Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 18
18 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR Ég myndi telja það afskap-lega ósanngjarna niðurstöðu ef samningsvextirnir verða látn- ir standa.“ Fráleit niðurstaða að myntkörfulánasamningarnir standi óbreyttir án gengistrygg- ingar.” Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra um hin ólögmætu gengis- tryggðu lán, 25. júní, 2010. „Því miður bendir allt til þess að ekki sé hægt að snúa við þeim gjörningi stjórnar gamla Kaup- þings að fella niður persónuleg- ar ábyrgðir stjórnenda bankans á lánum [sem þeir fengu til hluta- bréfakaupa].“ Gylfi Magnússon, viðskiptaráð- herra, á Alþingi 15. júní, 2009. „Það þarf að afskrifa einhverjar skuldir ... þannig að það eru ein- hverjir nýir eigendur sem fá fyr- irtækið með lægri skuldum eða fyrrverandi eigendur geta komið með nýtt eigið fé – þá má svo sem semja við þá líka ... og ekkert sem bendir til annars en að það gangi nokkurn veginn upp.“ Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra á aðalfundi Samtaka versl- unar og þjónustu, 20. mars 2009 Biblían lítur lánastarfsemi með peninga í hagnaðarskyni ekki hýrum augum (Deut. 23:30), og þessi fordæming bókarinnar góðu hefur lengi farið afskaplega í taug- arnar á þeim sem hafa það verk- efni með höndum að berja saman nútíma fjármálakerfi. Þrátt fyrir að kirkjuyfirvöld hafi á endanum látið af bókstaf- stúlkun ákvæða þetta varðandi – sennilega fór það fyrir hjartað á þeim að sjá lánveitendur í hópi Gyðinga hagnast – var þeirri hug- mynd haldið eftir að það að not- færa sér fátækt fólks væri ekki til þess fallið að skapa friðsælt þjóðfélag. Samkvæmt því var lánastarfsemi heimiluð, en aðeins gegn sanngjörnum gjöldum og ýmsar, uh, nýstárlegar, skulum við segja, innheimtuaðgerðir voru bannaðar. Í mörgum löndum, t.d. hinum vestræna heimi utan Íslands, hefur – í anda sanngjarnrar sam- keppni og með tilliti til neytenda- verndar – sú venja skapast að setja föst vaxtastig á háar lánaupphæð- ir, eins og fasteigna- og bifreiða- lán. Ef verðbólga er hærri en vaxtastigið hagnast lántakand- inn; ef vaxtastigið reynist hins vegar mun hærra en verðbólga getur lántakandinn skuldbreytt á lægra vaxtastigi. Þar sem bankinn hefur flest spilin á hendinni – veð- tryggingu, sérfræðiþekkingu, her- deildir af lögfræðingum og inn- heimtuaðila – þykir þetta aðeins sanngjarnt. Á Íslandi er það hins vegar lög- vernduð háttsemi að verðtryggja, eða verðbólgutengja, fasteigna- og bílalán – í reynd öll bankalán. Þetta leggur alla áhættuna af lán- tökunni á lántakandann og trygg- ir að bankinn getur aldrei tapað; bankinn mun aldrei þurfa að bera áhættu af láninu. Neytendur eru ekkert sérstak- lega hrifnir af þessu kerfi og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að komast hjá því að tryggja stöðugt hagnað bankanna. Mynt- körfulánin virtust bjóða upp á slíkan möguleika og meðan allt lék í lyndi fyrir hrun virtist þessi lánastarfsemi vera frábær leið til að stinga fingrinum framan í bankana. En bankarnir komust ekki í núverandi stöðu með því að fremja handahófsgóðverk. Þó það ætti að hafa verið lögfræðingaherdeildum lánastofnana augljóst var þessi lánastarfsemi gróflega í andstöðu við ákvæði laga 38/2001 um verð- tryggingu sparifjár og lánsfjár. Nú eftir að Hæstiréttur Íslands hefur bent á þennan óþægilega sannleika veit enginn hvað gera skal. Voru lánin ólögmæt ab init- io? Ætti að breyta þeim frá byrj- un? Á að skila veðtryggingunni sem tekin var af lántakendum í vanskilum? Á að krefjast endur- greiðslu illa fenginna lánatengdra gjalda og kostnaðar og ofgreiddra afborgana? Hugmyndin