Fréttablaðið - 30.06.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 30.06.2010, Síða 6
6 30. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní er 364,1 stig og lækkaði um 0,33 prósent frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæð- is er 346,3 stig og lækkaði hún um 0,46 prósent frá maí. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Verðbólgan mældist því 5,7 prósent. Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 5,9 prósent og á mat og drykkjarvöru um 1,5 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 5,7 prósent en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,5 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3 prósent sem jafngildir 1,3 prósent verðbólgu á ári. - kóp EFNAHAGSMÁL Ríkið var í lélegri samningsstöðu gagnvart kröfu- höfum og tók eignasafn bank- anna yfir á allt of háu verði. Þetta segir Lilja Mósesdóttir, formað- ur viðskiptanefndar. Hún segir fullyrðingu Marks Flanagan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um of marga banka á Íslandi sýna þetta. Inn í þetta hafi spilað að samn- inganefnd ríkisins virðist ekki hafa verið með lögfræðiálit um lögmæti gengislánanna, en það hefði styrkt samninga við kröfu- hafana. Endurreisn bankakerfis- ins hafi dregist úr hófi fram og of margir bankar séu starfandi. „Ef ríkið hefði verið í góðri samningsstöðu hefði það getað valið úr hvaða eignasöfn það keypti og sett í einn banka. Ég hefði viljað sjá hér í mesta lagi einn ríkisbanka og svo spari- sjóðakerfi. Einkamarkaðurinn ræður svo hvort hann kemur til viðbótar,“ segir Lilja, sem telur að ríkið eigi í allt of mörgum bönkum. Neyðarlögin eru hluti vandans í hennar huga. Vegna þeirra hafi aldrei verið skilið á milli gömlu og nýju bankanna og þeir fyrr- nefndu ekki keyrðir í þrot. Samn- ingsstaðan hafi verið svo léleg vegna neyðarlaganna. Þórólfur Matthíasson, prófess- or í hagfræði við Háskóla Íslands, segir bankana of marga miðað við smæð hagkerfisins og segir að þeim muni fækka á næstu árum. „Við erum með stærra banka- kerfi en við þurfum miðað við stærð hagkerfisins. Það er ljóst að við munum ekki fara út fyrir landsteinana næstu tíu, tuttugu, þrjátíu árin. Það er því líklegt að kerfið muni dragast saman í framtíðinni.“ Þórólfur segir rætt um að leyfa tveimur af stóru bönkunum þremur að sameinast, vegna sam- keppnissjónarmiða. Ljóst er að mun harðari kröfur verða gerð- ar til samsetningar eiginfjár og til innra eftirlits bankanna í kjöl- farið á hruninu. Það þýði að erf- iðara verði að reka litlar einingar en stórar. „Þá er líklegt að þeir stóru taki þá smærri yfir, eða þeir smærri taki sig saman. Menn eru þó brenndir af því sem gerðist fyrir hrun og þetta gerist því kannski ekki einn, tveir og þrír, heldur yfir mörg ár. Þá eru eignasöfn bankanna þannig að erfitt er að átta sig á verðmæti þeirra.“ kolbeinn@frettabladid.is Ríkið tók of háar skuldir banka yfir Formaður viðskiptanefndar segir fullyrðingu AGS um of marga banka sýna að ríkið hafi tekið of háar skuldir yfir með bönkunum. Eignasafnið hafi verið á allt of háu verði. Hagfræðiprófessor segir að bönkunum muni fækka. ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON LILJA MÓSESDÓTTIR OF MARGIR Lilja hefði viljað sjá í mesta lagi einn ríkisbanka og sparisjóðakerfi til hliðar. Einkaaðilar hefðu síðan ráðið því hvort þeir stofnuðu banka, en ríkið eigi í allt of mörgum bönkum. SAMSETT MYND/KRISTINN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast. Parador Eik þriggja stafa parket Verð 4.988 kr. m2 Parador Eik plankaparket Verð 9.990 kr. m2 Eigum hágæða parket frá Parador á lager Bjóðum ölbrey úrval af parketi frá Parador. Einfalt smellukerfi, auðvelt að leggja. Komdu í heimsókn í Ármúla 32 eða hafðu samband í síma 568 1888. Við hjálpum þér að finna réa gólfefnið. Á rmú l a 32 · 10 8 Reyk j a v í k · S ím i 5 6 8 18 8 8 · Fax 5 6 8 18 6 6 · www .pog . i s ENDINGAR- GÓÐ ÞÝSK GÆÐAVARA V E R T · 1 3 3 3 3 15 12 9 6 3 0% Jú n. ´0 9 Jú l. ´0 9 Ág ú. ´0 9 Se p. ´0 9 O kt . ´ 09 N óv . ´ 09 D es . ´ 09 Ja n. ´1 0 Fe b. ´1 0 M ar . ´ 10 M aí ´1 0 Jú n. ´1 0 Breytingar á verðbólgu síðustu 12 mánuði Heimild: Hagstofa Íslands STJÓRNMÁL Óljóst er hve stór hluti framlaga úr IPA-sjóðum Evrópu- sambandsins kemur til lækkunar á beinum kostnaði Íslands vegna aðildarviðræðna við Evrópusam- bandið. Utanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir því að heildarkostnað- ur tengdur aðildarviðræðum geti numið um einum milljarði króna, að meðtöldum þýðingarkostnaði upp á ríflega hálfan milljarð. Þennan kostnað greiða Íslend- ingar væntanlega að hluta upp á eigin spýtur, en eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Íslendingum til boða meira en fjór- ir milljarðar króna frá Evrópusam- bandinu næstu þrjú árin til marg- víslegra verkefna sem tengjast aðildarviðræðum og undirbúningi aðildar, sem geta þá komið að hluta til lækkunar þessum kostnaði. Reglur Evrópusambandsins um IPA-styrki gera auk þess ráð fyrir því að Íslendingar greiði mótfram- lag með sumum þeirra verkefna sem styrkt eru. Þannig eru styrkir sem snúa að fjárfestingum bundnir að minnsta kosti 15 prósenta mót- framlagi, en beinir styrkir kalla á að minnsta kosti tíu prósenta mót- framlag. Önnur verkefni lúta ekki reglum um lágmarksmótframlag. - gb Styrkir frá ESB jafna ekki út allan kostnað Íslendinga við aðildarviðræður: Mótframlög koma frá Íslandi LEIÐTOGAR EVRÓPUSAMBANDSINS Evrópusambandið gerir kröfu um mót- framlög að hluta. NORDICPHOTOS/AFP Vilt þú að áfengisverslun ríkis- ins verði færð úr miðbænum? Já 31,5% Nei 68,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér rétt að Evrópusam- bandið styrki Ísland til að fara í aðildarviðræður? Segðu þína skoðun á vísir.is. Verðbólgan hefur farið minnkandi síðustu tólf mánuði: Verðbólga í júní var 5,7 % FÉLAGSMÁL Forsvarsmenn Barna- verndarstofu áttu fund í fyrra- kvöld með aðstandendum ung- mennanna sem voru í meðferð í Götusmiðjunni áður en henni var lokað. Samkvæmt frétt á Vísi. is mun sættust aðstandendur og Barnaverndarstofa. Að sögn Braga Guðbrandssonar forstjóra er verið að leggja loka- hönd á samning við Foreldrahús sem gerir ráð fyrir því að nokkrir starfsmenn Götusmiðjunnar taki að sér að veita þjónustu við barna- hópinn auk þess sem sálfræðiþjón- usta verði veitt á vegum Foreldra- húss. Fundað vegna Götusmiðju: Aftur í meðferð KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.