Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 32
20 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Hansína Jóhannesdóttir Skúlagötu 40, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardag- inn 26. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðju- daginn 6. júlí kl. 13.00. Guðmundur Níelsson Þóra Þorvaldsdóttir Ásta Kristín Níelsdóttir Benedikt Sigurðsson Gunnar Níelsson Steina B. Níelsdóttir Herdís G. Jóhannesdóttir og ömmubörn. Móðir okkar, amma, langamma og systir, Ásta Ólafsdóttir Beck Snorrabraut 56 b, sem andaðist á Vífilsstöðum 21. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. júlí kl. 13. Ása Beck Ólöf Una Beck Ulf Beck Magnús Haukur Jökulsson Þórunn Magnúsdóttir Gyða Ólafsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gísli Sigurðsson frá Úthlíð, blaðamaður og listmálari, Löngulínu 14 Garðabæ, sem andaðist á Landspítalanum 27. júní sl., verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. júlí kl. 15.00. Jóhanna Bjarnadóttir Bjarni Már Gíslason Hrafney Ásgeirsdóttir Hrafnhildur Gísladóttir Jóhanna Bjarnadóttir Sverrir Már Bjarnason Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Ingibjargar Haraldsdóttur frá Patreksfirði, áður til heimilis að Arnarhrauni 4 í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans fyrir vinsemd og hlýhug og starfsfólkinu á 11 E færum við okkar bestu kveðjur fyrir einstaka alúð og umönnun. Pétur Ólafsson Arnbjörg Pétursdóttir Haraldur Ólafsson Óliver Pétursson Svandís Þorvaldsdóttir Kristín Petrína Pétursdóttir Sigþór J. Guðmundsson Haraldur Pétursson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Gísli Guðni Þorbergsson Eiðismýri 30, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 26. júní. Útförin fer fram frá Neskirkju 2. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurbjörg Valmundsdóttir Valmundur Steinar Gíslason Eyrún Ragnarsdóttir Íris Ósk Valmundsdóttir Gísli Steinar Valmundsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Hanna Ármann Sléttuvegi 17, sem lést mánudaginn 28. júní á Landspítalanum, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.00. Finnur Björnsson Valdís Ella Finnsdóttir Jónas Ólafsson Ólafur Jónasson Finnur Jónasson Elvar Finnur Grétarsson Heiðar Kristján Grétarsson Hannar Sindri Grétarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Fríða Helgadóttir Efstalandi 4, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 22. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 1. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minn- ast hennar er bent á líknarstofnanir. Magnús Gunnar Pálsson Þóra J. Hólm Bertha S. Pálsdóttir Sigurður Pálsson Hanna M. Baldvinsdóttir Svavar Pálsson Helgi Pálsson Pálína Reynisdóttir Málfríður Ágústa Pálsdóttir Páll Garðar Pálsson og ömmubörn. Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur stuðning og hlýhug í veikindum og við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Gunnars Gestssonar Heiðarbæ 13, Reykjavík. Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir Sigríður Lára Gunnarsdóttir Lýður Skúli Erlendsson Torfi Gunnarsson Grímur Gunnarsson og barnabörn. Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Úthlutað var úr Minningar- sjóði Magnúsar Ólafsson- ar í fyrsta sinn á dögun- um. Berglind Björnsdóttir ljósmyndari hlaut styrkinn en tilgangur sjóðsins er að styrkja ljósmyndun á Íslandi sem listgrein. Áætlað er að veitt verði úr sjóðnum þriðja hvert ár. „Ég ætla að verja styrkn- um í að gera ljósmyndabók um íslenskar konur. Bók sem ég vil að verði öðruvísi en þær ljósmyndabækur sem við sjáum venjulega,“ segir Berglind Björnsdótt- ir ljósmyndari. „Mig langar að ná íslenskum konum eins og þær eru í nútíma íslensku þjóðfélagi.“ Berglind segir að hún sé ekki sérstakur femínisti heldur finnist sér íslenskar konur spennandi viðfangs- efni. „Þær eru ekki bara fallegar heldur sterkar. Svo eru íslenskar konur rosa- lega sjálfstæðar sem ég tel vera arfleifð frá landnáms- konunum okkar og ég ætla mér jafnvel að fjalla um þær í texta líka.“ Berglind vill með mynd- um lýsa því hvað íslenskar konur dreymir um og lang- ar. Hún býst einnig við að einhver texti verði í bók- inni. Hún ætlar að vinna með konum á öllum aldri á öllum stigum þjóðfélagsins. „Ég réðst bara strax á tvær konur í World Class í gær. Mér fannst þær svo flott- ar,“ segir Berglind og heldur áfram: „Ég þarf að setjast niður og skrifa hvaða konur ég ætla að fá. Ég myndi vilja blanda þekktum og óþekktum konum saman.“ Berglind lærði ljósmynd- un í Bandaríkjunum, bæði í Flórída og Arizona. Hún hefur haldið talsvert af sýn- ingum en ekki gefið út ljós- myndabók áður. „Mér finnst eins og bók skilji meira eftir sig og sé varanlegri. Mig hefur dreymt um það lengi að gera ljósmyndabók.“ martaf@frettabladid.is STYRKUR VEITTUR: ÚR MINNINGARSJÓÐI MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR Bók um íslenskar konur ENGINN SÉRSTAKUR FEMÍNISTI „Það eru svo margar mikilvægar konur í lífi okkar allra,“ segir Berglind. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Laufey Valdimarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að fá stúdentspróf fyrir hundrað árum. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík með fyrstu einkunn. Hún hóf nám við Kaupmannahafnarhá- skóla en lauk ekki prófi þaðan. Laufey var dóttir hjónanna Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Valdimars Ásmundssonar, ritstjóra Fjallkonunnar. Laufey tók við formennsku af móður sinni árið 1927 og gegndi formennskunni til dauðadags árið 1945. Hún átti frumkvæði að stofnun nokkurra merkra félaga kvenna, þar á meðal Mæðrastyrksnefndar þar sem hún varð fyrsti formaður árið 1928. Laufey lést í París þegar hún var á leið á alþjóðaþing kvenna í Sviss. ÞETTA GERÐIST: 30. JÚNÍ 1910 Fyrsta konan verður stúdentMIKE TYSON ER 44 ÁRA Í DAG. „Það eru allir með sínar áætlanir, þar til þeir fá á kjaftinn.“ Mike Tyson varð heimsmeist- ari í boxi 22 ára gamall, yngst- ur allra til að hampa þremur heimsmeistaratitlum samtímis. Hann vann fyrstu 19 bardaga sína með rothöggi, þar af 12 þeirra í fyrstu umferð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.