Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 31
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég hóf helgarfríið á Hólmavík þar sem ég söng fyrsta bassa með Raddbandafélagi Reykjavíkur, en við stigum á stokk með Svav- ari Knúti á Hamingjudögum,“ segir Samúel C. Lefever, lektor við Háskóla Íslands, inntur eftir dagskrá helgarinnar. „Eftir góðan nætursvefn á Ströndum brunaði ég áfram norð- ur í Skagafjörð þar sem ég ætla að eyða afgangi helgarinnar með góðum vinum og fyrrverandi sveitungum mínum á skagfirskum sveitabæ,“ upplýsir Samúel sem bjó í skagfirskri sveit í fimm ár. „Ég kann afskaplega vel við mig í sveit því sjálfur ólst ég upp á sveitabæ í Kansas-fylki. Íslenskt sveitalíf er þó mjög frábrugðið því sem ég þekki úr minni heima- sveit vestra; bæði landslag, veð- urfar og mannlíf. Heima í Amer- íku vorum við töluvert einangruð sökum fámennis og dagarnir afar fábreyttir, en hér er miklum mun meira um að vera,“ segir Samúel sem nýtur þess að ríða út í mekka- héraði íslenskra hestamanna og segir það bónus verði hægt að fara á hestbak um helgina, en helsta markmið þeirra vina sé að ganga á Mælifellshnúk á sunnu- dag, sem er einmitt þjóðhátíðar- dagur Bandaríkjamanna. „Kannski ég taki með gamla þjóðfánann til að tylla á hnúkinn að göngu lokinni, en allt frá því ég flutti til Íslands fyrir þrjátíu árum hef ég ekki haldið 4. júlí hátíðlegan. Hátíðahöld Banda- ríkjamanna eru miklu hófstillt- ari en Íslendinga á þjóðhátíðar- daginn, sem sennilega skýrist af stærðarmun landanna. Bernsku- minningarnar hafa þó að geyma skrúðgöngu í sveitaþorpinu heima og flugeldasýningu um kvöldið, og á tímabili tók ég þátt í skrúð- göngunni með skólahljómsveit- inni. Ég held að hátíðahöld þar séu enn með svipuðu sniði, en vinsælt er að nota þennan frídag til endur- funda gamalla skólafélaga og eru þá haldin nemendamót, ekki síst ef daginn ber upp á helgi,“ segir Samúel og bætir við að þjóðernis- kennd Bandaríkjamanna birtist í fána þeirra sem víðast hvar er dreginn að húni á þjóðhátíðar- daginn, og margir haldi litla fjöl- skylduveislu með sínum nánustu, þótt sú hefð komist ekki í hálf- kvist við Þakkargjörðarhátíðina sem er stærst fjölskylduhátíða vestra. „Eftir ferðalög með Íslending- um á erlendri grundu hef ég séð að hjarta þeirra dvelur hjá fóstur- jörðinni á 17. júní og séu marg- ir samankomnir halda þeir dag- inn hátíðlegan hvar sem þeir eru staddir. Bandaríkjamenn eru allt öðruvísi, en vissulega hugsa ég heim til fjölskyldunnar þótt ég éti ekki vatnsmelónur eða grilli hamborgara þann daginn,“ segir Samúel og hlær dátt. „En ef ég væri heima í Kansas er ég viss um að ég gerði eitthvað sérstakt í tilefni dagsins, grillaði með fjölskyldunni og færi jafnvel aftur á gömlu, góðu flugeldasýn- inguna.“ thordis@frettabladid.is Bandarískur fáni á fjalli Á morgun er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þá gæti þjóðfáni þeirrar miklu þjóðar blakt á toppi Mælifellshnúks, þegar íslensk-ameríski lektorinn Samúel C. Lefever hugsar vestur um haf og heim. Samúel C. Lefever með gamlan eplakassa, merktan Ríkisháskólanum í Kansas, en í þennan kassa tíndi Samúel fullþroska epli fylkisins í sjarmerandi aukavinnu á háskólaárunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÖNNUR UMFERÐ Íslandsmeistaramótsins í motocrossi fer fram á keppnissvæði Vélhjóla- íþróttaklúbbsins á Álfsnesi í dag. Nánari upplýsingar á wwww.motocross. Sængurfatnaðurinn er ofinn úr gæða bómullardamask. Yfir 30 tegundir af sængurfatnaði til brúðargjafa. Íslensk hönnun á góðu verði. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.