Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 27
Að vera saman að veiðum í hvern-ig veðri sem er styrkir fjölskyldu-tengslin og eflir samkenndina. Í fyrra var grenjandi rigning allan
tímann og pollafötin orðin gegndrepa af
vatni en allir skemmtu sér stórkostlega,“
segir Sæmundur Valdimarsson tölvun-
arfræðingur sem eina dýrðarhelgi seint
í júní fór með sína heittelskuðu Moniku
Skarphéðinsdóttur og fjögur börn til veiða
í Djúpavatni á Reykjanesi, en veiðiferð á
þann fagra leynistað er árviss viðburður
hjá fjölskyldunni.
„Veiðimennska kennir börnum að vera
sjálfstæð; þau læra að kasta út sjálf, draga
inn og losa fisk af önglinum, sem allt eru
óskaplega skemmtileg verkefni um leið
og veiðiskapurinn er þroskandi,“ segir
Sæmundur sem fer víða í veiðiferðir með
fjölskylduna á sumrin.
„Áhugi krakkanna eykst með hverju
skiptinu sem farið er og ósvikin eftir-
vænting fyrir hverri ferð. Bjarki sem nú
er 5 ára er veiðimaður af lífi og sál með
eigin kaststöng og veiðihjól sem ekki er
einu sinni barnvænt en kastar eins og
hershöfðingi, og nú er Valdimar 10 ára að
upplifa sitt fyrsta sumar með flugustöng,
meðan stelpurnar, Anja Mist 8 ára og
Elísabet Elfa 6 ára, eru útfarnir veiðimenn
og nú farnar að beita sjálfar. Næst er svo
júlí 2010
FRAMHALD Á SÍÐU 4
Gæðastundir með stöng í hendi
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
Að veiða með börnum er dýrmætur
fjársjóður í kistu minninganna fyrir
uppalendur. Slíkar stundir sameina
fjölskyldur í skjóli íslenskrar náttúru
þar sem allra veðra er von en verkefni
eru ærin og uppskeran ógleymanleg.
Sæmundur Valdimarsson fór með sex
manna fjölskyldu til veiða í Djúpavatni.
Á faraldsfæti
Vala Mörk og Guðjón Svansson ferðuðust
með syni sína um Suður-Ameríku. SÍÐA 6
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
Hafsjór af fróðleik
Meðgöngubókin er uppfull af fróðleik sem
kemur sér vel fyrir verðandi foreldra.
SÍÐA 2