Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 24
 30. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● jaðarsport Að sögn Þorra er hægt að nota landbretti við ýmsar aðstæður allt árið um kring. Hefurðu heyrt um landbretti? Með þeim rúllarðu niður fjöll eða sendnar fjörur með dreka. „Við erum búnir að húrra niður öll fjöll fyrir vestan og maður er búinn að detta oft, en auðvit- að byrjar maður smátt áður en maður æðir á fullri ferð út í brjál- æðið,“ segir Þorri Gestsson fjalla- brettamaður sem stundað hefur landbretti undanfarin þrjú ár. „Landbretti eru tiltölulega stór um sig, með sjálfstæða fjöðrun og stórum „muddaradekkjum“, ekki ósvipað breyttum fólksbíl á stórum dekkjum. Við félagarnir sáum þetta auglýst og ákváðum að prófa, og höfum síðan látið okkur bruna allt sem við höfum komist á brettunum, en mest fer hraðinn upp í 30 til 40 kílómetra á klukku- stund,“ segir Þorri og vísar til fé- laga síns Eyjólfs R. Bjarnasonar en saman reka þeir vefverslun- ina Vindsport þar sem kaupa má landbretti. „Landbretti eru oft notuð með stórum flugdrekum, allt að tíu fer- metrum, sem draga þau áfram. Það sport hentar öllum, frá ömmu og afa niður í litla krakka. Það er hins vegar ekki allra að láta sig húrra niður fjallshlíðar og þeir sem aðhyllast slíkt sport hafa oftast staðið á hjólabretti áður, en byrja hægt á litlum hólum áður en þeir fara hærra og í harkalegra undirlag,“ segir Þorri. Hann segir landbretti með dreka fjölskylduvæna íþrótt. „Út- búnaðinn má fá í öllum stærðum og gerðum, og ákaflega gaman að fara sem hópur og láta vindinn tosa sig áfram,“ segir Þorri, en þegar vindur togar dreka áfram leggst brettamaður á móti drek- anum til að halda jafnvægi. „Töfrar flugdrekans felast í afli hans, en fólk gerir sér ekki grein fyrir þeim kröftum. Þetta er algjörlega umhverfisvænt sport og með ólíkindum hversu fáir stunda það miðað við þann fjölda sem brennir bensíni og mótorum í snjósporti. Með dreka fyrir brett- inu er maður miklu frjálsari, og vindurinn ræður engu því full- komin stjórn er á bæði brettinu og drekanum,“ segir Þorri. Samfélag land-, sjó- og snjó- drekamanna hérlendis telur færri en fingur beggja handa. „Þetta er svo nýtt sport að fáir vita af þessu, en ætti hiklaust að vera útbreiddara því þetta er frábær- lega gaman. Íslendingar eiga nóg af fjöllum til að æfa sig í og fjör- ur, því best er að hafa undirlag landbretta mjúkt og þétt. Því sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Ís- lendingar eignist stóran hóp hæfi- leikafólks sem keppt gæti á land- brettum við þá bestu úti í heimi.“ Þeir sem vilja prófa landbretti geta haft samband við Þorra á thorri@vindsport.is. - þlg Brjálað en bara gaman Anton Örn Arnarson, 19 ára hjólakappi, segir BMX- hjólamenninguna vaxandi á Íslandi. BMX-samband Ís- lands telur um 30 manns á bilinu 14 til 25 ára sem eru allir virkir. „Hópurinn er alltaf að stækka. Við vorum með sýn- ingu í Ráðhúsinu og Smáralindinni. Ætlunin er að fé- lagið geti haft tekjur af því að halda keppnir til að byggja æfingaaðstöðu,“ segir Anton en aðstöðuleysi hrjáir BMX-hópinn. Þeir rampar sem víða er að finna eru of litlir fyrir BMX og hópurinn hefur ekki fengið inni í Héðinshúsi á vegum ÍTR. „Við notum tröppur og veggi og aðstöðuna í 88 húsinu í Keflavík,“ segir Anton og bætir við að aðstöðuleysi hamli þátttöku erlendis. „Stefnan er að taka þátt í áhugamannakeppnum,“ segir Anton sem er með styrktaraðila. „GP gaf mér hjól og Mow Hawks-fatnað frá DC og Ölgerðin hefur styrkt mig. Svo verða myndbönd af mér send til DC til að sjá hvað þeir segja. Frábært væri að keppa úti.“ - rat Aðstöðuleysið er vandamál Anton Örn Arnarson BMX-hjólakappi stefnir á að taka þátt í áhugamannakeppnum erlendis. Mynd af stökkum hans má skoða á www.vimeo.com/anton. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR OPIÐ Í ALLT SUMAR Ferðaþjónustan BAKKAFLÖT Skagafirði River raftin g .is 245 Velkomin að Bakkaflöt ● HAFRAGRAUTURINN 2010 Hafragrauturinn 2010 er svif- vængjakeppni sem fer fram í Hafrafelli við Hafravatn laugardaginn 3. júlí. Þá fara svifvængjaflugmenn í grímubúninga og keppa í marklend- ingum, en búningar telja nánast fleiri stig en lendingarnar og verðlaun verða veitt fyrir besta búninginn. Dagskrá hefst klukkan 11 og stendur fram eftir degi, en síðdegis verður kveikt upp í grillinu fyrir gesti og gangandi. Mótið er kjörið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu og bæði nýir flugmenn og lengra komnir eru hvattir til að sameinast í Hafrafellinu og gera sér glaðan dag á þessari skemmtilegu hátíð. Þá er öllum áhugasömum velkomið að sækja Hafragrautinn og fylgjast með því sem fyrir augu ber. Þorri Gestssion fjallabrettamaður hefur stundað landbretti undanfarin þrjú ár. Landbretti er eitt af nýrri jaðarsportum á Íslandi og enn stundað af mjög fámennu samfélagi, en ætti að höfða til fólks á öllum aldri. NORDICPHOTOS/GETTY ● HEIMASÍÐA TILEINKUÐ JAÐAR- SPORTI Hrollur.is er heimasíða sem hefur að geyma alls kyns myndbönd sem tengj- ast jaðarsporti, svo sem bílasporti, vatna- sporti, hjólum, sleðum og brettum og geta notendur vefsíðunnar sjálfir sett inn myndbönd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.