Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 16
16 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Árlega deyja að meðaltali fjórar mann-eskjur af völdum ölvunaraksturs – ýmist ökumenn eða farþegar og fjöldinn allur slasast alvarlega. Þótt lögreglan á Íslandi nái til 1.500-2.000 ökumanna sem stöðvað- ir eru vegna gruns um ölvunarakstur, eru þeir mun fleiri sem sleppa við hið vökula auga löggæslunnar. Það sýnir sig þegar upp kemst um ölvunarakstur fyrir tilviljun. Það sem vekur þó e.t.v. mestan ugg er sú staðreynd að nýlegar tölur sýna að 40% þeirra sem teknir eru vegna ölvunarakst- urs mælast yfir svokölluðum efri mörkum sem eru 1,20 prómill eða meira. Samkvæmt lögum telst slíkt magn svo mikið að ökumað- urinn er talinn óhæfur til aksturs. Það þýðir með öðrum orðum að hundruð ökumanna eru á ferðinni meðal okkar − dauðadrukkn- ir! Þessir ökumenn eru eins og tifandi tíma- sprengja og stórhættulegir saklausu fólki. Nú stendur yfir HM í knattspyrnu og lík- legt að margir fái sér neðan í því þegar horft er á knattspyrnuleiki, sérstaklega á svoköll- uðum sportklúbbum. Venjan virðist verða sú að menn koma á bílnum og hafa uppi góð fyrirheit um að geyma hann á staðnum til morguns og taka leigubíl heim. Sú góða við- leitni vill fara fyrir lítið þegar dómgreindin er skert vegna ölvunar og því verður freist- ingin skynseminni yfirsterkari. Ung stúlka kemur nú fram í auglýsingum IOGT gegn ölvunarakstri; 19 ára stúlka sem ók ölvuð, velti bíl og lamaðist. Hún ætlaði sér ekki að aka heim af ballinu en freistingin var of mikil. Sú ákvörðun hafði afgerandi áhrif á allt hennar líf. Því miður er alltof algengt að fólk telji sér ekki koma það við ef einhver ætlar að aka af stað undir áhrifum áfengis. Sjálf þekki ég einstaklinga, úr starfi mínu á árum áður í lögreglunni, sem eiga þá ósk heitasta að hafa stoppað vin sinn áður en hann fór af stað á bílnum. Það er vissulega hægt að vera vitur eftirá og draga lærdóm af mistökum sínum – en það er engin leið að breyta því sem orðið er. Góð vinkona mín sem lamaðist vegna þess að hún gleymdi að spenna á sig bílbelt- ið segir gjarnan að hún vildi geta spólað til baka. En það er aðeins í tölvuleikjunum sem við getum farið á byrjunarreit þegar leikur- inn endar með GAME OVER. Í daglega líf- inu er raunveruleikinn annar og verri. Þar fáum við ekki annað tækifæri þegar heilinn er skaddaður eða mænan í sundur. Ölvunarakstur er glæpur því þar hættir hinn ölvaði ekki aðeins eigin lífi og farþega sinna – heldur einnig allra annarra sem verða á vegi hans. Sýnum skynsemi – ökum ALLTAF allsgáð. Undantekningar eru ekki í boði. Það sem verður ekki aftur tekið Umferðar- öryggi Ragnheiður Davíðsdóttir verkefnisstjóri átaks IOGT á Íslandi gegn ölvunarakstri SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Merkileg innsýn Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skrifar athyglis- verða grein um formannstíð sína á vefritið Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinin veitir fróðlega innsýn í stjórnmálin. Jón skrifar meðal ann- ars: „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitt- hvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í sam- ræmi við þetta.