um siðferðilega áhættu (e. moral hazard) á hér við á báða bóga. Lántakendur höfðu a.m.k. einhverja hugmynd um áhættuna sem þeir tóku; ekki var tryggt að gengið myndi allt- af vera þeim í hag. Á hinn bóginn voru lánastofnanir í algjörri yfir- burðastöðu til að gera sér grein fyrir lögmæti – eða ólögmæti eins og nú er ljóst – þessara lána. Þessi lán hafa valdið miklum vanda. Að létta áhættubyrðinni af lántakendum er skárri af tveimur vondum kostum í málinu. (Þykj- ustu)Sérfræðiþekking bankanna mátti og hefði átt að bjarga þeirra skinni. Og bankarnir eru í stöðu til þess að endurheimta tjón sitt af lögmönnum sem kvittuðu fyrir þessa lánastarfsemi, en neytend- um standa engin önnur úrræði – að venju – til boða. Ef bankar og lánastofnanir eru ekki neydd til að taka á sig eitt- hvað af áhættunni í fjárhags- kerfinu, hafa þessir aðilar hvorki ástæðu né hvata til að tryggja að þeir hafi á sínum snærum skyn- sama ráðgjafa, þrói með sér skynsamlegar starfshætti, eða – mikilvægast af öllu – að þeir fari að lögum. Græða almennir lántakendur? Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finn-bogadóttur til forseta, og sýndu með því ein- dæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin til- verknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er ein- mitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynn- ast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönsku- kennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarf- andi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörða- sendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hug- vísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknar- færi fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttar- efnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamið- stöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi: þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varð- veitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum. Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kom- inn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Mál- fríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnboga- dóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika. Draumur Vigdísar Gengislán Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur Alþjóðleg miðstöð tungumála Ragnheiður Jónsdóttir formaður STÍL Útkall –F2-Gulur – bátur vélar-vana“ eða „Útkall –F2-Gulur – bátur dottinn út úr tilkynninga- skyldu“ eru útköll sem björgunar- aðilar hafa fengið í vaxandi mæli eftir að vora tók. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, skipa- og flugfloti Landhelgis- gæslunnar sem og skip og bátar á viðkomandi svæðum fara þegar til aðstoðar eða leitar að viðkomandi bátum. Halda menn ekki aftur til hafnar fyrr en vandamálið hefur verið leyst og hafa þá margir tugir manna komið að lausn málanna hverju sinni. Björgunaraðilar á Íslandi hafa aldrei talið það eftir sér að fara til aðstoðar eða leitar og geta sjómenn þakkað það fórn- fúsa starf sem allir þessir aðilar fara í hvenær sem kall berst. Það er sannarlega áhyggjuefni þegar mikil aukning verður á útköllum sem þessum og er ekki laust við að unnt sé að tengja þetta við hinar svokölluðu strandveiðar. Margir bátar, sem ekki hafa hald- ið út til veiða til margra ára, láta nú úr höfn en þrátt fyrir ítarleg- ar skoðanir sem bátarnir fara í gegnum til að öðlast haffæri bila hlutir þegar á þá fer að reyna að einhverju ráði sökum notkunar- leysis. Nú er annað árið í strandveiðum hafið og er stórum flota smábáta róið til að ná að landi þeim 6.000 tonnum sem heimilt er að