá er til dæmis á Facebook. Ég spjalla reglulega við hann og á örugglega eftir að heimsækja Taíland aftur.“ heida@frettabladid.is Gerðist munkur í mánuð Hinrik Ólason, flokksstjóri í unglingavinnunni á Akureyri, dvaldi um tíu og hálfs mánaðar skeið í Taílandi sem skiptinemi. Hinrik er óhræddur við að prófa nýja hluti og kynntist meðal annars klausturlífi munka. Hinrik Ólason rakaði af sér hárið og augabrúnirnar og gerðist munkur í mánuð í Taílandi. MYND/ÚR EINKASAFNI KAJAKFERÐIR býður upp á ferðir um lón einnar fegurstu fjöru á Íslandi og vatnasvæðið vestan byggðar- innar á Stokkseyri. Sjá www.kajakferdir.is Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is ÚTSALA Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18 Lokað á laugardögum Enn meiri verðlækkun 40%50% Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.