Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 4
4 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Kyrrsetning eigna þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, Hannesar Smárasonar og Jóns Sigurðssonar hefur verið felld úr gildi. Prófsteinninn í máli þremenn- inganna var niðurstaða Hæstarétt- ar, sem hnekkti kröfu tollstjóra að frysta eignir Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Það var skattrannsóknarstjóri sem fór fram á það við tollstjóra um miðjan maí að eignir fjór- menninganna yrðu frystar vegna gruns um að þeir hafi vangreitt virðisaukaskatt þegar þeir voru forsvarsmenn FL Group á árun- um 2006 og 2007. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á beiðnina. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur taldi hins vegar að í lögum um tekjuskatt væri ekki að finna heimild til kyrr- setningar fyrir meint brota og að lagaskilyrði hafi skort fyrir kyrrsetningunni. Það staðfesti Hæstiréttur. Edda Símonardóttir, for- stöðumaður innheimtusviðs hjá Tollstjóraembættinu, segir að í málinu hafi verið látið reyna á viðauka við tekjuskattslög sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Ljóst sé að þau verði að bæta. „Ef það á að halda áfram með mál sem þessi verða stjórnvöld að bæta lögin svo þau nái yfir tilvik af þessu tagi,“ segir hún. - jab Í umfjöllun um mismunandi þróun á bílalánum í Fréttablaðinu í gær urðu þau mistök í skýringartexta að raun- greiðslur erlends bílaláns voru sagðar gengistryggðar með óbreyttum vöxt- um. Hið rétta er að um raungreiðslur á stökkbreyttu myntkörfuláni er miðað við óbreytta stöðu fyrir dóm Hæstaréttar líkt og rauða línan sýnir í skýringarmynd. LEIÐRÉTTING SAMFÉLAGSMÁL Dóms- og mannrétt- indamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldu- málefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleið- ingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögu- lega vegna sögu álfunnar í tengsl- um við þrælahald og slíkt,“ segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista,“ sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegn- um félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, spurð- ist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreyting- ar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ætt- leiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjá- kvæmilegar,“ sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vett- vangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýsting- ur á stjórnvöld að breyta sinni fram- kvæmd en bætti við: „Fyrir grund- vallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðan- ir á að taka að óathuguðu máli.“ Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsam- þykkis lengdur þannig að ald- urshámarkið á Íslandi er nú tölu- vert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. magnusl@frettabladid.is Ættleiðingar á eigin vegum til skoðunar Ragna Árnadóttir hefur óskað eftir skýrslu þar sem skoðað verður hvort leyfa eigi ættleiðingar án aðkomu félags. Skortur er á tækifærum til ættleiðingar. 100 PÖR BÍÐA ÆTTLEIÐINGAR OG 30 EINHLEYPIR Ættleiðingar án aðkomu félags eru besta lausnin fyrir þetta fólk segir formaður íslenskrar ættleiðingar. NORDICPHOTOS/GETTY HÖRÐUR SVAVARSSON RAGNA ÁRNADÓTTIR FÓLK Söfnunarátakið Á rás fyrir Grensás fékk í gær 300 þúsund króna styrk frá Gunnlaugi Júlíus- syni hlaupara. Upphæðin er afrakstur bókar Gunnlaugs, Að sigra sjálfan sig. Þetta er í annað sinn sem Gunnlaugur styrkir átakið, en átakið hófst formlega með hlaupi hans frá Grensásdeildinni til Akureyrar síðasta sumar. Markmiðið með söfnuninni, sem Edda Heiðrún Backman kom af stað undir merkjum Hollvina Grensásdeildar, er að safna 500 milljónum króna. Með þeirri upp- hæð á að byggja 1500 fermetra við Grensásdeildina. - þeb Á rás fyrir Grensás fær styrk: Afhenti átak- inu 300 þúsund AFHENTI FÉÐ Gunnlaugur afhenti pen- ingana á Grensásdeildinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Svanfríður áfram bæjarstjóri J-listinn – óháð framboð, og A-listinn – byggðalistinn, hafa myndað meiri- hlutastjórn í Dalvíkurbyggð. Svanfríður Jónasdóttir verður áfram bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. DALVÍKURBYGGÐ STJÓRNSÝSLA Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitu Reykja- víkur, hefur skilað lúxusbifreið þeirri sem hún fékk til umráða hjá fyrirtæk- inu. Í bréfi sem hún sendi starfsmönn- um á innri vef fyrirtækisins kemur fram að bíllinn kostaði sjö milljónir króna. Anna ekur nú um á umtalsvert ódýrari bíl sem hún hafði áður til umráða. Hún segist senda bréf- ið til starfsmanna vegna síend- urtekinnar umfjöllunar DV og vill upplýsa starfsmenn um stöð- una. „Ég harma þá umræðu sem þessi kaup hafa valdið Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir hún í niður- lagi bréfsins. - kóp Fjármálastjóri OR: Harmar um- ræðu um bíl ANNA SKÚLADÓTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 29° 28° 19° 30° 26° 19° 19° 22° 25° 25° 26° 32° 20° 28° 18° 20°Á MORGUN 10-20 m/s, hvassast syðst á landinu. FÖSTUDAGUR 8-15 m/s S- og NV-til, annars hægari. 12 12 12 12 11 15 10 10 9 10 14 15 6 5 7 5 4 8 5 6 5 8 13 14 11 12 12 14 16 1412 15 LEIÐINDAVEÐUR á landinu næsta daga en það hvessir held- ur við suðurströnd- ina og fer að rigna sunnan- og suðvest- anlands síðdegis í dag. Á morgun verð- ur líklega vonsku- veður við suður- ströndina en einnig talsverð væta og stíf- ur vindur í fl estum landshlutum. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Talið er að erlend glæpasamtök hafi sent tvær konur til landsins með 21 kíló af amfetamínbasa hinn 17. júní. Konurnar voru handteknar við komuna til landsins og sitja í gæsluvarðhaldi. Báðar konurnar eru með þýskt ríkisfang en önnur er fædd í Rússlandi og hin í Kasaskstan. Þetta staðfesti Karl Steinar Vals- son, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í gær. Amfetamínið var í fljótandi formi og var komið fyrir í bensín- tanki. Það er þekkt aðferð meðal brotahópa í Austur-Evrópu. Nú stendur yfir rannsókn á því hverjir standa að baki flutningi efnisins hingað til lands. - þeb Aðferðin þekkt í A-Evrópu: Erlend samtök á bak við smygl Kyrrsetning eigna fyrrverandi forsvarsmanna FL Group felld úr gildi með hæstaréttardómi: Laga þarf nýleg tekjuskattslög í kjölfar dóms JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON HANNES SMÁRASON JÓN SIGURÐSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 29.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 202,8301 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,38 129 193,43 194,37 156,48 157,36 21,012 21,134 19,771 19,887 16,428 16,524 1,4467 1,4551 189,32 190,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.