veiða. Afli sem ekki skiptist niður á ein- staka báta heldur „fyrstur kemur – fyrstur fær“ upp að 650 kg í hverri veiðiferð. Því til viðbótar fá menn aðeins að sækja þennan afla frá mánudögum til og með fimmtudaga. Af þessu má því ráða að óneitanlega keppast menn við að komast sem fyrst í veiði, áður en aflamagn viðkomandi svæðis klárast, og því hætta á að menn freistist m.a. til að leggja af stað þótt veður geti verið hryssingslegt fyrir viðkomandi bátastærð. Einn viðmælandi minn, sem þjónustar stóran hluta þessa strandveiðiflota, hafði á orði við mig að innan um í þessum hópi væru einstaklingar sem lítið eða ekkert hefðu komið nálægt veið- um sem þessum og er það sannar- lega mikið áhyggjuefni. Engum er þó heimilt að fara til veiða nema með réttindi til stjórnar viðkom- andi bát sem og lágmarksþekk- ingu á vélbúnaði. Þrátt fyrir að slík menntun sé til staðar gætu hafa liðið tugir ára síðan þeirra réttinda var aflað og þau í raun aldrei verið notuð til sjós. Þar sem ekki er lögskráð á þessa báta falla þeir utan við þá kröfu að þeir sem um borð eru hafi sótt öryggis- fræðslu og að hún sé eigi eldri en fimm ára. Það er afar mikilvægt í eins hættulegu umhverfi sem sjór- inn er að þeir sem hann stundi hafi sem fyllstu þekkingu á þeim hætt- um sem þar leynast og hvernig menn eigi að bera sig að ef óhöpp henda. Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni allra þeirra sem eru vakandi yfir öryggi þessa flota. Alþingi hefur nýlega samþykkt ný lögskráningalög sjómanna sem munu taka gildi 1. nóvember nk. Þá munu lögin ná til allra skrán- ingaskyldra skipa sem gerð eru út í atvinnuskyni en fram til þessa náðu lögin einungis til skipa yfir 20 brúttótonnum. Strandveiðiflot- inn er nánast allur undir þessum mörkum. Í lögskráningalögun- um er lögð öryggisfræðsluskylda á alla þá sem lögin ná til og mun því sú krafa ná til strandveiðiflot- ans frá og með næsta úthaldi. Og meira kemur til því endurmennt- unar er einnig krafist og þá eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Þeir sem þar af leiðandi hafa áður sótt námskeið við Slysavarnaskóla sjó- manna þurfa þá að sækja endur- menntun í öryggisfræðslu hafi liðið lengri tími en fimm ár frá námskeiði. Öryggisfræðsla sjó- manna hefur sannarlega sýnt hversu mikilvægur þáttur hún er í daglegu lífi sjómannsins. Með til- komu hennar fækkaði banaslysum sem og öðrum slysum umtalsvert og þeir eru ófáir sjómennirnir sem hafa lýst því í kjölfar atvika að sú þekking hafi bjargað lífi þeirra á neyðarstundu. Samkvæmt vef Fiskistofu sóttu 469 bátar veiðar í strandveiði- kerfinu í maí og í júní voru þeir komnir í 615. Það er ljóst að mik- ill fjöldi manna, sem ekki eru á sjó að staðaldri, verða á sjó í sumar og því mikilvægt að þeir hafi öryggið í fyrsta sæti. Veður eru válynd við Íslandsstrendur jafn- vel yfir sumarmánuðina og því til viðbótar er sjávarhitinn á bilinu 6 til 12° á Celsíus. Örlítið aðgæslu- leysi getur því reynst afdrifaríkt. Beini ég því til strandveiðisjó- manna að huga vel að viðhaldi og eftirliti með vélbúnaði, sækja sér menntun og kunnáttu í meðferð báta og öryggisbúnaðar sem og að gæta ýtrustu varkárni við sjó- sókn jafnvel þótt sumarveðráttan eigi að vera sú besta sem völ er á. En síðast og ekki síst að muna eftir tilkynningaskyldu íslenskra skipa og hafa hlustvörslu á rás 16 meðan á sjóferð stendur. Stundum öruggar strandveiðar við Íslands- strendur. Öruggar strandveiðar Öryggi sjómanna Hilmar Snorrason skólastjóri Slysvarnaskóla sjómanna Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar Siemens ryksugur á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.