Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 3jaðarsport ● fréttablaðið ● ● KLIFURMARAÞON Á HNAPPAVÖLLUM Klifurhúsið stend- ur fyrir svokölluðu Hnappavallamaraþoni í klifri dagana 9.-11. júlí á Hnappavöllum í Öræfasveit. Keppt verður í parakeppnum undir þem- anu Gettóblaster. Keppendur koma með sína eigin tónlist sem ætlunin er að spila á fullum styrk meðan á keppni stendur og gefin verða stig fyrir bæði klifur og tónlist. Keppendur þurfa að koma með eigin búnað og er einhverrar reynslu krafist til að geta tekið þátt. Þátttökugjald er 1.000 krónur og er innifalið í því kvöldmatur og heitt kakó. Keppnin hefst klukkan 9 að morgni og klifrað verður til klukkan 21.21. Eftir það tekur við heimsmeistarakeppni í veiðimanni. Um fimm tíma tekur að keyra frá Reykjavík að Hnappavöllum og eru keppendur á eigin bílum. Hægt verður að sameinast í bíla en skráning er hafin í Klifurhúsinu, Skútuvogi 1G. Einnig er hægt að kynna sér klifur- íþróttina á vefsíðunni www.klifurhusid.is og www.klifur.is arctictrucks.is Mótorhjólafatnaður Kletthálsi 3 - 110 Reykjavík - sími 540 4900 Ó s e l t ● MEÐ ÁRINA AÐ VOPNI GEGN NÁTTÚRUÖFLUNUM Fyrirtækið Arctic Rafting býður upp á flúðasiglingar á fimm stórfljótum á Íslandi: Hvítá, Markarfljóti, Hólmsá á Suðurlandi, Jökulsá eystri og Jökulsá vestri á Norðurlandi. Flúðasigling niður Hvítá er með vinsælustu ævintýraferðum á Íslandi og fullkomið fjölskyldufjör. Á Jökulsá vestri er farið á vit ævintýranna og vinabönd styrkt, en klikkuð tryllingsferð farin niður Hólmsá. Á Markar- fljóti er siglt gegnum ægifögur gljúfur og framhjá Þórsmörk sem er umkringd jöklum, og á Jökulsá eystri er glímt við grimm náttúruöfl og mest krefjandi straumá landsins. Í flúðasiglingu sitja fjórir til tólf þátttak- endur saman í uppblásnum raft-báti ásamt leiðsögumanni. Í samein- ingu þræðir hópurinn flúðir og gljúfur. Allir klæðast blautgöllum, björgunarvestum og hjálmum og hægt er að velja um mismun- andi erfiðleika- stig siglinga. Komdu með miðann og fáðu 15% afslátt á öllum stöðum! Valdimar Thorlacius smíðar brimbretti í frístundum sínum. Hann er frumkvöðull í smíði brimbretta sem ætluð eru til notkunar á Íslandi. „Ég hef verið að smíða brimbrettin fyrir ferða- fyrirtæki í Hveragerði og fyrir félaga mína,“ segir Valdimar Thorlacius sem hefur verið að smíða brimbretti í frístund- um sínum eftir pöntun- um. Valdimar er sá eini sem smíðar brimbretti á Íslandi í dag. Valdimar segist taka mið af íslenskum að- stæðum við smíði brimbrettanna. „Þau eru hönnuð fyrir brim- bretta iðkun hérna heima. Ég tek mið af öld- unum og þeim aðstæð- um sem eru hérna,“ segir Valdimar en mismunur hönnun- ar bretta felst aðal- lega í ölduhæð sjáv- arins á brimbretta- iðkunarstaðnum. Inntur eftir því af hverju hann hafi byrjað smíð- ina segir hann: „Bara áhugi. Það vantar bretti hérna heima. Mig vantaði bretti og það er of dýrt að flytja þau inn og ég hafði tæki- færi til að smíða þau þannig að ég ákvað bara að byrja á því.“ Valdimar smíðar brettin frá grunni og þau eru gerð úr ein- angrunarplasti. „Ég hef farið út til Kaliforníu og kynnt mér smíði brimbretta í verksmiðju þar. Ég skoðaði aðferðirnar hjá þeim,“ segir Valdimar sem lagði í það ferðalag fyrir um ári. Hann segir að það þurfi enga sérstaka mennt- un til smíði brimbretta. „Ég hef bara verið að vinna við smíði í mörg ár.“ Valdimar annar eftirspurn eins og er. En hefurðu áhuga á því að leggja þetta fyrir þig? „Já, það væri gaman. Ég myndi alveg endilega vilja flytja brettin út og stækka framleiðsluna ef það er hægt.“ - mmf Smíðuð fyrir íslenskar öldur og aðstæður Valdimar fór til Kali- forníu að kynna sér brimbrettasmíði. MYND/ÚR EINKASAFNI Valdimar Thorlacius er eini brimbrettasmiður Íslands í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.