Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 58
 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is „Óhætt er að segja að samtökin séu sterk og njóti virðingar og hafi haft jákvæð áhrif í samfélaginu, fyrir atbeina góðs starfsfólks og stjórna. Sjálfur tel ég mig eiga einhvern þátt í því og skil af þeim sökum sáttur við samtökin og kveð þau með sökn- uði,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, sem hefur látið af störfum sem fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Jón Steindór er fæddur á Akureyri 1958 og er þar uppalinn, sonur hjón- anna Sigurveigar Jónsdóttur leikkonu og Valdimars Pálssonar bólstrara. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1978 og lauk prófi í lög- fræði við Háskóla Íslands 1985. Áður hafði hann kynnst eiginkonu sinni Gerði Bjarnadóttur kennara og á með henni þrjár uppkomnar dætur, Gunni, Höllu og Hildi. Eftir útskrift starfaði Jón Steindór um tíma hjá fjármála- ráðuneytinu og síðan hjá Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna. Eftir það vann hann hjá Félagi íslenskra iðnrekenda og hefur tekið þátt í marg- víslegum störfum á vegum þess. Jón Steindór hefur unnið í þágu SI síðustu 16 ár og fannst tímabært að skipta um vettvang. „Ég hef náttúrulega ekki verið mikið á ferðinni síðustu ár, hjá sam- tökunum hef ég starfað sem aðstoðar- framkvæmdastjóri frá stofnun 1994 og framkvæmdastjóri síðustu þrjú ár. Áður starfaði ég hjá Félagi íslenskra iðrekenda, sem er eitt þeirra félaga sem rann inn í Samtök iðnaðarins. Mér fannst því tímbært að snúa mér að öðru og hleypa einhverjum ferskum að, það er skynsamlegt að hætta þegar vel gengur en halda ekki áfram þar til maður er orðinn útbrunninn og láta það bitna á samtökunum,“ segir Jón Stein- dór og brosir, þótt alvara búi að baki hverju orði. Hann segist í gegnum starf sitt hafa orðið vitni að miklum sviptingum í iðnaði á Íslandi. „Ég tek við á hátindi uppsveiflunnar árið 2007, þótt undir- stöðurnar hafi síðan ekki reynst mjög traustar og þegar ég hætti núna erum við nærri því að vera á botninum. Margt bendir þó til að allt sé smám saman á uppleið og á heildina litið hafa atvinnulífið og iðnaðurinn þróast mikið síðustu tíu ár. Nýjar iðngreinar hafa sprottið upp og nýsköpun og menntun fengið aukið vægi. Svo erum við í við- ræðum um aðild að Evrópusamband- inu en ég er sannfærður um að hún hefði góð áhrif á starfsumhverfi iðn- aðar og hagsæld Íslendinga til langrar framtíðar.“ Jón Steindór segir sína framtíð hins vegar óráðna. „Þetta hefur verið sprettur þannig að ég ætla að taka því rólega í sumar og í framhaldinu mun ég skoða hvað mig langar til að gera. Það getur verið að ég snúi mér að ein- hverju allt öðru, einn kosturinn við þetta starf er að maður hefur kynnst mörgum og ólíkum hlutum, sem ætti að nýtast vel á margvíslegum vettvangi,“ segir hann bjartsýnn. roald@frettabladid.is JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON: HÆTTIR SEM FRAMKVÆMDASTJÓRI SI Sáttur við góðan árangur RÉTTIR ÖÐRUM KEFLIÐ „Mér fannst orðið tímabært að snúa mér að öðru og hleypa einhverjum nýjum og ferskum að,“ segir Jón Steindór Valdi- marsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins eftir þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslendingum barst Marshall aðstoð, um 39 milljónir dala, frá Bandaríkjunum á þessum degi árið 1948. Marshall-áætlunin, var áætlun skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu til að stuðla að upphgangi landa í Evrópu eftir seinna stríð. William L. Clayton og George F. Kennan gegndu lykilhlutverk í hönnun áætlunarinnar sem var nefnd eftir þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Marshall. Ísland var eitt þeirra landa sem þáðu aðstoðina en hún hafði mikil áhrif á uppbyggingu landsins eftir seinni heimsstyrjöld. Fyrri tilstilli hennar var meðal annars ráðist í stærri framkvæmdir og togarar og landbúnaðarvélar af ýmsum gerðum keypt. ÞETTA GERÐIST: 3. JÚLÍ 1948 Ísland fær Marshall-aðstoð ÓLAFUR STEFÁNSSON ER 37 ÁRA „Maður á bara að vera valinn ef maður er betri en hinir. Ekki á einhverri fornri frægð.“ Ólafur Indriði Stefánsson er íslenskur handknattleiks- maður og fyrirliði íslenska landsliðsins í handknatt- leik. Hann er uppalinn í Val og spilar stöðu hægri skyttu fyrir RN Löwen í þýsku fyrstu deildinni í handknattleik. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Ásgerðar Sigurbjörnsdóttur Byggðavegi 86, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar í Kópavogi, Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu og deildar 11E á Landspítalanum fyrir veittan stuðning og aðhlynningu. Haraldur Magnússon Sigurbjörg Haraldsdóttir Þorvaldur Rafn Kristjánsson Anton Haraldsson Sverrir Haraldsson Magnús Orri Haraldsson Sigurbjörn Haraldsson og barnabörn. Útför ástkærrar sambýliskonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, systur og frænku, Ragnhildar Ingólfsdóttur, sem lést sunnudaginn 13. júní, fór fram í Vengkirkju á Jótlandi 17. júní síðastliðinn. Minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar. Peter W. Petersen Sædís Ragnhildardóttir Jesper Mikkelsen Martina Agrillo Lukas Benedikt Mikkelsen systkini og fjölskyldur hinnar látnu. Hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur og samúð við andlát og útför okkar hjartkæra Agnars Möller Háulind 25, Kópavogi. Við þökkum sérstaklega starfsfólki deildar 13 E og blóðskilunardeildar Landspítalans fyrir fagmennsku og manngæsku við umönnun og meðferð Agnars. Lea Rakel Lárusdóttir Möller Margrét Möller Guðmundur J. Guðlaugsson Alma Möller Ólafur Valur Ólafsson Thomas W. Möller Bryndís María Tómasdóttir Ásta Möller Haukur Þór Hauksson Edda Möller Einar Eyjólfsson. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ogútfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Bryntýs Zoega Magnússonar, Dalbraut 16, Reykjavík. Pálína Ellen Jónsdóttir, Örn Björnsson, Jóhanna Guðrún Zoega Jónsdóttir, Ragnar Ólafsson Helgi Jón Jónsson, Heiðar Bryntýr Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalang- afi, Sigurberg Bogason frá Flatey á Breiðafirði, Kleppsvegi 32, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 1. júlí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Guðjónsdóttir Erla Sigurbergsdóttir Haukur Már Haraldsson Margrét Sigurborg Sigurbergsdóttir Þór Guðlaugur Vestmann Ólafsson Guðjón Sigurbergsson Dagmar Svala Runólfsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær faðir minn og afi okkar, Daði Daníelsson Dvalarheimilinu Höfða, (síðast Stillholti 19 Akranesi), lést á Dvalarheimilinu Höfða 15. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elín Ingibjörg Daðadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.