Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 28
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson Pennar: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Marta María Friðriksdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sunna Valgerðardóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Samheldni í fjölskyldum er mismikil. Fjölskylda Sigríð-ar Ólafsdóttur hittist senni-lega oftar en flestar aðrar, enda vinna allir í henni saman í fjölskyldufyrirtækinu Tæknibæ. Auk foreldra hennar vinna þar bræðurnir tveir og eiginmaður hennar. Börnin hennar tvö eru enn á leikskóla- aldri þannig að þau eru ekki farin að hjálpa til en koma oft í heimsókn. „Fyrirtækið var stofn- að þegar ég var sex ára en þegar verslunin var stofnuð byrjaði ég að hjálpa til þá á unglings- aldri,“ segir Sigríður sem er þrítug. Sigríður er menntaður við- skiptafræðingur og vann um skeið í áhættustýringu hjá Kaup- þingi. „En það á betur við mig að vera í fjölskyldubisness, vera í rekstri og sjá afrakstur vinnunnar strax,“ segir Sigríður, sem sér um fjármálin en stekkur í önnur verk þegar þarf eins og aðrir starfs- menn. „Það er svolítið skemmtilegt hvað við höfum fundið okkar sess í fyrirtækinu fjölskyldan. Eldri yngri bróðir minn Arthúr, sér til dæmis um vefsíðuna og vefversl- unina en hann lærði hugbúnaðar- verkfræði. Gauti Rafn sá yngsti í hópnum er svo mest í versluninni og sölu- mennsku. Hann er 22 ára og hefur lokið fyrsta árinu í verk- fræðinni,“ segir Sig- ríður. Foreldrar Sigríðar, þau Ólafur Arason og Agnes Arthúrsdóttir, stofnuðu fyrirtækið og þó að þau hafi dregið sig út úr daglegum rekstri vinnur faðir hennar fyrir fyrir- tækið en mikið heima. Maðurinn hennar, Bernharður Guðmundsson, hefur hins vegar einna lengstan starfsaldur starfs- manna, enda hefur hann unnið þar síðan hann var fimmtán ára. Þrátt fyrir að fjölskyldan lifi og hrærist í Tæknibæ þá tekst þeim að forðast að tala um vinnuna þegar þau hittast í matarboðum. Sama má segja um Sigríði og Bern- harð. „Við kúplum okkur út heima og tölum þeim mun meira um aðal- áhugamálið, fótbolta,“ segir Sigríð- ur en þau hjónin spiluðu bæði með Stjörnunni í yngri flokkum. „Nú búum við í Kópavogi sem er alvar- legt mál nú þegar sá aldur nálgast að krakkarnir fara að æfa,“ segir Sigríður og hlær, en Breiðablik er hverfisfélagið. Sigríður segir ýmsa kosti fylgja því að vinna með fjölskyldunni og segir þau alltaf hafa verið sam- rýmd. „Mamma man varla eftir því að við höfum rifist systkinin,“ segir Sigríður sem tókst að smita bræður sína af hlaupabakteríu á síðasta ári. „Við fórum saman til Berlínar og hlupum þar maraþon. Það var kannski ekki svo rosalegt afrek fyrir mig þar sem ég hef alltaf verið í góðu formi, þeir hins vegar hafa ekki verið jafn mikið í íþróttum þannig að þetta var meiriháttar afrek fyrir þá. Ég veit eiginlega ekki hvernig mér tókst að plata þá út í þetta.“ - sbt Man ekki eftir að við höfum rifist Sigríður Ólafsdóttir er hluti af samheldinni fjölskyldu sem vinnur saman og rífst aldrei. Maðurinn hennar hefur unnið hjá fjölskyldufyrirtækinu síðan hann var fimmtán ára, en heima við er umræðuefnið frekar fótbolti en vinnan. Samheldin Fjölskylda Sigríðar hittist sennilega oftar en flestar aðrar fjölskyldur, enda vinna allir í henni í sama fyrir- tæki. Frá vinstri: Arthúr, Gauti Rafn, Ólafur, Agnes, Ólöf María, Sigríður, Arnar Guðni og Bernharður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Meðgangan viku fyrir viku Margar konur sem eiga von á barni hafa gaman að því að eiga bók sem fylgir þeim í gegnum meðgönguna stig fyrir stig. Lengi hefur vantað slíka bók á íslensku en nú hefur verið bætt úr því, með útgáfu Meðgöngu- bókarinnar hjá Sögu útgáfu. Í henni er að finna miklar og fróðlegar upplýsingar fyrir verðandi foreldra og svör við velflestum þeim spurningum sem kunna að vakna á með- göngunni, bæði hjá móður og föður. Í henni eru hagnýt ráð er varða allar hliðar meðgöngunnar, foreldrahlutverkið, tilfinn- ingaleg íhugunarefni og hvernig annast á nýburann eftir fæðingu. Sérstaklega er skemmtilegt og fróðlegt að skoða myndirnar í bókinni, sem sýna hvernig bumban