Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 52
6 fjölskyldan á ferðalagi á framandi slóðir... MARGT SKEMMTILEGT er í boði fyrir fjölskyldufólk sem ætlar að ferðast innanlands í sumar. Má þar meðal annars nefna íþróttahátíðina Furðuleika á Ströndum á morgun. Þetta er bara spurning um að láta hlutina gerast,“ segir Vala. „Við ákváðum dagsetn-ingu tveimur árum áður en ferðin hófst og lögðum til hliðar mánaðarlega upphæð. Svo var bara lagt í hann.“ Fjölskyldan ferðaðist um alla Suður Ameríku og var í burtu frá Íslandi í heilt ár. Vala segir aðal áhyggjuefnið hafa verið skólagöngu strákanna. Vel hafi þó verið tekið í hugmyndina í Varmaskóla, grunn- skóla drengjanna. Þar fékk Vala leið- beiningar um hvernig hún ætti að kenna strákunum „heima“ í ferðinni. „Þetta var ekkert mál,“ segir hún. „Reynslan sem þeir hlutu er líka ómetanleg og á við skólagöngu.“ Fjölskyldan lagði af stað frá Íslandi í ágúst 2008 og var upphaf- lega áætlað að fara í heimsreisu. Eftir hrunið í október hafði ferða- sjóður fjölskyldunnar hins vegar minnkað um helming, svo ákveð- ið var að halda sig innan S-Amer- íku og dvelja þar. „Það voru margir hérna heima sem héldu að við mynd- um koma heim,“ segir Vala. „En það er ódýrt að lifa í S-Ameríku og þetta er yndisleg álfa með ótrúlega fjöl- breyttu landslagi og menningu.“ Þau reyndu að stoppa í mánuð á hverjum áfangastað. Í Rio de Jan- eiro í Brasilíu æfðu Vala og Guðjón brasilískt Jiu Jitzu hjá Gracie Barra, þekktustu samtökum innan íþróttar- innar. „Rio er yndisleg,“ segir Vala. „Við æfðum á morgnana, fórum svo á ströndina að læra og skemmta okkur. Fólkið er yndislegt og vildi allt fyrir okkur gera. Þessi tími var ómetanlegur.“ Fjölskyldan ferðaðist milli landa í rútum og var oft sólarhring á ferð- inni í einu. „Strákunum fannst þetta ekkert mál,“ segir Vala. „Það erum við fullorðna fólkið sem miklum hlut- ina fyrir okkur.“ Eftir mörg stopp fóru þau til syðsta bæjar heims, Ushiaia í Argentínu. Vala segir það hafa verið undarlega tilfinningu. „Að fara úr hitabeltisregnskógum þar sem var 40 stiga hiti og koma allt í einu niður til staðar sem var eins og Hafnarfjörður um vetur.“ Eftir Argentínu, þar sem strák- arnir æfðu meðal annars fótbolta með öðrum krökkum, var ferðinni heitið upp í gegn um Chile, Bóliv- íu og Perú. Þaðan var svo farið til Evrópu og flogið heim til Íslands. „Þetta var ómetanleg ferð og frá- bært hvernig tekið var á móti okkur á öllum stöðum sem fjölskyldu,“ segir Vala. - sv Fjölskyldufrí sem varði í ár Vala Mörk og Guðjón Svansson fóru með syni sína þrjá í allsherjar ferðalag um heiminn. Þau lögðu fyrir í ferðasjóð í hverjum mánuði og létu drauminn rætast í ágúst 2008. Bræður á ferð Viktor tólf ára, Arnór tíu ára, Orri sex ára og mörgæs í Argentínu. MYND/ÚR EINKASAFNI Í fjölskylduferðinni Fjölskyldan í Rio de Janeiro í Brasilíu. Framandi Arnór með fálka í Colca Canyon í Perú. Purity Herbs framleiðir 100% náttúrulegar húðsnyrtivörur sem veita fullkomna næringu Fullkomin andlitslína frá Purity Herbs U d b j é l k i íkt NÝ VARA Undur berjanna Fyrirbyggjandi andlitskrem 25+ Trúir þú á Kraftaverk? Hið þekkta Kraftaverk frá Purity Herbs er fjölvirkt jurtasmyrsl sem er einstaklega græðandi og náttúrulega sótthreinsandi. Það má nota á húðþurrk og kláða, varaþurrk, brunasár, skrámur, húðkvilla og er ómissandi við hálsbólgu og hæsi! 100% náttúruleg vara. + = TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki Rafmagnað frí... ár eftir ár Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.