Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 16
16 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR
Hafið þið hist áður? Hver er eft-
irminnilegasta minning ykkar um
hvort annað?
Gulla: Við höfum sést en ekki
hist formlega. Það slær ekkert út
þegar Bogi skipti um hárgreiðslu,
eftir að hafa verið með sömu hár-
greiðsluna í tuttugu ár. Nýr Bogi
eitt kvöldið var umræðuefnið á
öllum heimilum.
Bogi: Einmitt, þegar hárið var
stytt og ég fékk topp. Við Gulla
höfum sést uppi í sjónvarpi, í
sminki og svona. Þannig að við
höfum kinkað kolli hvort til annars.
Áfengisauglýsingin sem Gulla leik-
ur í er mér ferskust í minni þessa
stundina, einfaldlega vegna þess að
hún er svo ný.
Grafarvogur eða Kópavogur
Þið þekkist þá ekki en allir hafa
fyrirframmótaðar hugmyndir að
einhverju leyti um náungann. Hvað
getið þið ímyndað ykkur um hvort
annað?
Bogi: Ég myndi álykta að Gulla
hljóti að hafa áhuga á sögu og
umhverfi, miðað við að hún starf-
ar sem verkefnisstjóri Viðeyjar.
Svo er jú augljóst að hún hefur
áhuga á leiklist, því fólk velur sér
ekki svo ótryggt ævistarf nema
hafa brennandi áhuga. Að því leyt-
inu til myndi ég líka áætla að hún
væri ákveðin og takist það sem
hún ætlar sér. Hún gæti búið hvar
sem er. Það væri tiltölulega örugg
ágiskun hjá mér að segja í hundrað-
ogeinum. Konan mín kennir í Aust-
urbæjarskóla og því veit ég að það
eru margir leikarar sem búa á því
svæði. Þannig að það eru svona
ágætis líkur á því allavega.
Gulla: Þetta er ansi smart skotið
hjá þér. Nema að ég bý í 105 póst-
númeri. Það sem ég ímynda mér
um Boga er að hann sé fjölskyldu-
maður, eigi dálítið af börnum, alla-
vega svona tvö, ef ekki þrjú, og búi
í einbýlis- eða raðhúsi í úthverfi.
Grafarvogi jafnvel eða í Kópavogi.
Ég hef þá tilfinningu að vinnan sé
áhugamál númer eitt. Ég sé hann
ekki fyrir mér í golfi, laxveiði,
hestum eða neinu svona.
Bogi: Þetta er allt rétt! Ég á þrjú
börn og bý í úthverfi þannig séð
– á Seltjarnarnesi. Þess má geta
að sagan segir að öfgafullir Vest-
urbæingar búi þar. Ég hef held-
ur engan áhuga á golfi eða hesta-
mennsku en ógurlegan áhuga á
fréttum og sjónvarpi. Ég er því
einn af þeim sem er algjörlega
óþolandi að horfa með á sjónvarp.
Það er hreinlega ekki hægt. Hins
vegar er hægt að fara með mér í
leikhús og ég hugsa að við hjónin
höfum séð örugglega 70 prósent af
þeim sýningum sem voru til sýnis í
Borgarleikhúsinu síðasta vetur.
Botnlangakast ekki íþróttameiðsl
Lítum yfir fréttir vikunnar. Rönt-
genmyndir af Marilyn Monroe voru
slegnar á metverði á uppboði vest-
anhafs. Hafið þið oft farið í rönt-
genmyndatöku? Hvaða röntgen-
mynd þekkts Íslendings væruð þið
reiðubúnust til að kaupa?
Gulla: Ég hef bara farið einu sinni
í röntgenmyndatöku, þegar ég var
14 ára eftir körfuboltaleik.
Bogi: Röntgenmyndir hafa oft verið
teknar af mér í tengslum við íþrótt-
ir. Reyndar er það markmið flestra
íþróttamanna að hafa það bókfært
að hafa aldrei þurft að leggjast
inn á spítala nema vegna íþrótta-
meiðsla. Þannig reyndi ég einu
sinni að fá lækni til að skrifa upp
á það að það væru íþróttameiðsl
þegar botnlanginn var tekinn úr
mér. Það tókst víst ekki …
Gulla: Var ekki röntgenmynd tekin
af beinum einhvers af gömlu bisk-
upunum? Væri það ekki voðalega
smart innrammað uppi á vegg.
