Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 42
30 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímán- aðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta,“ segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka ein- hverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæf- ingu vegna þessa.“ Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síð- asta ári, í september og desem- ber, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til.“ Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá von- andi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör.“ En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná loka- sprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðn- ir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form.“ Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að lið- inu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarf- semi og því algerlega óljóst hvað gerist.“ Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadótt- ir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það – svona er þetta bara stundum í fótbolta,“ segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mik- inn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálf- sögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni.“ Ísland mætir Frakklandi í hrein- um úrslitaleik á Laugardalsvellin- um þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011. eirikur@frettabladid.is Get bara vonað það besta Dóra Stefánssdóttir mun af öllum líkindum missa af öllu tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Hún hefur ekkert getað spilað í sumar þar sem hún er með brjóskskemmdir í hné. Óvíst er hvort hún verður áfram í Svíþjóð. DÓRA STEFÁNSDÓTTIR Hér í leik með íslenska landsliðinu á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Paragvæ vann fyrstu víta- spyrnukeppni HM 2010 en Japan fór heim með sárt ennið. Leikmenn Paragvæs nýttu allar fimm spyrn- ur sínar en Japanar skutu í slána og þurftu svo ekki að taka síðustu spyrnu sína þar sem úrslitin voru ráðin. Leikurinn var hrútleiðinlegur og aðeins sláarskot Japana var nálægt því að verða að marki. Eftir bragðdaufar 120 mínútur komst Paragvæ svo áfram. „Við vorum óheppnir en við kennum engum um. Við vinnum sem heild og við töpum sem heild. Vítaspyrnukeppnir snúast yfirleitt um heppni og andstæðingar okkar höfðu heppnina með sér núna. Við erum vonsviknir að ná ekki lengra,“ sagði Keisuke Honda. Gerardo Martino, þjálfari Para- gvæja, fannst sitt lið betra heilt yfir. „Ég er fyrst og fremst ánægð- ur með að komast áfram. Þetta var mikill baráttuleikur og liðin gáfu fá færi á sér. Það er eðlilegt þegar komið er svona langt á HM. Ég er mjög stoltur af strákunum,“ sagði þjálfarinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Para- gvæ kemst alla leið í átta liða úrslit. Liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fjórum leikjum. Jap- anar höfðu sett markið á að kom- ast í átta liða úrslitin og voru ekki langt frá takmarki sínu. - hþh Paragvæ komst áfram í 8 liða úrslitin á HM eftir sigur á Japönum í gær: Skotvissir Paragvæjar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum FÖGNUÐUR OG SORG Leikmenn Para- gvæs spretta til að fagna sigrinum í gær en Japanar sitja eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Ósykrað Hollur barnamatur fyrir 8 mánaða og eldri www.barnamatur.is Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið > Stórleikur kvöldsins á Akureyri Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stórleikur kvöldsins er á Akureyri þar sem Þór/KA tekur á móti KR. Norðanstúlkur eru í þriðja sæti deild- arinnar og KR í því fjórða. Topplið Vals sækir Grindavík heim og Breiðablik sem er í öðru sætinu mætir Haukum. Hafnarfjarðarliðið er í níunda og næstneðsta sæti. Grannar þeirra í Hafnarfirðinum, FH, eru neðstir en þær hvítklæddu mæta Stjörnunni í Krikanum. Þá heimsækja Fylkisstúlkur Mosfellsbæ og mæta þar Aftureldingu. