Fréttablaðið - 30.06.2010, Side 12
12 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Ísland og ESB
Andstaða við umsókn
Íslands að Evrópusam-
bandinu er áberandi þessa
dagana. Í raun má segja að
Samfylkingin hafi einangr-
ast í stuðningi sínum við
aðildina. Lítilla tíðinda er
þó að vænta fyrr en í fyrsta
lagi í haust.
Sé eitthvað sem stendur upp úr,
eftir flokksfundi síðustu helgi, er
það andstaðan við aðild Íslands að
Evrópusambandinu. Tveir flokk-
ar, þar af annar stjórnarflokkanna,
tóku málið fyrir og þrátt fyrir mis-
munandi afgreiðslu má ljóst vera að
andstæðingum aðildar vex fiskur
um hrygg.
Kauðaleg staða
Vinstrihreyfingin grænt framboð er
í ríkisstjórn sem sótti um aðild að
Evrópusambandinu. Því áttu marg-
ir flokksmenn erfitt með að kyngja,
enda hefur flokkurinn ekki farið
í grafgötur með andstöðu sína við
aðild. Það var hins vegar metið svo
að til að hægt yrði að mynda stjórn
með Samfylkingunni væri nauð-
synlegt að ná lendingu í þessum
málum.
Hún varð sú að sótt yrði um og
samningur síðan borinn undir þjóð-
ina. Flokksmenn beggja flokka
væru hins vegar frjálsir að því að
tala fyrir sannfæringu sinni í mál-
inu, þó það gengi gegn stefnu hins
flokksins.
Þetta hefur á stundum virkað
kauðalegt og nú þegar andstaðan
virðist fara vaxandi segja heimild-
armenn Fréttablaðsins að þetta verði
stjórninni óþægur ljár í þúfu. Það
muni reyna á samstarfið að helm-
ingur ríkisstjórnarinnar megi ekki
opna munninn án þess að níða ESB.
Þetta verði flokkunum mun þyngra
en ráð var fyrir gert.
Breytt valdahlutfall
Vinstri græn gáfu eftir aðildarum-
sókn til að mynda stjórnina; fórn-
uðu minni hagsmunum fyrir meiri,
að mati flokksmanna. Þá var stað-
an sú að Sjálfstæðisflokkurinn vildi
tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um
aðild og Framsóknarflokkurinn vildi
sækja um aðild að ákveðnum skilyrð-
um uppfylltum. Samfylkingin hafði
því um marga kosti að velja, þegar
kom að samstarfi í Evrópumálum.
Nú er öldin önnur. Sjálfstæðis-
flokkurinn vill draga umsóknina um
aðild til baka og innan Framsóknar-
flokksins gætir vaxandi óánægju
með það hvernig á Evrópumálun-
um er haldið. Samfylkingin hefur
því einangrast og valdahlutfallið
snúist við.
Margir innan Vinstri grænna
spyrja sig hvort þrýstingurinn sé
ekki kominn á Samfylkinguna. Hún
muni ekki sprengja stjórn vegna
Evrópumála, þar sem enginn annar
stjórnarkostur sé í boði.
Raunar telja mörg Vinstri græn
það happ að stefna flokksins um tvö-
falda þjóðaratkvæðagreiðslu varð
ekki ofan á. Hefði þjóðin samþykkt
að sækja um aðild hefði verið erfitt
fyrir forystumenn flokksins að tala
gegn því.
Það er því spurning hvort Sam-
fylkingin hafi gert mistök með því
að keyra málið í gegn án þess að
leita samþykkis þjóðarinnar. Þá
væri málið geirneglt og allt tal um
að draga umsókn til baka væri gegn
lýðræðislegum vilja þjóðarinnar.
Breyting gagnvart Evrópu
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
klofinn í Evrópumálum um nokkra
hríð. Þeir sem voru hlynntari Evr-
ópusambandinu þóttu standa með
pálmann í höndunum þegar for-
ystuna skipuðu þau Bjarni Bene-
diktsson og Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, sem bæði höfðu lýst yfir
áhuga á að kanna upp á hvað sam-
bandið byði. Hið sama höfðu áhrifa-
miklir þingmenn gert, til dæmis
Illugi Gunnarsson.
