Fréttablaðið - 30.06.2010, Qupperneq 22
30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR4
SUMARSKÓR ÞESSIR SKÓR frá Fendi voru á meðal þess sem sýnt var á barna-fatasýningunni Pitti Immagine Bimbo í Flórens á á dögunum.
30 % - 70 %
afsláttur af
öllum vörum
Laugaveg 54,
sími: 552 5201
ÚTSALAN ER HAFIN
Full búð af
nýjum sumarvörum
Laugavegi 53 • s. 552 3737
Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447
„Enginn árstími á Íslandi býður
jafn mikið upp á opna skó og háa
hæla eins og sumarið gerir og
Gyðja býður konum fullkomna
sumarskó, hvort sem þær vilja
klæða sig upp í fallegum sum-
arkjól og opnum bandaskóm eða
þröngum gallabuxum og falleg-
um pinnahælum við,“ segir Sig-
rún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður
og eigandi Gyðju Collection, spurð
um skótísku fyrirtækisins þegar
sumarsól kyssir íslenskar konur
og þær vilja skarta sínu fegursta.
„Við höfum fundið mjög sterk
viðbrögð frá áhugasömum konum
sem vilja poppa upp glamúrinn í
anda Sex and the City-kvenna eftir
að myndin fór í sýningu, en hún er
að mínu mati ein stór tískusýning
á háum hælum, opnum skóm og
áberandi fallegum fylgihlutum,“
segir Sigrún sem senn setur fram
nýja haustlínu Gyðju Collection
í verslanir hérlendis og er sífellt
að leggja undir sig
nýja markaði með
skóm sínum og
fylgihlutum sem
frægustu glam-
úrskvísur verald-
ar skarta á síðum
heimsblaðanna.
„Við erum alltaf
að bæta við teymið
okkar og nú að klára
samning við stór-
an dreifingaraðila á
Bretlandi. Ég hafði
ekki gefið Bretlandi
sérstakan gaum þar
sem áherslan hefur verið á
Bandaríkin, en þegar þess-
ir aðilar sóttust eftir leyfi
fyrir sölu og dreif-
ingu ákvað ég að
skoða þann mark-
að aðeins nánar
og leyfa þeim
að spreyta sig,
ekki síst þar
sem þeir hafa víð-
tæka reynslu og
góðar tengingar inn
á breska markaðinn.
Svona aðilar skoða
merki mjög vel áður
en þeir taka að sér að
selja og dreifa vörum,
en árangurinn verður að
koma í ljós. Ef viðbrögð
verða góð munum við eyða
smá púðri í markaðssetn-
ingu þar líka, því viðbrögð
hafa ekki látið á sér standa í
Bandaríkjunum þar sem við höfum
þegar hafið markaðssetningu og
sölu við fádæma undirtektir.“
Sigrún segir haustlínu Gyðju
Collection verða áfram með
áherslu á hælaskó, kristalla og
áberandi glamúr, en helsta nýj-
ungin, ásamt nýjum og glæsileg-
um sniðum, verði vörur úr íslensku
fiskroði sem vakið hefur mikla
lukku.
„Íslenska roðið er einstaklega
slitsterkt og gott hráefni, og því
mjög góð viðbót við línuna, en
hingað til höfum við aðallega notað
snákaskinn, hrosshár og kálfa-
skinn. Við höfum líka hafið þróun
á glænýrri Gyðju-vörutegund sem
við munum hefja sölu á í haust, en
það er spánný heildarhugmynd
sem lofar mjög góðu. Því miður er
fullsnemmt að ljóstra upp leynd-
armálinu til fulls, en þetta er nýj-
ung sem ekkert íslenskt fyrirtæki
hefur gert áður og alveg ný vöru-
tegund hjá Gyðju; hvorki skór, tösk-
ur né belti. Ég er því vægast sagt
spennt yfir þessari nýjung og afar
spennandi tímar fram undan bæði
hérlendis og erlendis, en við gerum
okkur vonir um að þetta muni hafa
mjög góð áhrif á markaðssetningu
merkisins erlendis.“
thordis@frettabladid.is
Bandaskór eru eins og skartgripur á
fæti og sjóðheitir við sumarkjóla og
stutt pils.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, skóhönnuður
og framkvæmdastjóri Gyðju Collection.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Landvinningar
á háum hælum
Skvísulegir hælaskór Gyðju Collection hafa slegið í gegn meðal fag-
urra kvenna og margra af frægustu skutlum heims. Enn bætast við
nýir landvinningar því merkið fer nú í verslanir á Bretlandseyjum.
Pinnahælar Gyðju úr snákaskinni eru einstaklega
flottir við þröngar gallabuxur og nude-litur fer
sólbrúnum leggjum sérstaklega vel.
Platformskór með opinni tá eru vinsælir í sumar.
Þessi týpa Gyðju er poppuð upp með kristöllum
og áberandi hæl.
Menn hafa notað
sandala í að minnsta
kosti 10.000 ár og
voru þeir meðal ann-
ars algengir á tímum
Grikkja og Egypta til
forna. Í dag eru sand-
alar vinsæll skófatnað-
ur á sumrin.
www.wikipedia.
org