Bogi: Jú, ef ég man rétt var Páll
Jónsson Skálholtsbiskup grafinn
upp á 6. áratug síðustu aldar. Þú ert
að tala um beinin hans líklega.
Gulla: Ég á ótrúlega smart rönt-
genmynd af syni mínum sem við
sýnum gestum á jólum og öðrum
tyllidögum. Hún var tekin þegar
hann viðbeinsbrotnaði.
Bogi: Mér er alveg sama þótt það
sé ekki í boði að segja pass á það
hverjum ég myndi vilja eiga rönt-
genmynd af. Mig langar ekki í rönt-
genmynd af neinum! Punktur.
Flottir að ofan
Flytjum okkur þá úr röntgenklefan-
um til Búlgaríu. Ásdís Rán Gunn-
arsdóttir mun prýða forsíðu kar-
latímaritsins Playboy þar í landi
í júlímánuði. Ásdís Rán fer eftir
stífu mataræði í tvær vikur fyrir
stóra daginn, borðar eggjahvítur
og kjúklingabringur. Hafið þið farið
í strangt aðhald fyrir eitthvað til-
efni? Og mynduð þið einhvern tím-
ann koma nakin fram?
Gulla: Ég held að allir sem hafa
verið aðeins yfir kjörþyngd hafi
prófað alls kyns kúra. Persónu-
lega hef ég aldrei farið í átak
vegna hlutverks heldur hefur það
verið þegar mér sjálfri hefur verið
nóg boðið. Þó eru til mörg þannig
dæmi, til dæmis frægt hvern-
ig Jóhanna Vigdís tók sig í gegn
fyrir Chicago. Kjúklingabringur
og eggjahvítur virka örugglega
fínt ef maður ætlar að fara í Play-
boy en ég held þetta sé bara spurn-
ing um almennt heilbrigð.
Bogi: Maður hefur kannski lagt
meira á sig en venjulega þegar
maður ætlar í eitthvað sérstakt
hlaup en ekkert átak þannig lagað.
Ég er búinn að vera á sama matar-
æði alla ævi. Hvað nektina varð-
ar sé ég ekki eftirspurnina eftir
því að ég komi nakinn fram. Og
sem betur fer þá er það þannig að
þegar ég kem fram fyrir alþjóð,
er yfirleitt ætlast til þess að ég sé
klæddur. Stundum, að vísu, getur
maður svindlað. Það sér enginn að
maður er í dökkbláum jakka við
brúnar flauelsbuxur ef maður er
bara að lesa fréttirnar.
Gulla: Haha. Ég man einmitt eftir
því að hafa séð fréttamann á leið í
fréttatíma, allan uppstílaðan fyrir
ofan mitti en svo var hann í snjáð-
um gallabuxum og klossum við. Ég
hef þurft að koma fram á nærföt-
um á sviði, en aldrei alveg nakin.
Það er mjög erfitt að koma fram
klæðalítill og maður þarf að hafa
það á hreinu að nektin þjóni ein-
hverjum tilgangi í sýningunni, því
tilgangslaus nekt á leiksviði verð-
ur svo skömmustuleg, sérstaklega
fyrir áhorfendur.
Reykti með Aeroflot
Þota rússneska f lugfélagsins
Aeroflot þurfti að lenda óvænt á
Íslandi á laugardag og losa sig við
tvo drukkna farþega sem virtu ekki
reykingabann í f luginu og voru
með ólæti. Hafið þið séð flugdólg
að verki? Ef þið ættuð að útnefna
þrjá Íslendinga í að vera verðir
háloftanna – hverja mynduð þið
velja?
Gulla: Maður hefur séð fulla
kallinn í flugi en aldrei þannig
að maður hafi fengið óöryggis-
tilfinningu. Aðalfréttin í þessu
finnst mér þó að Aeroflot skuli
vera alfarið búið að banna reyk-
ingar. Ég flaug til Moskvu með
Aeroflot fyrir nokkrum árum og
þá reykti maður því það var sann-
arlega í boði! Ég myndi til að byrja
með fá Ómar Ragnarsson í að hafa
hemil á flugdólgum. Það þekkir
enginn betur en hann rétta hegð-
un í háloftunum.
