Fréttablaðið - 30.06.2010, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 30. júní 2010 17
Nýverið tók gildi reglugerð um leyfilegan styrk brennisteins-
vetnis í andrúmslofti. Markmið
reglugerðarinnar er að draga úr
mengun brennisteinsvetnis frá
jarðhitavirkjunum og möguleg-
um neikvæðum áhrifum hennar
á heilsu fólks. Er þessi reglugerð
fyrsta skrefið í áttina að því að
draga úr mengun frá jarðvarma-
virkjunum en styrkur brenni-
steinsvetnis í andrúmslofti hefur
mælst mun meiri á höfuðborg-
arsvæðinu og í sveitarfélögum í
nágrenni virkjunarinnar eftir að
nýting jarðhita var aukin á Hellis-
heiðarsvæðinu.
Varúðarreglunni fylgt
Umræðan um rétt einstaklings til
heilnæms umhverfis hefur farið
vaxandi síðustu áratugi og hefur sá
réttur verið að vinna sér sess sem
sjálfsögð mannréttindi. Stefnu-
mörkun Íslands um sjálfbæra
þróun, loftslags- og gæðastefna
Reykjavíkurborgar og ákvæði í
staðardagskrám sveitarfélaga, eru
dæmi um þessa þróun og pólitísk-
ar áherslur um rétt einstaklinga
og framtíðarkynslóða til heilnæms
umhverfis. Þessi áhersla endur-
speglast í stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í umhverfismálum sem byggir á
meginreglum umhverfisréttar, svo
sem varúðarreglunni og mengun-
arbótareglunni, eins og þær eru
skilgreindar í alþjóðlegum samn-
ingum sem Ísland er aðili að. Var-
úðarreglan felur í sér skyldu m.a.
stjórnvalda til að vernda umhverf-
ið og grípa til viðeigandi ráðstaf-
ana ef hætta er talin á alvarlegu
eða óbætanlegu umhverfistjóni.
Reglan felur í sér aðgerðarskyldu
til verndar umhverfinu þrátt fyrir
að ekki liggi fyrir vísindaleg full-
vissa um að umhverfið muni verða
fyrir tjóni. Umhverfið skal því fá
að njóta vafans.
Strangari reglur víða
Mörk Alþjóðlegu heilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) um magn
brennisteinsvetnis í andrúmsloftið
eru 150 míkrógrömm í rúmmetra.
Mörkin hafa verið sett með tilliti
til bráðaáhrifa. Hins vegar tekur
WHO sérstaklega fram að upplýs-
ingar vanti um langtímaáhrif af
lágum styrk. Óvissa ríkir því um
heilsufarsáhrif af langvarandi inn-
öndun brennisteinsvetnis. Í ljósi
sérstakra aðstæðna hér á landi
og þeirrar miklu nálægðar sem
íbúar höfuðborgarsvæðisins og
nærliggjandi sveitarfélaga búa við
jarðvarmavirkjanir, taldi ég nauð-
synlegt að setja mörk um losun
brennisteinsvetnis við 50 míkró-
grömm í rúmmetra og ganga þar
með lengra en mörk Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar segja
til um. Víða hafa verið settar enn
strangari mörk. Þannig eru mörkin
í Finnlandi 11 míkrógrömm í rúm-
metra. Í flestum fylkjum Banda-
ríkjanna eru mörkin einnig strang-
ari en hér, t.d. á Hawaii sem einnig
er eldfjallaland sem nýtir jarðhita.
Einnig má benda á að í flestum
löndum er löggjöf þannig háttað
að fyrirtæki þurfa að hreinsa allt
brennisteinsvetni frá jarðvarma-
virkjunum.
Almenningur njóti vafans
Við vitum að brennisteinsvetni
getur haft áhrif á heilsu fólks,
gróður og mannvirki, auk þess
sem mikið hefur borist af kvört-
unum frá almenningi vegna óþæg-
inda sem stafa af sterkri lykt af
brennisteinsvetni. Þótt þörf sé á
frekari rannsóknum til að full-
vissa liggi fyrir um áhrif mengun-
ar frá jarðvarmavirkjunum þá eru
hagsmunir almennings svo mikl-
ir að það réttlætir strangar reglur
á þessu sviði. Enda er það í sam-
ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar
í umhverfismálum að almenning-
ur fái notið vafans. Við Íslendingar
viljum vera stolt af orkunni okkar
og hvernig hennar er aflað. Metn-
aðarfull mörk á magni brenni-
steinsvetnis í andrúmsloftinu eru
nauðsynlegur hluti slíkrar stefnu.
Alþingi, löggjafarvaldið, er ein mikilvægasta stofnun réttar-
ríkisins. Starfshættir Alþingis
hafa verið mjög til umræðu og
skoðunar meðal almennings á
síðustu misserum, sérlega í kjöl-
far bankahrunsins. Umræðu-
hefð Alþingis hefur verði hluti
af þeirri umfjöllun. Alþingis-
menn hafa líka margir kallað á
nútímalegri vinnubrögð m.a. í
ljósi nýrrar reynslu. Rétt væri að
skipuleggja vinnu þingsins betur
til að freista þess að auka traust
almennings til Alþingis og bæta
ásýnd þess.
