Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 18
18 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR hins vegar förðun og hárgreiðslu. Kannanir sýna að meira brottfall er úr verknáminu heldur en bók- námi og er það í takti við það sem gerist í Evrópu. Katrín Jakobsdóttir segir að vissulega hafi framboð á verk- námi aukist. Framhaldsskólarn- ir séu hins vegar enn mjög bók- námsmiðaðir. Vandamálið sé að fá nemendur til að nýta sér önnur úrræði sem eru í boði. Það hafi ekki gengið sem skyldi. Hún bendir á listnámsbraut- ir sem nýjung sem sé að verða æ vinsælli. Í raun eigi nemendur að geta fundið flest við sitt hæfi, en mörg úrræðin séu vannýtt. Íslensku aðstæðurnar Skólakerfið á Íslandi þykir vera mjög sveigjanlegt. Það er kostur, en getur um leið boðið hættunni heim ef nemendum er ekki fylgt eftir. Sveigjanleikinn gerir það að verkum að nemendur skipta gjarnan um brautir og ef þeir eru án handleiðslu hættir þeim frekar til að flosna upp. Þá er það sérstætt hér að fram- haldsskólinn er lengri en víðast hvar annars staðar, tekur fjög- ur ár. Samtök atvinnulífsins hafa bent á þetta í skýrslu og lagt til að skólinn yrði styttur. Það mundi draga úr brottfalli og auka mennt- un fólks á vinnumarkaði. Raunin er hins vegar sú að þeir sem vilja hafa getað klárað stúd- entspróf á þremur árum um langa hríð, áfangakerfið hefur boðið upp á það. Stella segir rannsóknir sýna að rúmlega helmingur þeirra sem hættir í námi hafi lokið minna en eins árs námi. Um 80 prósent þeirra sem hverfa á brott hafa lokið minna en tveggja ára námi. Krakkarnir virðast því hætta í upphafi náms, ekki þegar reynt hefur á árin fjögur. „Þá hefur verið þrýstingur í okkar samfélagi á bóknámið. Það er til dæmis sérstakt hvað marg- ir fara á náttúrufræðibraut hjá okkur, það virðist vera þrýstingur í þá átt. Rannsóknir sýna að meiri líkur eru á að barn flosni upp úr námi ef misræmi er á milli þess sem það vill læra og þess sem for- eldrarnir vilja að það læri,“ segir Kristjana Stella. Þá er það sérstakt hve stór hluti íslenskra ungmenna vinnur mikið. Það þekkist ekki annars staðar í Evrópu. Annars vegar vinna þau mikið með náminu, stundum allt að heila vinnuviku samhliða nám- inu. Hins vegar hafa þau feng- ið vinnu þegar þau flosna upp úr náminu. Stella segir að það verði áhugavert að fylgjast með hvernig breyttar aðstæður í efnahagslífinu hafi áhrif á þennan þátt. Hefst í grunnskóla Ólíkt því sem margir gætu hald- ið þá er námsárangur ekki eina ástæða brotthvarfs. Vissulega hætta fæstir þeirra sem fá hæstu einkunnirnar og fleiri hætta af þeim sem fá lægstu einkunnirnar. Staðreyndin er hins vegar sú að um meðalkúrfu er að ræða og stór hluti þeirra sem stendur sig ágæt- lega hverfur frá námi. Kristjana Stella hefur gert rann- sóknir á sama hópnum í grunn- skóla, 14 og 15 ára gömlum. Í ljós kom að það sem skiptir mestu máli eru þau tengsl sem krakkarnir finna við skólann og námið, ekki endilega einkunnirnar. „Hjá þeim sem voru með góða einkunn og hættu námi sá ég að þessi tengsl minnkuðu frá 14 til 15 ára aldurs. Hjá þeim sem voru með slakari einkunn en héldu áfram námi höfðu þessi tengsl hins vegar styrkst.