Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 26
 30. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● jaðarsport Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir svokallaðri Heið- merkuráskorun í kvöld. Heiðmerkuráskorunin er árviss hjólreiðakeppni og verða þrautirn- ar með svipuðu sniði og undanfar- in ár. Keppt er í þremur flokkum, börn, unglingar og fullorðnir. Krakkakeppnin hefst klukkan 19.30. og er keppt í flokki 8-13 ára, stelpur og strákar. Hjólaðir verða 1 til 2 hringir eftir aldri. Keppnisgjald er 3.000 krónur og fer skráning fram í dag. Frekari upplýsingar er að finna á heima- síðunni www.hfr.is. - rat Hjólreiðakeppni í Heiðmörk Keppt er í þremur flokkum: fyrir börn, unglinga og fullorðna. „Þetta er einn af þeim hópum sem okkur þótti vanta almennilega aðstöðu og af þeim sökum var ráðist í þessar framkvæmdir,“ segir Atli Steinn Arnarsson, formaður hjá frístunda- miðstöðinni Gufunesbæ, um nýja hjólabretta- aðstöðu, sem þar var tekin í notkun 24. júní. Hjólabrettaaðstaðan var meðal annars vígð af þekktum hjólabrettamönnum á opnunarhátíðinni sem stóð fram undir kvöld. Atli segir nýju hjólabretta- aðstöðuna vera hluta af þeirri stefnu ÍTR að bygggja upp útivist- arsvæði með fjölbreyttum mögu- leikum við Gufunesbæ. „Draum- urinn er svo að láta byggja utan- dyra sérhannað hjólabrettasvæði, það er steypt svæði, fyrir þennan hóp í framtíðinni,“ bætir hann við. - rve Nýtt svæði fyrir hjólabrettafólk Á svæðinu er meðal annars gamli bóndabærinn, hlað- an og súrheysturninn sem nýttur er til veggjaklifurs og auk þess er golfvöllur á túnunum við Gufunesbæinn og nú ný hjólabrettaaðstaða. ● FYRSTU SKREFIN Á LÍNUSKAUTUM Línu- skautar eru skemmtilegt og vaxtarmótandi sport sem krefst æfingar og því gott að fara hægt af stað. ● Ef þú hefur aldrei áður stigið á línuskauta getur verið stórmál að standa á þeim í fyrsta sinn. Byrjaðu að standa í skautana í grasi eða öðru mjúku undirlagi og stattu smástund áður en þú reynir að taka skref í ólíkar áttir. Með því geturðu í það minnsta gengið á línuskautum þótt þú kunnir ekki enn að renna þér á þeim. ● Það er taugatrekkjandi að renna sér í fyrsta sinn á línu- skautum en til að ná árangri er gott jafnvægi mikilvægast. Æfingin skapar meistarann og gott er að finna lítinn halla þar sem þú getur látið þig rúlla áður en þú stoppar. Fáðu svo vin til að draga þig upp svo þú getir æft þetta aftur og aftur. Einnig er gott að æfa sig á stað þar sem þú getur tekið höndum tveim um handrið eða stutt þig við veggi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.