Hér á Íslandi er umræðuhefð
þingsins fyrir löngu orðin úrelt.
Ekki er reynt að áætla hvað hver
umræða taki mikinn tíma hverju
sinni miðað við eðli mála. Grein-
arhöfundur hefur því lagt fram
frumvarp á Alþingi til að bæta
úr. Í frumvarpinu, sem tekur
mið af reglum í norska Stórþing-
inu, er lagt til að áður en umræða
hefst um mál á þingi getur for-
seti gert tillögu um hve umræðan
skuli standa lengi.
Við upphaf 2. og 3. umræðu
um lagafrumvörp og síðari
umræðu um þingsályktunartil-
lögur skal tillaga forseta um hve
lengi umræðan má standa taka
mið af óskum nefnda um heild-
artíma umræðu. Ekki mætti þó
takmarka umræðu þ. a. hún stæði
skemur en 3 klst. alls.
Tillögur forseta yrðu bornar
umræðulaust undir atkvæði og
réði afl atkvæða úrslitum. Í til-
lögu forseta yrði ræðutíma skipt
jafnt á milli þingflokka að hluta
og að hluta eftir þingmannafjölda
þingflokks.
Umræða yrði þó ekki takmörk-
uð þegar fjallað er um frum-
vörp til fjárlaga og breytingar á
stjórnarskrá.
Nefndir þingsins hafa getu og
burði til að áætlað umræðutíma
þannig að hvert mál fái næga og
vandaða umfjöllun.
Málþóf úrelt
Málþóf er aldagömul aðferð til
að stöðva mál og á rætur sínar
að rekja til Rómaveldis. Vin-
sældir þess eru litlar og tíðk-
ast það aðeins í örfáum löndum
í dag. Málþóf þekkist ekki hjá
öðrum Norðurlandaþjóðum. Oft-
ast er það stjórnarandstaða hvers
tíma sem stundar málþóf. Engir
íslensku stjórnmálaflokkanna
eru hér undanskildir. Hafa þeir
allir stundað málþóf í einhverj-
um mæli eftir því hvort þeir eru í
stjórn eða stjórnarandstöðu í það
sinnið.
Rökin fyrir málþófi eru að með
því má skapa samningsaðstöðu í
lok hverrar þinglotu þ.a. allir
flokkar fái eitthvað fyrir sinn
snúð. Þannig nái einstök mál
fram að ganga eða ekki og þegar
um slíkt hefur samist leggst mál-
þófið niður. Hafa sumir reynt að
færa rök fyrir því að málþóf sé
eðlilegur hluti af lýðræðinu því
þannig neyðist meirihlutinn til að
taka tillit til minnihlutans. Slík
rök vega ekki mjög þungt. Rök
eru fyrir því að málþóf sé lýð-
ræðinu heldur skaðlegra en hitt
því það grefur undan trausti á
Alþingi almennt.
Þingmenn hafa þó fært þau rök
fram að málþóf sé ein fárra leiða
sem stjórnarandstaðan hefur til
að hafa áhrif á framgang mála á
Alþingi, sérlega undir þinglokin.
Til að koma til móts við þau sjón-
armið og vegna frekar veikrar
stöðu stjórnarandstöðu á Alþingi
miðað við stöðu hennar í öðrum
norrænum þjóðþingum, er rétt
að samhliða þessari breytingu
á þingsköpum væri staða stjórn-
arandstöðunnar styrkt t.d. með
því að hluti formanna fasta-
nefnda þingsins kæmi úr hennar
röðum, minnihluti þingsins gæti
knúið á um að umdeild mál færu í
þjóðaratkvæðagreiðslu og önnur
slík atriði.
Ferskir vindar
Í síðustu kosningum árið 2009
varð mesta endurnýjun þing-
manna frá upphafi, en þá komu
inn 27 nýir þingmenn, eða 43%. Í
kosningunum 2007 komu 24 nýir
þingmenn á þing og hefur því
orðið meiri endurnýjun á Alþingi
á tveimur árum en nokkru sinni
í sögunni. Alls hafa því 42 þing-
menn af 63, eða um 2/3 hlutar
þingsins endurnýjast á skömm-
um tíma. Konur hlutu líka bestu
kosningu frá upphafi og eru 43%
þingmanna. Þessu fylgja ferskir
vindar.
Margir hinna nýju þingmanna
hafa gert eðlilegar kröfur um
bætt vinnubrögð og að gefnar séu
vinnuáætlanir sem standist dag
frá degi. Þannig geti þingmenn
undirbúið ræður sínar á Alþingi
og áætlað tíma fyrir önnur verk-
efni s.s. störfum í kjördæmi,
flokksstarfi og samveru með
fjölskyldu. Nú er lag að bæta
umræðuhefð Alþingis. Áætlum
ræðutíma um mál og afnemum
málþófið. Styrkjum samhliða
stöðu stjórnarandstöðunnar til að
skapa breiða sátt um afnám þess.
Grípum tækifærið.