stækkar og barnið þroskast, viku fyrir viku. Bókin er skrifuð af teymi sérfræðinga, ljósmæðra, lækna og annarra sérfræðinga. Hún er þýdd og staðfærð af Eddu Ýr Þórsdóttur, hjúkrunar- og lýðheilsufræð- ingi, sem jafnframt starfar við ungbarnaeftirlit. BÓKIN Fátt er eins vel til þess fallið að skapa vandræðaleg og ógleymanleg augnablik í lífi foreldra og hreinskilni og framhleypni lítilla barna. Eins og í flestum fjölskyldum eru til mýmargar sögur af mér og bróður mínum í æsku, þar sem við létum foreldra okkar engjast um með slíkri hegðun. Bróðir minn var og er mikið blíðmenni og oftast með það á hreinu hvað má og hvað má ekki segja á almannafæri. „Það má alls ekki benda á svona litla og skrýtna karla,“ sagði hann einu sinni hátt og skýrt við mömmu okkar, um leið og hann benti á lítinn og skrýtinn karl. Ég var meira í því að segja leikskólakennurunum í Danmörku, þar sem við bjuggum, lygasögur. Mig langaði í dýragarðinn og í Legoland um hverja helgi, sem var ekki alltaf í boði, með kornunga námsmenn sem foreldra. En ímyndunaraflið kemur sterkt inn þegar viljinn nær ekki sínu fram að ganga, svo ég sagði fóstrunum iðulega frá ævintýra- legum ferðum fjölskyldunnar um helgar. Þegar mamma kom að sækja mig tóku fóstrurnar oft á móti henni með bros á vör og spurðu: „Ooo, var ekki dejligt hjá ykkur um helgina í Legolandi?“ Ég hef í gegnum tíðina velst um af hlátri yfir þessum sögum og skemmt mér við að ímynda mér viðbrögð foreldra minna við þessar ómögulegu aðstæður. En nú er komið að þeim, ömmunni og afanum, að hlæja og okkur systkinunum að engjast. Við eigum nefnilega bæði lítil börn á miðju þriðja árinu sem eru komin með fínasta tak á tungumálinu. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spjalla við strákinn minn og lendi oft í því að gapa af undrun yfir því hvað hann er orðinn lunkinn við að koma hugsunum sínum í orð. Þetta nýfengna frelsi, að vera búinn að mastera talfærin og upplifa að fólk skilji, gerir það að verkum að hann hefur breyst í afkastamikla orðaframleiðsluvél. Talar stanslaust, frá því hann sest upp í rúminu á morgnana þangað til hann lognast út af á kvöldin. Og hann talar upp úr svefni líka. Og auðvitað talar hann líka stundum um eitthvað sem er fullkomlega óviðeigandi að færa í orð. „Mamma! Af hverju er þessi kona með svona stóra bumbu? Svona stóra, stóra risabumbu?“ sagði hann í sturtuklefan- um í sundi um daginn. Hjá mér varð fátt um móðurleg svör. Ég roðnaði, setti höfuðið undir bununa og lét mig dreyma um að konan hefði geymt heyrnartækin sín í búningsklefanum. Ég veit þetta er bara byrjunin á ballinu. Næstu árin á ég eftir að lenda reglulega í aðstæðum þar sem ég vildi óska að ég gæti sveipað um mig huliðsskikkju eða hreinlega gufað upp. Eitt er þó gott. Minningar verða til sem aldrei gleymast. Sundlaug Vesturbæjar, þennan sumardag árið 2010, verður að eilífu greypt í mitt minni. Ekki benda á skrýtna karlinn Sp ör e hf . s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálft fæði og allar skoðunarferðirinnifaldar Stralsund er ótrúlega fögur borg með heildstæðan miðaldarblæ og er saga Stralsund samofin sögu hansakaupmannanna. Ferðin hefst á flugi til Berlínar og er haldið þaðan til Stralsund þar sem gist er í 3 nætur. Förum í dagsferð til drottningar hansaborgara, Lübeck, skoðum hið fræga borgarhlið, förum á safn og smökkum á marsipani sem Lübeck er fræg fyrir. Leiðin liggur síðan til Rostock þar sem er áhugavert miðaldasafn og endum á eyjunni Rügen sem er þekkt fyrir náttúrufegurð. Gistum í 4 nætur í bænum Sellin og njótum strandmenningarinnar. Farið verður í skoðunarferð um Jasmund þjóðgarðinn, til Putbus sem er miðstöð menningar á Rügen og skoðum veiðihöllina Göhren. Komum einnig á Usedom eyjuna, förum í gönguferð yfir til Swinoujscie í Póllandi og siglum um Müritz-vatnasvæðið. Ferðin endar í höfuðborginni Berlín þar sem farið verður í skoðunarferð áður en flogið er heim á leið. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 164.400 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. Marsipan & 12. - 19. ágúst SUMAR 9 Hansakaupmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.