Bogi: Góð hugmynd – eitt það mikil-
vægasta þegar átt er við flugdólga
er að leiða athygli þeirra frá ólát-
unum með einhverju skemmtilegu,
og það gæti Ómar gert. Þá dett-
ur mér líka í hug Jóhannes eftir-
herma sem gæti auðveldlega sinnt
því hlutverki. Ef ekkert af þessu
dygði væri gott að hafa einhvern
kraftajötunn eins og Magnús Ver
til taks.
Gulla: Já. Það er líka einn leik-
stjóri sem er býsna röggsamur
og duglegur að halda uppi aga og
gerir mjög skýrar og ákveðnar
kröfur til allra þeirra sem hann
vinnur með. Þórhildur Þorleifs-
dóttir gæti auðveldlega séð um
þá sem færu að haga sér eins og
fábjánar. Svo er Íslandsmeistar-
inn í því að stilla til friðar auðvit-
að Geir Jón. Maður hefur séð hann
róa fólk í ham á einhvern svo gull-
fallegan hátt með náungakærleik
að vopni.
Bogi yrði góður leikari
Að lokum. Ef þið ættuð að skipta
um hlutverk og þú Bogi, ættir að
sjá um verkefnastjórn í Viðey í
einn dag, og skipuleggja húllumhæ
þar – hvað myndirðu gera? Hvernig
fréttir myndir þú vilja flytja Gulla?
Hvernig leikari yrðirðu, Bogi?
Bogi: Ég held að ef við ætlum að
koma Viðey á framfæri alþjóð-
lega sé einstakt tækifæri í sam-
bandi við friðarsúluna. Gallinn er
hins vegar sá að John Lennon var
fæddur 9. október, sem er ekki gott
veðurfarslega séð. Það er spurn-
ing hvort það væri til dæmis ekki
hægt að finna útgáfudag Imagine
eða eitthvað sem ber upp á sumar-
dag og tengja það við John Lennon.
Saga Viðeyjar er líka nátengd allri
Íslandssögunni. Einn þekktasti
arkitekt Danmerkur, Nicolai Eigt-
ved, teiknaði Viðeyjarstofu og ég
myndi vilja höfða til sagnfræðiá-
huga Íslendinga, í bland við útivist.
Þannig að ef ég fengi einhverju um
þetta ráðið, yrði hætt við að dag-
skráin yrði með sagnfræðiívafi og
svolítið hönnuð fyrir sjálfan mig.
Gulla: Þessi hugmynd með Imagine
í Viðey er auðvitað bara sleg-
in! Væri ég hins vegar í fréttum
myndi ég bara vilja flytja góðar
fréttir. Til dæmis flytja fréttina
af Kaupmannahafnarsamþykkt-
inni fullkomnaðri. Jafnvel segja
frá því að Aung San Suu Kyi hafi
verið látin laus. Og vera svo með
beinar lýsingar á öllum leikjum frá
Bonnar-Bienalnum.
Bogi: Hvernig leikari yrði ég?
Vondur. Fyrst og fremst. Leikar-
ar hafa ýmsa hæfileika sem ég hef
ekki.
Gulla: Eins og?
Bogi: Þeir þurfa að geta dansað og
geta sungið. Og það er ýmislegt
svona hvað varðar samhæfingu
hreyfinga sem ég er ekki mjög
góður í.
Gulla: Ég held einmitt að þú hefð-
ir getað orðið svolítið skemmtileg-
ur leikari. Það er þessi gríðarlega
forvitni og þörf fyrir rannsóknar-
vinnu á mannlegu eðli og öllu sem
gerist í heiminum. Það er fullt af
leikurum sem geta hvorki sungið
né dansað. Það er aldrei neitt of
seint!
Kaupi ekki röntgenmyndir
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir ætlaði einu sinni að verða Bogi Ágústsson. Bogi Ágústsson er viss um að hann hefði orðið vondur
leikari. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti leikkonuna og fréttamanninn sem hafa aldrei komið nakin fram.
SAMA MATARÆÐI ALLA ÆVI Bogi Ágústsson hefur verið á sama mataræði alla ævi. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir er viss um að
kjúklingabringur og eggjahvítur virki ágætlega fyrir þá sem ætla að koma fram í Playboy. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Á RÖKSTÓLUM
Stundum, að vísu, getur maður svindlað. Það sér enginn
að maður er í dökkbláum jakka við brúnar flauelsbuxur ef
maður er bara að lesa fréttirnar.