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15 nema leikur- inn á Akureyri sem hefst klukkan 18.30. GOLF Hlynur Geir Hjartarson leið- ir stigalista Eimskipsmótaraðar- innar í golfi eftir sigur á Canon- mótinu um síðustu helgi. Hann er með góða forystu en Kristján Þór Einarsson er honum næstur. Í kvennaflokki hefur Valdís Þóra Jónsdóttir náð góðu forskoti, hún hefur unnið tvö mót og lent einu sinni í öðru sæti. - hþh Stigalisti Eimskips-mótaraðar: Hlynur Geir og Valdís í forystu HEITUR Hlynur hefur staðið sig vel í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Staðan: Karlaflokkur: Stig 1. Hlynur Geir Hjartarson (GK) 3129.38 2. Kristján Þór Einarsson (GKJ) 2655.00 3. Sigmundur E. Másson (GKG) 2431.88 4. Arnar Hákonarson (GR) 2259.38 5. Axel Bóasson (GK) 2182.50 6. Guðmundur Kristjáns. (GR) 2081.25 7. Sigurþór Jónsson (GK) 1800.00 8. Tryggvi Pétursson (GR) 1790.62 9. Ólafur Björn Loftsson (NK) 1779.38 10. Björgvin Sigurbergsson (GK) 1500.00 Kvennaflokkur: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) 4132.50 2. Ólafía Kristinsdóttir (GR) 2685.00 3. Ingunn Gunnarsdóttir (GKG) 2362.50 4. Tinna Jóhannsdóttir (GK) 2362.50 5. Signý Arnórsdóttir (GK) 2062.50 FÓTBOLTI Þrír leikmenn Fylkis voru dæmdir í leikbann af aga- nefnd KSÍ í dag auk þjálfarans Ólafs Þórðarsonar. Þetta eru Andrés Már Jóhannesson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Þórir Hannesson. Andrés fékk tveggja leikja bann vegna brottvísunar í leik Fylkis og Fram og Ásgeir þriggja leikja bann. Þórir fékk eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda en Ólafur þjálfari tveggja leikja bann. Þá fékk FH-ingurinn Gunnleif- ur Gunnleifsson eins leiks bann eftir brottvísunina gegn Stjörn- unni og Daníel Einarsson úr Haukum eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda líkt og KR- ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson. Selfyssingurinn Arilíus Mart- einsson og Atli Sveinn Þórarins- son og Baldur Aðalsteinsson úr Val fengu einnig eins leiks bann eftir að hafa fengið fjögur gul spjöld. - hþh Fylkismenn í leikbann: Fjórir í samtals sjö leikja bann Á HLIÐARLÍNUNNI Ólafur Þórðarson horfir á leikinn gegn Fram úr áhorfenda- stæðinu eftir að hafa fengið rauða spjaldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fylkismenn eru mættir til Hvíta-Rússlands þar sem þeir mæta Zhodino í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun. „Þetta var bara flug til Berlínar og svo í einn og hálfan tíma til Minsk. Þetta er alls ekki erfitt ferðalag og það væsir ekkert um okkur hér. Þetta lítur allt mjög vel út og betur en margur áætlar. Við vorum reyndar í tvo tíma að fara í gegnum vega- bréfaeftirlitið en það er nokkuð eðlilegt hérna skilst mér,“ sagði fyrirliðinn, Valur Fannar Gíslason. Það er mikið álag á liðinu sem spilaði gegn Grindavík á sunnudag þar sem liðið vann 2-1, það spilar svo á morgun og næst á sunnudaginn. „Sá leikur gæti reyndar verið færður fram á mánudag- inn en það skiptir ekki öllu máli, við eigum leik strax á fimmtudeginum eftir það en við vissum alltaf að þetta yrði svona,“ sagði Valur og liðið leikur því fjóra leiki á tólf dögum. Allir skiluðu sér með skó og farangur en liðið æfir í dag en var í fríi í gærkvöldi. Valur veit nákvæmlega ekkert um andstæðinginn og því fara Fylkismenn hálfblindir inn í leikinn. „Þeir hafa unnið tvo leiki af níu í deildinni og eru frekar neðar- lega þar. Þeir komust í keppnina af því þeir spiluðu bikarúrslitaleik við BATE en töpuðu samt,“ sagði Valur og bætti við að það væri lítið að finna á Youtube af liðinu. „Það frægasta sem við fundum var að dómari sem dæmdi einu sinni fullur dæmdi leik hjá þeim. Fjalar markmaður fann þetta á Netinu. En annars vitum við það lítið að við ætlum bara að fara rólega inn í leikinn, við vitum að hér er hefð fyrir góðum knattspyrnu- mönnum. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í og byrjum rólega en breytum svo bara ef við þurfum,“ sagði Valur Fannar. FYLKISMENN ERU Í HVÍTA-RÚSSLANDI TIL AÐ SPILA Í EVRÓPUKEPPNINNI: MÆTA ZHOPIDO Á MORGUN Fundum lítið af andstæðingnum á Youtube

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.