Nútímalegt Alþingi
Þingsköp
Siv Friðleifsdóttir
alþingismaður
Eigum gott úrval af bremsuhlutum í alla bandaríska bíla. Eigum einnig bremsuhluti í
evrópska og japanska jeppa á frábæru verði. Gerðu verðsamanburð.
Hringdu í okkur í síma 590 2000.
Grand Cherokee
árg. 99-04
Nissan Murano
árg. 99-04
Ford F-250 og
F-350 árg. 99-04
Dodge Grand
Caravan árg. 01-08
Chrysler PT-Cruiser
árg. 01-10
Stofnað 1975
Bremsuklossar að framan (f. bæði hjól) kr. 7.990.- kr. 7.990.- kr. 9.990.- kr. 6.990.- kr. 5.990.-
Bremsuklossar að aftan (f. bæði hjól) kr. 7.990.- kr. 7.990.- kr. 8.660.- kr. 4.980.- kr. 4.990.-
Diskar að framan (stk.) kr. 7.990.- Sérpöntun kr. 13.990.- kr. 7.490.- kr. 7.490.-
Diskar að aftan (stk.) kr. 6.990.- Sérpöntun kr. 11.990.- kr. 6.990.- kr. 4.980.-
Þéttisett fyrir eina dælu að framan kr. 668.- kr. 390.- kr. 833.- kr. 866.- kr. 680.-
Þéttisett fyrir eina dælu að aftan kr. 813.- Sérpöntun kr. 992.- kr. 833.- Sérpöntun
Stimpill í framdælu (stk.) kr. 2.424.- kr. 4.455.- kr. 3.140.- kr. 3.649.- kr. 1.923.-
Stimpil í afturdælu (stk.) kr. 1.923.- Sérpöntun kr. 2.942.- kr. 2.142.- Sérpöntun
Festisett fyrir klossa að framan kr. 1.752.- kr. 985.- kr. 3.860.- kr. 1.897.- kr. 1.586.-
Festisett fyrir klossa að aftan kr. 906.- kr. 1.175.- kr. 2.862.- kr. 730.- kr. 585.-
NÝTT ÁLAGER
Eru bremsurnar í ólagi?
Dregið úr mengun
jarðvarmavirkjana
jarðvarmamengun
Svandís
Svavarsdóttir
umhverfisráðherra
Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Lands-
stjórnarmenn, sem aðalábyrgð
bera, vísa gjarnan á heimskreppu
í því sambandi og reyna með þeim
hætti að villa um fyrir almenn-
ingi.
Fjármálaöngþveitið á Íslandi
er heimatilbúið. Það á upphafleg-
ar rætur sínar að rekja til kvóta-
kerfisins og er frábæra lýsingu
á þeim ófarnaði að finna í grein
Guðmundar Andra Thorssonar í
Fréttablaðinu 26. apríl sl. þar sem
hann segir: „Ósköpin hófust með
kvótakerfinu. Þá fylltist allt af
peningum sem voru ekki til, frá
mönnum sem höfðu aflað þeirra
með því að selja það sem þeir áttu
ekki: óveiddan fisk.“
Og nú biðja framsóknarmenn
grátandi afsökunar á andvara-
leysi sínu svo ekkasogin heyrast
víða vegu.
Hinn 2. nóvember 1999 birtist í
Morgunblaðinu grein eftir höfund
þessa greinarkorns, sem hófst á
eftirfarandi þremur málsgreinum:
„Íslendingar standa nú andspæn-
is spánnýjum köldum staðreynd-
um. Nýrri umturnan í fjármála-
kerfi þjóðarinnar, sem engan hefði
órað fyrir í upphafi þessa áratugs.
Byltingu, sem ná mun fullri fót-
festu innan örfárra ára ef þjóðin
uggir ekki að sér og veitir núver-
andi ráðamönnum áframhaldandi
brautargengi.
Eignatilfærslan í þjóðfélaginu
er með ógnarlegri hætti en orð fá
lýst. Og allt undir falsyrðum um
einkavæðingu, hagræðingu, frelsi
til athafna og frjálsa samkeppni.
Lunginn úr þjóðarauðnum er
afhentur örfáum mönnum gefins.
Dæmi eru um að einu fyrirtæki
hafi verið afhentar fiskveiðiheim-
ildir fyrir 26.000.000.000.- tut-
tuguogsexþúsundmilljónirkróna –
gefins. Þessir og aðrir gjafþegar
ríkisvaldsins eru nú mættir með
gripdeildina að kaupa fyrir banka
og önnur verðmæti í eigu alþjóðar,
sem stjórnvöldum eru nú útbær í
anda frjálshyggjunnar – ógeðfelld-
ustu auðhyggju, sem yfir þjóðir
hefur riðið.“
Þess verður nú freistað um sinn
að draga ábyrgðarmenn Hruns-
ins fram í dagsljósið og sýna fram
á hvert hald afbrotamönnum er í
andvaraleysiskjökri.
Vituð ér enn …
Hrunið
Sverrir
Hermannsson
fyrrverandi
alþingismaður og
ráðherra
Í flestum fylkjum Bandaríkjanna eru
mörkin einnig strangari en hér