“ Skuldbindingin gagnvart náminu virðist því vera breytileg. „Það er hægt að gera ýmislegt til að auka jákvæð tengsl nemenda við skól- ann og menntunina. Þannig getur góður kennari gert kraftaverk. Tilfinningarnar gagnvart skólan- um og náminu virðast því ráða því hvað gerist varðandi áframhald á náminu.“ Langt ferli Þetta er í samræmi við rannsókn- ir erlendis sem sýna að þau börn sem bindast skólanum og náminu á jákvæðan hátt, samþykkja regl- ur skólans og mikilvægi náms- ins, hætta síður námi. Krakkarn- ir þurfa að líta á skólann sem stað sem þau eru þátttakendur í og eru sammála því sem þar gerist. Um ferli er að ræða sem hefst strax hjá foreldrum. „Þau börn sem búa við mikla viðurkenningu og stuðning foreldra, en á sama tíma reglu- festu og kröfur, eru miklu líklegri til að ljúka námi en þau sem gera það ekki.“ Stella segir kjarnann í sínum rannsóknum vera að ferlið, sem endar í því að ungmenni hverfur brott frá námi, hefjist snemma í skólagöngu barnsins. Skuldbinding nemenda gagnvart námi og skóla sé lykillinn í því ferli. Til að styðja sem best við krakk- ana þurfi því að auka náms- og starfsfræðslu í grunnskólum. Krakkarnir þurfi að kynnast vinnu- markaðnum og námi framtíðarinn- ar betur. „Það þarf að kynna þeim umhverfið og hjálpa þeim að skilja heiminn eins og þau hafa þroska og getu til. Ekki að halda bara stutt námskeið í lok grunnskóla.“ Þá sé mikilvægt að lóðsa nem- endur í gegnum framhaldskólana og þá möguleika sem þar finn- ast. Til þess þurfi betri náms- og starfsráðgjöf. „Það þarf meiri ráðgjöf til að hjálpa krökkunum til að fóta sig í öllum sveigjanleikanum.“ Í slendingar guma gjarnan af menntun þjóðarinn- ar og til hennar var meðal annars gripið sem eins af úrræðunum út úr kreppunni. Vissu- lega er fjöldi fólks vel mennt- aður, en rannsóknir sýna að íslensk ungmenni eru minna menntuð en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndunum. Á þessu virðast vera fjölmarg- ar skýringar. Þjóðfélagsgerðin er ólík hér þegar kemur að atvinnu- þátttöku ungmenna og svo virðist sem hér sé óvenjumikill þrýsting- ur á nemendur að fara í bóknám. Þá er sveigjanleiki í námi hér mjög mikill og síðast, en fráleitt síst, er framhaldsskólinn lengri hér en víða annars staðar. Brotthvarf helst stöðugt Kristjana Stella Blöndal hefur rannsakað brotthvarf úr fram- haldsskólum, meðal annars í samvinnu við Jón Torfa Jónas- son og Sigríði Aðalsteinsdótt- ur. Hún segir Ísland skera sig úr þegar kemur að fjölda þeirra sem hverfa frá námi. Athyglis- vert sé einnig að brotthvarfið helst stöðugt hér. „Hér hafa verið rannsakaðir þrír árgangar með tilliti til brotthvarfs. Jón Torfi skoðaði ´69 árganginn, við tvö skoðuð- um ´75 árganginn og Hagstofan gerði sams konar rannsókn á ´83 árganginum. Það merkilega er að á þessu 13 ára tímabili helst brott- hvarfið mjög svipað; eða í kring- um 40 prósent nemenda. Það er að segja að við 24 ára aldur hafa um 40 prósent þeirra ekki lokið neinu framhaldsskólanámi. Þetta er í mótsögn við þróun- ina hjá OECD-löndunum, þar sem brotthvarf fer minnkandi með árunum. Hér helst það hins vegar stöðugt.