Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 12
12 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Samskipti Íslands og Evrópu-sambandsins og einstakra ríkja innan þess hafa um langt árabil verið mikil. Hvort sem litið er til stjórnmálanna, menningar, sögu, viðskipta eða atvinnulífs. Ísland er Evrópuþjóð og skipar sér almennt á bekk með þeim. Tuttugu og sjö ríki hafa kosið að vinna náið saman innan Evr- ópusambandsins, mörg Evrópu- ríki standa utan bandalagsins, sum þeirra hafa sótt um aðild, önnur eru ekki á þeim buxunum. Samþykkt Alþingis Ísland sótti um aðild að ESB sl. sumar á grundvelli samþykkt- ar Alþingis. Í vinnuferlinu innan Alþingis kom það í hlut utanríkis- málanefndar að leggja meginlínur um hagsmuni Íslands í viðræðun- um. Í áliti meirihluta nefndarinnar var stjórnvöldum settur ákveðinn rammi og lögð áhersla á að tryggja samfellda upplýsingagjöf frá fram- kvæmdavaldinu til löggjafans og samstarf þessara aðila ásamt víð- tæku samráði við hagsmunaaðila í samfélaginu. Afstaða þjóðarinnar til Evr- ópusambandsins hefur lengi verið mæld í gegnum skoðanakannan- ir. Um langt skeið var meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar, ef marka má kannanir, að við ættum að sækja um aðild að ESB og láta reyna á hagsmuni okkar á þeim vettvangi. Það var t.a.m. staðan þegar Alþingi fól ríkisstjórninni að sækja um aðild. Nú blása aðrir vindar. Fram- ganga Breta og Hollendinga í Icesave-málinu, efnahagslegir erf- iðleikar á evrusvæðinu o.fl. eiga vafalaust sinn þátt í þeirri þróun. Þessir vindar geta út af fyrir sig breyst aftur með skömmum fyrir- vara. Ef einstakar skoðanakannan- ir eiga að ráða því hvort við erum með aðildarumsókn á borðinu í Brussel eða ekki, gætum við allt eins lent í þeirri stöðu að sækja um og draga umsókn til baka með jöfnu millibili. Það er ekki fýsileg- ur kostur og langt í frá trúverðug- ur fyrir land og þjóð. Vinstri græn og Evrópusambandið Það er öllum ljóst að ESB-umsókn- in hefur reynst mínum flokki, Vinstrihreyfingunni grænu fram- boði, erfið. Helgast það einkum af því að á sama tíma og flokkurinn hefur mótað þá stefnu að hagsmun- um Íslands sé betur borgið utan ESB en innan á flokkurinn aðild að ríkisstjórn sem á í aðildarvið- ræðum á grundvelli samþykktar Alþingis. Hagsmunamati VG hafa m.a. ráðið sjávarútvegs- og land- búnaðarmálin, en einnig ýmsir aðrir þættir, s.s. samþjöppun valds andspænis valddreifingu, við- skiptamúrar, afstaðan til alþjóða- hyggju o.fl. Í aðdraganda að umsókn Íslands bar gjaldmiðilsmálin hátt í umræð- unni og margir hafa áreiðanlega horft til evrunnar sem sterks og stöðugs gjaldmiðils til lengri tíma litið og að hún gæti komið í stað hinnar flöktandi og veiku krónu. Við myndum núverandi ríkis- stjórnar var ákveðið að leggja fyrir Alþingi tillögu um umsókn að ESB og láta þannig meirihluta- vilja Alþingis ráða för. Flokksráð VG og þingflokkur féllust á þessa málsmeðferð og báðir stjórnar- flokkar áskildu sér rétt til að halda uppi sínum málflutningi. Meginat- riðið er að Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður og þá sam- þykkt á að virða. Þetta mál þarf að útkljá á sómasamlega hátt svo það vofi ekki yfir okkur til langr- ar framtíðar. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem hafa efasemdir um eða eru alfarið andvígir aðild að ESB að málið sé til lykta leitt í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þöggum ekki umræðuna Við Vinstri græn eigum að vera ódeig við að taka þátt í málefna- legri umræðu innan flokks og utan, beita rökum og afla sjónar- miðum okkar fylgis meðal þjóðar- innar, óháð því hvaða afstöðu hver og einn tekur þegar málið verður lagt fyrir þjóðina. Á landsfundi VG vorið 2009 var stefna flokksins gagnvart ESB-aðild áréttuð en jafnframt samþykkt að flokkurinn vildi stuðla að opinni og lýðræðislegri umræðu um kosti og galla aðildar og að þjóðin ætti að ráða örlögum sínum í þessu efni. Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæm- ur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarum- ræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstr- ar umræðu og málefnalegra rök- semda. Upplýst umræða og lýð- ræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harð- línuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið. Tökumst á í þágu farsællar fram- tíðar Það er eðlilegt að tekist sé á um Evrópusambandsaðild hér á landi. Í þeirri glímu verðum við að forð- ast kreddur, bæði þá að ESB bjargi hér öllu og eins hina að aðild að ESB sé upphaf og endir alls ills. Margvíslegir hagsmunir mæla gegn aðild eins og að ofan greinir en því verður ekki á móti mælt að aðildinni geta einnig fylgt ýmsir kostir, s.s. meiri efnahagslegur stöðugleiki en við búum við í dag, bætt viðskiptaumhverfi, pólitísk samleið með öðrum Evrópuþjóð- um, ný og vonandi öflugri byggða- stefna o.fl. Enda þótt við þekkjum innviði ESB og stefnu sambandsins í veigamiklum atriðum tel ég brýnt að við hefjum samningaviðræður og freistum þess að ljúka þeim með eins góðri niðurstöðu í okkar veigamestu hagsmunamálum og kostur er. Grundvallaratvinnugreinar, eins og sjávarútvegur og land- búnaður, eiga að fagna tækifær- inu til að takast á um sína hags- muni og skerpa þannig sýn og röksemdir, og vitaskuld er það ekki svo að í þessum greinum megi hvergi velta völum úr leið. En aðrir málaflokkar, eins og til að mynda byggðamál, umhverfis- mál, félagsleg réttindi og gjald- miðilsmál, verða líka að fá gaum- gæfilega umfjöllun. Um leið þurfum við að vinna hörðum höndum að endurmót- un íslensks samfélags og koma okkur upp úr þeirri lægð sem við erum í sem þjóð, bæði í efna- hagslegum og hugarfarslegum skilningi. Það er nefnilega þýð- ingarmikið að þegar þjóðin tekur ákvörðun um framtíð sína þá eigi hún val um tvo góða kosti, kosti sem hvor um sig yrðu farsælir fyrir íslenska þjóð. Stjórnmála- menn, hagsmunasamtök, fjölmiðl- ar og fræðasamfélag bera mikla ábyrgð á því að svo verði. Það getur enginn óskað sér annars en að framtíðin verði björt og heillarík fyrir samfélag okkar og komandi kynslóðir. Ísland og ESB – þjóðarumræða eða þöggun? Bankahrunið hefur margvísleg-ar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist veru- lega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mann- legu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og eng- inn virðist bera virðingu Alþing- is fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitt- hvað á sig til þess að rétta hlut sinn- ar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnar- andstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófs- aðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundataf- la grunnskólanemenda, vekur við- bjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimsk- andi flokkshollustu. Ungir og fyrr- um „efnilegir“ landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þing- maður hefur sjálfur – ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandstöð- unni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinn- ar er alvarlegri en áður – m.a. þeim að kenna að verulegur leyti – þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikil- vægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokk- ur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margum- talaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mik- ilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóð- arinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni. Virðing Alþingis Stjórnmál Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur Evrópumál Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.