Svo virðist sem Evrópusinnar hafi
sofið á verðinum fyrir landsfundinn
um síðustu helgi. Þeir sem Frétta-
blaðið ræddi við í aðdraganda hans
bjuggust ekki við neinum sérstök-
um tíðindum og forsíðufrétt Frétta-
blaðsins um að í undirbúningi væri
tillaga um að draga umsókn um aðild
til baka vakti athygli og sumir töluðu
um hana sem uppspuna.
Reyndin varð sú að andstæðingar
umsóknar lögðu slíka tillögu fram
og hún var samþykkt. Flokkurinn
hefur því þá opinberu stefnu að
draga aðildarumsóknina til baka.
Evrópusinnar óánægðir
Niðurstaða fundarins hleypti illu
blóði í Evrópusinnaðri arm flokks-
ins. Umræða fór strax af stað um
að einhverjir myndu kljúfa sig
úr flokknum og mynda nýjan. Sú
umræða virðist hins vegar ekki rista
mjög djúpt.
Hugmyndin líður kannski helst
fyrir það að enginn þungavigtar-
maður hefur léð máls á stofnun nýs
flokks. Þeir sem nefndir hafa verið
til sögunnar, Sveinn Andri Sveinsson
og Guðbjörn Guðbjörnsson helstir,
eru frekar á jaðrinum og hafa ekki
nægilega mikla vigt.
Þeir sem gætu dregið til sín fylgi
bíða átekta og sjá til. Viðkvæðið er
í þá veru að þeir vonist til að um
flóðbylgju sé að ræða sem muni
sjatna. Samþykkt landsfundarins
muni því ekki hafa varanleg áhrif
og flokkurinn rétta kúrsinn af.
Komi hins vegar til þess að flokk-
urinn gangi til kosninga undir slíkri
stefnu geti komið annað hljóð í
strokkinn hjá Evrópusinnuðum sjálf-
stæðismönnum. Lítil löngun sé til
þess að fylgja flokki í kosningabar-
áttu með harða andstöðu gegn Evr-
ópusambandinu á stefnuskrá sinni.
Rétt er þó að benda á að löngum
hefur verið talað um klofning innan
Sjálfstæðisflokksins sem sjaldan
hefur orðið af.
Minni áhugi
Framsóknarflokkurinn hefur verið
hlynntur umsókn um ESB-aðild, en
þó að ákveðnum skilyrðum uppfyllt-
um. Þau skilyrði eru ítarleg og varð
sumum það að orði þegar þau komu
fram að þau væru svo ströng að ljóst
væri að um höfnun á aðild væri að
ræða. Flokksforystan hefur þó ítrek-
að að hún vilji skoða málið, en standa
vörð um skilyrðin.
Mörgum innan flokksins þykir
sem viðræðuferlið snúist fullmikið
um aðlögun að sambandinu. Geng-
ið sé út frá því að Ísland gangi inn,
sem er kannski eðlilegt í ljósi þess
að landið sótti um aðild.
Heimildarmenn Fréttablaðsins
innan flokksins segja að minni
áhugi sé á meðal flokksmanna nú
varðandi aðildina. Mörgum þykir
einsýnt að skilyrði flokksins muni
ekki halda og því sé í raun sjálfhætt
í viðræðum.
Þess má geta að samkvæmt skoð-
anakönnununum eru æ fleiri á því að
draga eigi umsóknina til baka.
Tíðinda að vænta í haust
Vinstri græn vísuðu tillögunni um að
draga umsóknina til baka til nefnd-
ar. Samkvæmt heimildum blaðsins
er ætlunin að kortleggja málið og sjá
hvernig landið liggur varðandi við-
ræðurnar áður en nokkur ákvörðun
verður tekin. Af því verður þó varla
fyrr en í haust.
Þá vekur athygli að barátta Evr-
ópusinna hefur lítil sem engin verið.
Ein og ein grein hefur birst varð-
andi málið, en formleg barátta fyrir
aðild er engin hafin og mun trauðla
hefjast fyrr en í haust.
Hvort það er of seint fyrir stuðn-
ingsmenn aðildar kemur í ljós. And-
stæðingarnir virðast eiga sviðið
núna.
Evrópumálin í óvissu
DREGIN TIL BAKA Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á laugardag að draga ætti umsókn Íslands að Evrópusambandinu
til baka. Evrópusinnaðir flokksmenn eru ósáttir, en klofningur er ólíklegur að svo stöddu. . FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Kanilsnúðar
Íslenskur gæðabakstur - Tilbúinn í ofninn
FR
YS
TI
VA
RA
Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Ansell einnota hanskar
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki