Fréttablaðið - 30.06.2010, Page 36
24 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR
BAKÞANKAR
Kolbeins
Óttarssonar
Proppé
Ég upplifi það þannig að útrásarvíking-arnir hafi troðið svo miklum skít yfir
landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr
því reis þjóðfélag mannréttinda í stað pen-
ingadýrkunar.“ Þetta sagði glöð og reif
kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var
kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan
viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð,
fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem
frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er
hún lesbísk.
FYRIR þá sem ekki sjálfir hafa reynt for-
dóma samfélagsins verða þeir ekki annað
en viðfangsefni. Það er hægt að hafa á
þeim skoðun, taka þá nærri sér og fyr-
irlíta þá, en það er allt, allt annað en að
upplifa þá á eigin skinni.
ÞETTA fór í gegnum huga mér þegar
ég sat í Fríkirkjunni á sunnudaginn
og fylgdist með regnbogamessu í kjöl-
far nýrra laga um að samkynhneigðir
mættu ganga í hjónaband. Sjálfur hef ég
engan skilning á því hvers vegna fólk
vill tilheyra kirkjunni, en ég hef
jafn mikla sannfæringu fyrir því
að þeir sem það vilja eigi að fá að
gera það. Og þar sem ég sat og
reyndi að leiða guðsorðið, sem
blessunarlega var lítið af, hjá
mér, sló það mig að ég varð
vitni að sögulegum viðburði
í mannréttindabaráttu.
ÞAÐ er fráleitt að það hafi ekki gerst fyrr
en árið 2010 að kirkjunnar menn væru
skikkaðir til að láta af fordómum sínum.
Vissulega hafa margir þeirra barist fyrir
þessum réttindum, en meirihlutinn stað-
ið gegn þeim. Að stofnun, sem styrkt er
af ríkinu og nýtur sérréttinda umfram
aðrar af sama toga, skuli líðast að sýna
mismunun er fráleitt.
RAUNAR skil ég ekki hví prestar geta
neitað að gefa samkynhneigða saman.
Gætu þeir neitað einhverjum öðrum sam-
félagshópi um slíkt hið sama? Lituðum?
Fötluðum? Smámæltum? Auðvitað ekki, en
virðingin fyrir trúarsannfæringu prest-
anna er enn ofar virðingunni fyrir mann-
rétttindum allra.
KANNSKI er ekki rétt að einblína á hið
neikvæða á slíkri gleðistundu. Það var
erfitt að hrífast ekki með þeim anda sem
ríkti á hátíðinni á sunnudag. Barátta sam-
kynhneigðra fyrir því sem er svo eðlilegt
hefur borið árangur. Baráttunni má hins
vegar aldrei gleyma. Mörgum kann að
þykja þetta svo sjálfsagt að varla taki því
að fagna. Þeir ættu hins vegar að hugsa til
sögu annarrar konu sem sagði mér síðar
um kvöldið að ekki væru nema tuttugu ár
síðan hún missti vinnuna vegna þess hver
hún er.
TIL hamingju við öll.
Mannréttindi í stað útrásar
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Ég náði Kötu
á hlaupum!
Hún ætlaði
að sækja um
í sirkusnum!
Jón Smárason! við-
skiptajöfur! Ég starfa
með Sigurjóni, Hann-
esi, Pálma, Bjarna og
Hreiðari!
Jói! tónlistarmaður!
starfa með Stanley,
Simmons, Frehley
og Criss!
Palli, hvað
ætlarðu að
gefa Söru í
afmælisgjöf?
Ég veit
það
ekki.
Ég er ekk-
ert búinn
að pæla í
því.
Ég kemst yfir
brúna þegar ég
kem til ...
Brýrnar geta
hrunið ef
maður læðist
upp að þeim.
Karlmenn!
Hvað
eigum við
að gera?
Ætli við þurfum
ekki byrja að
leita að þvotta-
vél og þurrkara.
Líka þurrkara?? Hvað er
að þeim gamla?
Hann er allavega
beyglaður.
SÝNDU
ÞÍNAR
BESTU
HLIÐAR
Ljósmyndasamkeppni
Panasonic og Vísis
Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni. Deildu þínum
bestu myndum með okkur og þú átt möguleika
á glæsilegum verðlaunum. Að auki er þráðlaus
Panasonic KXTG1311 sími dreginn út í hverri viku.
Skilafrestur til 21. ágúst 2010.
Allar nánari upplýsingar á visir.is.
1. VERÐLAUN
2. VERÐLAUN
3. VERÐLAUN
PANASONIC BD65
Vandaður Blu-ray spilari með minniskortarauf
til að skoða ljósmyndirnar úr myndavélinni.
PANASONIC G2
Glæný og byltingarkennd myndavél með
útskiptanlegum linsum og snertiskjá.
PANASONIC TZ10
Hágæða myndavél með 12x aðdrætti,
GPS og fjölmörgum möguleikum.