Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 26
26 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR
eyjarför getur fólk í leiðinni
farið norður fyrir norður-
heimskautsbauginn, sem
gengur í gegnum eyjuna og
oft kemur fólk langt að til
þess eins. Í Grímsey er það
nokkurn veginn skilyrði að
ferðamenn gæði sér á salt-
fiski, sem er víst afbragð,
og versli í Búðinni, sem
er einkarekin skemmtileg
verslun.
8. SUÐURLAND
Vestmannaeyjar
Líkt og Grímsey má heim-
sækja Vestmannaeyjar með
flugi eða ferju. Þegar þang-
að er svo komið er hægt að
velja á milli fjölbreyttra
gistimöguleika sem
og veitinga- og
skemmtistaða
enda íbúafjöldi
yfir 4.000. Boðið er
upp á alls kyns skoðunar-
ferðir í Eyjum og lund-
inn er í aðalhlutverki þar
sem stærstu lundabyggð
heims má finna á staðnum,
enda unir hann sér vel á
15 eyjum og 30 skerjum og
dröngum.
klaustur í meira
en 300 ár. Um
tíma var þar 100
manna þorp sem fór
í eyði 1943. Nú er eyjan
hluti af heimssögunni
með tilkomu Friðarsúl-
unnar í minn-
ingu Johns
Lennon.
4. SKAGA-
FJÖRÐUR
Drangey
Eitt þekktasta kennileiti
Skagafjarðar er líklega
Drangey. Ekki er siglt út
í eyjuna eftir skipulagðri
áætlun en sem dæmi má
nefna fyrirtækið Drangeyj-
arferðir sem siglir með fólk
þangað frá Reykjum,
eftir eftirspurn.
Eyjan á sinn
stað í hjörtum
margra, enda var
Grettir Ásmund-
arson, ein ástsæl-
asta hetja Íslands,
drepinn þar samkvæmt sög-
unni. Uppgangan sjálf í eyj-
una er sögð mögnuð, en hún
er aðeins kleif á einum stað,
þar sem kallast Uppganga.
Guðmundur biskup góði var
fenginn til að vígja eyjuna
eftir tíð slys þar og í Upp-
göngu er einmitt að finna
Gvendaraltari, þar sem
gestir fara með Faðirvorið
áður en lengra er haldið. Sé
Yfir háanna-ferðatímann í
sumar birtir helgarblað Frétta-
blaðsins Íslandskort með
upplýsingum fyrir ferðalanga.
Um síðustu helgi var það
vegvísir að nokkrum dýrindis
veitingahúsum víðs vegar um
land og í dag leiðarvísir að
barnvænum stöðum víða um
land. Á næstu vikum má svo
búast við svipuðum vísum að
ýmsum perlum sem vert er að
muna eftir á ferðalaginu.
Safnaðu síðunum!
farið varlega á þó enginn
að vera í hættu. Notalegur
skáli er í eynni sem hægt er
að gista í.
5. EYJAFJÖRÐUR
Hrísey
Samgöngur til Hríseyjar
á Eyjafirði koma ferða-
löngum ljómandi vel. Ferj-
an Sævar gengur á milli
Hríseyjar og Árskógssands
nokkrum sinnum á dag og
tekur ferðin aðeins um 15
mínútur hvora leið. Hrísey
er næststærsta eyjan við
Ísland og lítið þorp er að
finna á henni syðst. Margt
má finna sér til dundurs á
eyjunni. Gönguferðir, fugla-
skoðun en fuglalíf þar er
einstakt. Ekki má gleyma
að benda ferðamönnum
á að fá sér nautasteik
þegar komið er út í eyj-
una en þar má finna ljóm-
andi nautgripablendinga
af Limosine-, Aberdeen
Angus- og Galloway-kyni.
6. AUSTURLAND
Papey
Papey er stærsta eyjan
fyrir Austurlandi og til-
heyrir Djúpavogshreppi.
Eyjan er hreinasta náttúru-
undur. Boðið er upp á dag-
legar ferðir út í eyjuna frá
Djúpavogi yfir sumartím-
ann þar sem lagt er í hann
frá smábátahöfninni klukk-
an eitt eftir hádegi og komið
til baka síðdegis. Siglt er
umhverfis eyjuna, fugl og
selur skoðaður, og gengið
um eyjuna sjálfa. Perla eyj-
arinnar er minnsta og elsta
timburkirkja á Íslandi, en
auk hennar má þar finna
vita frá 1922, uppgröft
Kristjáns Eldjárn á bæ frá
10. öld og nokkrar rústir er
kallast Papatættur, en þó
hafa ekki fundist nein
merki um búsetu
Papa í eyjunni.
