Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 46
34 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR „Ég rakst á þessa síðu á netinu og ákvað að að skrifa stutt um mína stóru fjölskyldu, enda höfum við aldrei getað farið í frí öll saman,“ segir Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir húsmóðir sem skráði sína 9 manna fjöl- skyldu í lukkuleik Radison Sas hótelkeðj- unnar. Leikurinn gengur út á að skrifa stutta sögu um sjálfan sig og af hverju maður á skilið að vinna fríar 365 nætur á Radison Blu hótelum um allan heim. Almenningur fer svo inn á síðuna og kýs þann keppenda sem honum líst á. Guðrún og fjölskylda hennar er þegar þetta er skrifað í 14 sæti af rúmlega 6.300 keppendum. Kosningin stendur til 24 júlí. „Ég átti alls ekki von á því að okkur mundi ganga svona vel, svo núna hleypur smá keppnisskap í mann. Ég er búin að vera með kosningaherferð á Facebook og er dug- leg að hvetja alla sem við þekkjum til að kjósa,“ segir Guðrún Lilja sem býr á Akra- nesi ásamt manni sínum Hákoni Valssyni sjómanni. Þau hafa aldrei farið til útlanda með öll sjö börnin enda segir Guðrún að það sé fjárhagslega ómögulegt. Börnin eru allt frá 20 ára niður í fjögurra ára og hluti barn- anna hefur aldrei farið til útlanda. „Tanja Sif 12 ára dóttir okkar er einhverf og því frekar erfitt að ferðast með hana. Hún er hins vegar með borgina París og Eiffelturn- in á heilanum og spyr næstum daglega hve- nær við ætlum að fara þangað. Ef við mund- um hreppa hnossið mundi það vera fyrsti áfangastaðurinn af mörgum,“ segir Guðrún Lilja. - áp „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt fyrir sýningunni,“ segir Ólöf Jara Skagfjörð. Ólöf Jara leikur Maríu Elenu, eiginkonu Buddy Holly í söngleik um söngvarann sem verður frum- sýndur í endurbættum Austurbæ í október. Þar leikur Ólöf á móti hjartaknúsaranum Ingó veðurguði sem fer með hlutverk söngvarans. „Ég er mjög spennt fyrir að vinna með Ingó. Ég held að hann sé bara góður gaur og hlakka til að kynn- ast honum,“ segir Ólöf. „Ég held að það verði mjög gaman. En ég á kærasta þannig ég get ekki sagt að ég sé spennt á sömu forsendum og margar aðrar myndu vera.“ Sagan um Buddy Holly er einstak- lega sorgleg því söngvarinn lést í hörmulegu flugslysi á toppi ferilsins einungis 23 ára gamall. Þrátt fyrir að hafa aðeins verið í sviðsljósinu í eitt og hálft ár skildi hann eftir sig fjöldann allan af gullmolum sem lifa enn þann dag í dag. „Ég held að þetta verði mjög góð sýning. Það er góð tónlist í sögunni og lög frá þessu tímabili eru með góðum laglínum. Ég er mjög hrifin af tónlist í þessum stíl,“ segir Ólöf Jara. Ólöf á ekki langt að sækja hæfi- leikana, en hún er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skag- fjörð. Hún lék annað aðalhlutverk- ið í uppfærslu Verzló á söngleiknum Kræ-beibí sem er frá svipuðu tíma- bili. Þá lék hún Sandy í uppfærslu á Grease í Loftkastalanum í fyrra. Ingó hefur ekki eins mikla reynslu, en hefur þó sést í auglýsing- um og sjónvarpsþáttum. Ólöf hefur engar áhyggjur af því að hann muni ekki standa sig. „Ég held að Gunni Helga [leikstjóri] sé fullfær um að aðstoða Ingó,“ segir hún. „Hann á eftir að tuska hann alveg til. En ef Ingó vill spyrja mig að einhverju aðstoða ég hann alveg. Þetta snýst bara um samvinnu í þeim atriðum sem við erum saman í.“ linda@frettabladid.is ■ Buddy Holly hitti Mariu Elenu Santiago í júní 1958 þegar hann var 21 árs og hún 22. ■ Hann bað hennar á fyrsta stefnu- mótinu og gengu þau í hjóna- band innan við tveim mánuðum síðar. ■ Maria Elena ferðaðist með Buddy á tónleika og sá um sinn mann. ■ Buddy samdi lagið True Love Ways um samband sitt og Mariu Elenu. ■ Maria Elena kenndi alla tíð sjálfri sér um dauða söngvarans. Þessi örlagaríka ferð var eina ferðin sem hún var ekki með í för og sagði hún að Buddy hefði aldrei farið með flugvélinni ef hún hefði verið með. ■ Maria Elena var ólétt af fyrsta barni þeirra hjóna þegar söngvarinn lést. Hún missti fóstrið stuttu síðar. ■ Hún treysti sér ekki til vera við jarðarför Buddys og hefur aldrei heimsótt gröf hans. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. að lokum, 6. ógrynni, 8. hlaup, 9. ögn, 11. slá, 12. skrá, 14. gimsteinn, 16. hvað, 17. í viðbót, 18. úði, 20. leita að, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. líka, 4. baðkar, 5. berja, 7. fitlari, 10. sæ, 13. stæla, 15. himna, 16. samkynhneigður, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. loks, 6. of, 8. gel, 9. fis, 11. rá, 12. skjal, 14. tópas, 16. ha, 17. auk, 18. ýra, 20. gá, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. og, 4. kerlaug, 5. slá, 7. fiktari, 10. sjó, 13. apa, 15. skán, 16. hýr, 19. af. „Ég er búin að halda í vonina að löggan finni eitthvað, en það hefur ekki gerst,“ segir leik- konan Hrefna Hallgrímsdóttir, Skrítla úr Skoppu og Skrítlu. Brotist var inn í fjölskyldubílinn við heim- ili Hrefnu í Kópavogi á mánudaginn í síðustu viku. Á meðal þess sem var stolið var mynda- vél sem geymir myndir af síðasta hálfa ári í lífi fjölskyldunnar. „Við vorum að koma úr ferðalagi kvöldið áður og héldum að við hefðum tekið allt úr bílnum. Myndavélin var í hólfi á milli sætanna. Ótrúlega leiðinlegt,“ segir Hrefna. „Ég er dugleg við að setja myndir inn í tölv- una mína, en svo er hún full af vinnu – ég hef ekki getað tæmt myndavélina.“ Hrefna segir að hún myndi skipta á öllum aukahlutunum sem fylgja myndavélinni fyrir minniskortið sem geymir myndirnar – jafnvel borga fyrir það. Hún hvetur þjófana til að koma kortinu til sín. „Þeir mega stinga kortinu inn um lúguna hjá mér,“ segir hún. „Ég væri ofboðslega þakklát og glöð. Ég skora á þá, ef þeir hafa smá samúð í hjartanu sínu. Þetta eru börnin okkar og lífið síðasta hálfa árið.“ Þjófarnir brutust inn í fleiri bíla í götunni sem Hrefna og fjölskylda býr í. Þeir voru engin snyrtimenni þar sem þeir slettu skyri á mælaborðið í bíl fjölskyldunnar. „Skyrið gerði útslagið,“ segir hún. „Það er allt inni í miðstöðinni og það þarf að taka allan front- inn af bílnum til að hreinsa það.“ - afb Skorar á þjófa að skila barnamyndum GLATAÐAR MINNINGAR Hrefna skorar á þjófana að skila kortinu úr myndavélinni sem þeir stálu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI hótelnætur eru í fyrstu verðlaun í keppni Radis- son-hótelkeðjunnar.365 BESTI BITINN Í BÆNUM „Tvímælalaust lasagnað hennar mömmu. Það er ekkert betra en að skreppa í mat til mömmu og fá besta lasagna í heimi.“ David Young, grafískur hönnuður hjá Nikita ÓLÖF JARA SKAGFJÖRÐ: GUNNI HELGA Á EFTIR AÐ TUSKA INGÓ TIL Ólöf Jara leikur eiginkonu Buddy Holly í Austurbæ SPENNT FYRIR HLUTVERKINU Ólöf Jara leikur Maríu Elenu, eiginkonu Buddy Holly, í sýningu um söngvarann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁST VIÐ FYRSTU SÝN HJÁ BUDDY OG MARÍU Níu manna fjölskylda freistar gæfunnar STÓR FJÖLSKYLDA Það er enginn hægðarleikur að ferð- ast til útlanda með alla fjölskylduna. Vefsíða keppninn- ar er á slóðinni www.greatestholiday.radissonblu.com. Herraklúbburinn Fancy fór austur fyrir fjall um síðustu helgi. Á meðal meðlima klúbbsins eru rappararnir Erpur Eyvindar- son og Ágúst Bent, grínistinn Steindi jr., ljóðskáldið Siggi Gúst ásamt fjölmennum hópi sem inniheldur meðal annars kokka, lögfræðinga, verkamenn og handboltakappa … Hópurinn skoðaði brugg- verksmiðjuna í Ölvisholti þar sem enginn annar en Guðni Ágústsson beið þeirra. Guðni hélt að sjálfsögðu ræðu við góðar viðtökur hópsins sem færði honum sérstakan Fancy- pakka að gjöf. Í pakkanum voru meðal annars smokk- ar, sleipi- efni, áfengi, pakkanúðlur og munnskol, en pakkinn ku vera nauðsynlegur í ferðir hópsins. Guðni var ánægður með gjöfina og sótti þegar í stað um inngöngu í herra- klúbbinn … Nýir meðlimir voru teknir inn í hópinn í ferðinni og annar nýgræð- inganna var útvarpsmaðurinn Frosti Logason af X-inu. Eftir sérstaka verðlaunaafhendingu og grillveislu hélt Fancy uppi stuðinu á 800 bar á Selfossi, en innfæddir kunnu vel að meta hópinn sem var afar prúð búinn í tilefni dagsins. Vakti klæðnaður Bents sérstaka athygli, enda ekki á hverjum degi sem menn í hvítum smóking láta sjá sig á galeiðunni á Selfossi. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.