“ Út með sprokið Jón segist hafa tekið svona umleitun- um illa og ekki hafi flokkurinn fengið mörg atkvæði úr því. Ef hér eru rekin félagasamtök sem bjóða stjórnmála- flokkum beinlínis atkvæði félags- manna í skiptum fyrir greiða, er það háalvarlegt mál sem ber að upplýsa. Hér verður Jón að gjöra svo vel að nefna nöfn. Óstarfandi Ráðning Haraldar Flosa Tryggvasonar saxófónleikara sem starfandi stjórn- arformanns Orkuveitu Reykjavíkur leggst illa í Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Telja þau að með þessu verði skilin milli stjórnar- formanns og framkvæmdastjóra óskýrari og það geti bitnað á eftirlitshlutverki þess fyrrnefnda. Dagur B. Eggertsson telur þetta þó ekki eiga við um Harald Flosa og bendir á að stjórnarformaður- inn sé „ekki starfandi heldur í fullu starfi“. Það fer trauðla vel saman að vera óstarfandi í fullu starfi. bergsteinn@frettabladid.is F réttablaðið sagði frá því á mánudaginn að ofbeldi gegn lög- reglumönnum færi vaxandi og yrði sífellt grófara. Árið 2008 hlutu 29 lögregluþjónar varanlegan skaða vegna ofbeldis, sem þeir urðu fyrir við skyldustörf. Í fyrra voru þeir 38. Aukið ofbeldi gegn lögreglunni á sér vafalaust ýmsar orsakir. Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi og hér starfa nú erlendar glæpaklíkur, sem svífast einskis. Virðing fyrir lögregluþjónum og störfum þeirra virðist á undanhaldi hjá mörgum. Þá þarf lögreglan í vaxandi mæli að fást við fólk, sem er snarbrjálað af fíkniefnaneyzlu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að lögreglan væri of fáliðuð og það skapaði hættu varðandi öryggi lögreglumanna. Hann sagði að lögreglan vildi ekki vopnvæðast, en ljóst væri að þegar lögreglu- menn væru í lífshættu, yrðu þeir að hafa búnað til að verja sig. Geir Jón vísaði til þess að til skoðunar væri að lögreglan á Íslandi bæri rafbyssur, en þau tæki væru árangursrík og hefðu jafnvel bylt samskiptum lögreglu við ofbeldisfullt fólk. Sitt sýnist hverjum um rafbyssurnar. Fyrir liggur að beiting þeirra er afar sársaukafull og lamar um stundarsakir þann sem fyrir henni verður. Heilbrigt fólk á þó ekki að bíða skaða af raf stuð- inu sem slíku. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty Internation- al hafa lagzt gegn beitingu rafbyssna og jafnað henni við pyntingar. Þau hafa ennfremur bent á allmörg dauðsföll, sem orðið hafa eftir að fólk fékk raflost úr rafbyssu. Amnesty hefur hvatt til þess að lög- reglan tileinki sér aðrar aðferðir til að taka á ofbeldisfullu fólki. Á móti er bent á að afar sjaldan hafi verið hægt að rekja dauðsföll til notkunar rafbyssunnar sem slíkrar. Þeir, sem hafi látizt eftir slíka valdbeitingu, hafi verið veikir fyrir vegna ofneyzlu vímuefna eða vegna sjúkdóms. Fylgjendur rafbyssnanna benda sömuleiðis á að hefðbundin lögreglutök og beiting piparúða, kylfu eða annarra hjálpartækja lögreglunnar geti sömuleiðis valdið slysum, örkumlum og dauða. Í Bandaríkjunum kom rafbyssa við sögu í 5% tilfella, þar sem fólk lézt í kjölfar afskipta lögreglu á tímabilinu 2000-2007. Innleiðing rafbyssnanna hefur þannig iðulega leitt til þess að ekki einvörðungu hefur slysum á lögreglumönnum fækkað um tugi prósenta, heldur hefur slysum á þeim sem lögreglan þarf að hafa afskipti af jafnframt stórfækkað. Eftir stendur þó sú staðreynd að rafbyssa er hættulegt tæki og vandmeðfarið, rétt eins og lögreglu- kylfa eða piparúði. Yrði það tekið í notkun hér, yrði að setja um það strangar reglur og gera miklar kröfur til þjálfunar lögreglumanna í meðferð þess. Kjarni málsins er hins vegar sá að rafbyssurnar hafa verið hér til „umræðu“ og „skoðunar“ í a.m.k. þrjú ár. Á meðan hallar stöðugt á lögregluna í glímunni við æ ofbeldisfyllri glæpamenn og ofbeldisseggi. Samfélagið getur ekki látið það líðast að vaðið sé yfir lögregluna og starfsmenn hennar limlestir. Þess vegna þarf ákvarð- anir núna, annaðhvort um rafbyssurnar eða einhver önnur meðul, sem reynast jafnárangursrík. Þarf að búa lögregluna rafbyssum svo hún geti brugðizt við vaxandi ofbeldi? Tími ákvarðana Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.