7. NORÐUR-
LAND
Grímsey
Grímsey er nyrsti manna-
bústaður Íslands og tilheyr-
ir í dag Akureyri. Eyjan
er ein fárra sem hægt er
að fljúga til og ferjuferð-
ir eru frá Dalvík, þrisvar
sinnum í viku. Með Gríms-
Vissir þú að …
…bóndi eyjarinnar Vigur er af sama
ættlegg og búið hefur á eynni síðan árið
1884 – svokallaðri Vigurætt.
…í Vigur má þar finna óvenjufallegan
brunn en íbúar í Vigur eru ekki háðir
meginlandinu um drykkjarvatn.
…að byggð í Flatey hefur haldist þar í
eitt þúsund ár, þökk sé búsældarlegu
svæði. Engum varð kalt í Flatey undir
þykkum dúnsöngum úr dúni eyjanna
í kring og því er talið að ástin og
rómantíkin hafa allt tíð verið óvenju-
blómleg í Flatey–- þar sem allir höfðu
nóg að bíta og alltaf var hlýtt.
…að Viðeyjarstofu teiknaði þekktasti
arkitekt Danmerkur, sá sami og teiknaði
til að mynda konungshöllina í Kaup-
mannahöfn.
…í Viðey, á haustin, má tína kúmen sem
vex þar, nú eða valhumal, sem einnig
vex þar og er talinn allra meina bót.
…sigið er eftir eggjum í Drangey og
áður fyrr var fuglinn einnig veiddur á
fleka sem lagðir voru á sjóinn. Slíkar
fuglaflekaveiðar lögðust af árið 1966.
…lausaganga katta og hunda er
bönnuð í Hrísey. Það útskýrir kannski
sérstaklega hversu blómlegt fuglalíf er
í eynni.
…mannlífið í Grímsey er afar blómlegt
og Grímseyingar eru taldir glaðlyndari en
hinn venjulegi Íslendingur.
…þeir sem langar að gista í Papey
geta tekið með sér tjald og húkkað sér
ferð til baka með næstu ferð ferjunnar
sem gengur þangað daglega.
…Eina sædýrasafn Íslands er að finna
í Vestmannaeyjum. Lifandi sýning um
eldgosið 1973 er á Byggðasafninu þar.
Ýmis aukaleg eyjaviska fyrir fróðleiksþyrsta ferðalanga
08
01
02
04
03
05
06
071. ÍSAFJARÐARDJÚP
Vigur
Að sigla út í Vigur, næst-
stærstu eyjuna í Ísafjarðar-
djúpi, er hálfpartinn eins
og að heimsækja heimili en
eyjan er í einkaeign. Marg-
ir hafa lýst ferð út í Vigur
sem svo að „tíminn standi
kyrr“ og afslappað and-
rúmsloftið og fas íbúa þar
er fljótt að smitast. Dags-
ferðir eru farnar út í eyj-
una frá Ísafirði og heild-
arlengd ferða er um 3-4
klukkustundir. Í bland við
stórfenglega náttúrufegurð,
ótrúlegt fuglalíf, kýr, krútt-
leg gömul hús og kletta er
einu kornmyllu landsins að
finna í eyjunni. Rúsínan í
pylsuendanum er svo bakk-
elsi úr fórum ábúenda, sem
gestir gæða sér á í Viktoríu-
húsi. Vert er að hafa í huga
að þar sem Vigur er jú líka
heimili eru myndatökur inn
um glugga húsanna ekki
góð hugmynd.
2. BREIÐAFJÖRÐUR
Flatey
Gönguferð um Flatey getur
verið svipuð upplifun og að
ganga inn í 19. aldar leik-
mynd. Háreist timburhús,
klædd marglitu bárujárni,
með litlum persónulegum
görðum, tún og lítill kirkju-
garður. Eyjan er stærst
eyja á Breiðafirði. Ferjan
Baldur siglir allt árið yfir
Breiðafjörð frá Stykkis-
hólmi til Brjánslækjar, með
viðkomu í Flatey. Þá siglir
Björn Samúelsson á Reyk-
hólum með ferðamenn í
Flatey á Breiðafirði, með
bátnum Súlunni sem tekur
19 farþega, á vegum Eyja-
siglinga. Siglt er frá Stað á
Reykjanesi.
3. KOLLAFJÖRÐUR
Viðey
Viðey í Kollafirði er rétt
utan við Reykjavík og áætl-
unarferðir frá Gömlu höfn-
inni, Ægisgarði, eru farnar
út í eyjuna árið um kring,
alla daga á sumrin og á
laugardögum og sunnu-
dögum yfir vetrartímann.
Viðey er paradís áhugafólks
um sögu því segja má að
eyjan sé samofin Íslands-
sögunni. Í Viðey var rekið
Ævintýralegar eyjasiglingar
Fátt er meira spennandi í huga ungra sem aldinna en sigling út í eyjar. Framandlegt getur verið að stíga á ey þar sem aðeins
lundar og aðrir fuglar búa en ekki er verra að hitta fyrir hreinræktaða eyjaskeggja. Fréttablaðið leit yfir nokkrar eyjaferðir.