“ Evrópusambandið setti sér árið 2000 markmið um að árið 2010 yrði brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum ekki meira en 10 prósent. Það er ljóst að Íslend- ingar eiga langt í land með að ná þeirri tölu. Þó virðist það fara minnkandi, hefur minnkað um 5 prósent frá árinu 2000. Menntunar- og atvinnulausir Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir brottfall vera vandamál sem þurfi að taka á. Fólk eigi að geta aflað sér mennt- unar í lífinu og eiga fleiri tæki- færi. „Vandamálið er að stór hluti sækir sér enga menntun umfram grunnskólann og okkur vant- ar meira framboð af tækifærum fyrir það fólk. Hér hafa lýðskól- ar til dæmis aldrei dafnað og fólk verið að einblína um of á mennta- skólana, eða svipaða menntun. Það skiptir svo miklu máli að virkja einstaklingana og að flest- ir upplifi það að þeir geti aflað sér frekari menntunar í lífinu. Að þeir eigi frekari tækifæri.“ Tölur sýna að yfirgnæfandi meirihluti ungmenna á atvinnu- leysisskrá hefur aðeins lokið grunnskólanámi. Í október 2009 átti það við um 67 prósent allra 29 ára og yngri sem voru án atvinnu. Af þeim sem höfðu verið atvinnu- lausir sex mánuði eða lengur höfðu 72 prósent einungis lokið grunn- skólanámi. Þegar allir á atvinnuleysis- skrá eru skoðaðir, frá 16 til 70 ára, kemur í ljós að yfir helming- ur, eða 52 prósent, hefur einungis lokið grunnskólanámi. Úrræðin ekki nýtt Á Íslandi fara næstum allir nem- endur í framhaldsskóla, eða yfir 90 prósent. Þannig hefur það verið um langt skeið. Líkt og mennta- málaráðherra bendir á hefur ekki verið mikið framboð af annars konar námi. Það hefur hins vegar breyst á undanförnum árum og í bæklingi sem dreift er til grunn- skólanema er boðið upp á um 80 starfs- og verknámsbrautir. Flóran er því fjölbreytt, en athygli vekur að brautirnar eru mjög kynskiptar. Annars vegar er um hefðbundnar karlabrautir að ræða eins og raf- og bíliðnir, en Minna menntuð en við héldum Brottfall úr framhaldsskólum er óvenjumikið hér á landi og mun færri ungmenni hafa lokið framhaldsnámi hér en í OECD-lönd- unum. Þjóðin er minna menntuð en hún hélt. Langflest atvinnulaus ungmenni hafa einungis lokið grunnskólanámi. Kolbeinn Óttarsson Proppé kynnti sér brotthvarf úr framhaldsskólum og komst að því að Íslendingar standa öðrum þjóðum langt að baki. Króatía Noregur Tékkland Pólland Slóvenía Slóvakía Litháen Svíþjóð Írland Finnland Kýpur Austurríki Ungverjaland Búlgaría Belgía Frakkland Grikkland Eistland Lettland Bretland Rúmenía Ítalía Holland Þýskaland Lúxemborg Danmörk Spánn Malta Portúgal Ísland Tyrkland % 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Menntun ungmenna eftir löndum Hlutfall Evrópubúa á aldrinum 20-24 ára sem lokið hafa að minnsta kosti prófi úr framhaldsskóla árin 2000 og 2007: ■ 2007 ■ 2000 HEIMILD: ESB SAMRÆMD PRÓF Námsárangur er fráleitt eini þátturinn sem hefur áhrif á brotthvarf úr framhaldsskóla. Um 40 prósent 24 ára ungmenna hafa ekki lokið framhaldsskólanámi hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Menntun atvinnu- lausra 29 ára og yngri* Grunnskóli 67% Annað nám á fram- haldsskólastigi 2% Iðnnám 9% Verslunarpróf 2 ár 1% Stúdent 13% Háskólanám 8% Heimild: Félags- og tryggingamálaráðuneytið * í október 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.