Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 70
42 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Roy Hodgson var í vikunni ráðinn knattspyrnustjóri Liverpool en hann hefur á löngum ferli sínum víða komið við. Hann var þjálfari Viking í Noregi frá 2004 til 2005 en þá lék Hannes Þ. Sigurðsson með liðinu. „Það kom mér ekkert á óvart að maður með hans getu og kunnáttu skuli hafa verið ráðinn til Liverpool,“ sagði Hannes í samtali við Fréttablaðið. „Það kom mér frekar á óvart að hann hafi ekki fengið svona stórt verkefni áður. Hann er einfaldlega í þessum gæða- flokki.“ Hannes segir að Hodgson sé fyrst og fremst afar skipulagður þjálfari. „Hann er með mjög fínar hugmyndir um hvernig eigi að spila og fylgir því eftir. Það er allt upp á 100 prósent hjá honum og allir leikmenn vita hvert þeirra hlutverk er upp á hár.“ Hodgson var síðast þjálfari Fulham þar sem hann kom liðinu til að mynda í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA. „Árangurinn hjá Fulham talar sínu máli. Hann hafði ekki mannskap til að ná svona langt en gerði það á gríðarlega öguðum leik. Leikmenn bera mjög mikla virðingu fyrir honum og eru tilbúnir að gera hvað sem er fyrir hann.“ Sjálfur fékk Hannes mikið að spila undir stjórn Hodgson. „Við náðum mjög vel saman og ég tel að ég hafi lært hvað mest af honum af öllum þeim þjálfurum sem ég hef verið með.“ Hannes er sjálfur Liverpool-maður en hann spilaði um tíma með Stoke. „Ég hef nú mest fylgst með Stoke síðustu ár enda orðinn þreyttur á Liverpool. En ég held að það breytist núna fyrst Hodgson er kominn. Mér finnst hann rétti maðurinn til að snúa gengi liðsins við og að það hafi verið hárrétt hjá Liverpool að ráða hann. Hodgson er mikill nagli og veit upp á hár hvað hann er að gera. Hann er skemmtilegur karakter, hógvær og kurteis en þegar þess gerist þörf lætur hann í sér heyra.“ HANNES Þ. SIGURÐSSON: SPILAÐI Í EITT OG HÁLFT ÁR UNDIR STJÓRN ROY HODGSON Hárrétt hjá Liverpool að ráða Roy Hodgson > Hannes stefnir á Þýskaland Hannes Þ. Sigurðsson vill losna frá sænska B-deildarliðinu GIF Sundsvall. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „AIK hefur sýnt áhuga og einhver fleiri lið en ég vil komast frá Skandinavíu. Ég reikna með að eitthvað gerist á næstu dögum og vikum,“ sagði Hannes sem hefur helst áhuga á að komast að í þýska boltanum. „Ég vonast til að það gangi í gegn en við erum líka með félög frá öðrum löndum í skoðun.“ FÓTBOLTI Eftir níu umferðir í Pepsi-deild karla er ÍBV aðeins stigi á eftir toppliði Keflavíkur. ÍBV hefur ekki verið þekkt fyrir að byrja mót með miklum látum en nú er breyting á. Árangur Eyjaliðsins er ekki síst athyglisverður fyrir þær sakir að liðið hefur aðeins leikið þrjá heimaleiki í sumar. ÍBV mætir Stjörnunni á „teppinu“ á sunnu- dag og síðan fær liðið heila fimm heimaleiki í röð sem er líklega einstakt. „Ég get ekki sagt að ég hafi átt von á því að við yrðum þetta öflugir. Innst inni leyfði ég mér samt að vona. Planið var samt að gera eitthvað af viti í sumar og blanda sér í toppbaráttuna. Það er ein ástæðan fyrir því að ég var meðal annars fenginn til liðsins. Heimir sagði í viðtali um dag- inn að við ætluðum okkur Evr- ópusæti. Þá hlógu margir en við stefnum ótrauðir á að vera áfram í toppbaráttu,“ sagði Tryggvi Guð- mundsson, leikmaður ÍBV, en hann segir Eyjaliðið vera sterk- ara en margir telja. „Ég vil meina að við séum með bestu vörnina á Íslandi í dag í Garner, Rasmus, Eiði og James Hurst. Albert er síðan búinn að vera frábær í markinu. Hann hefur átt margar „sigurvörsl- ur“. Hann hefur kannski varið úr dauðafæri og svo förum við upp og skorum,“ sagði Tryggvi og segir stemninguna í liðinu vera svipaða og þegar hann spilaði á síðustu öld með félaginu. „Það er mikil samvinna og sam- kennd í þessu liði. Virkilega góð stemning enda erum við Eyja- menn og við erum svolítið sér- stakir. Stemningin er ekki ósvip- uð.“ Tryggvi segir það hafa skipt máli að reynslumenn á borð við hann og Finn Ólafsson séu í liðinu. Þeir geti haldið bolta og hjálpað liðinu við að komast upp völlinn. „Andri og Finnur eru gríðarleg- ir vinnuhestar og svo eru strák- arnir frammi fljótir. Það vant- aði reynslu í liðið en það er meiri reynsla í þessu liði í ár en í fyrra. Svo hafa menn stigið upp og eru að spila betur en í fyrra.“ Tryggvi hefur hrifist mjög af Heimi Hallgrímssyni, þjálfara liðsins. „Hann er ótrúlega jákvæður og skemmtilegur þjálfari. Hann er einn skipulagðasti og besti þjálf- ari sem ég hef haft. Ég vissi að hann væri mjög duglegur og nú fæ ég að upplifa það sjálfur. Það er magnað að fylgjast með honum vinna. Hann er líka duglegur að tala við menn og gefa þeim við- brögð. Ég hef saknað þess hér á Íslandi en það var mikið um slíka vinnu í Noregi,“ sagði Tryggvi sem bíður spenntur eftir því að fá fimm heimaleiki í röð. „Það blundaði alltaf í mér að koma heim og loka hringnum. Ég sá fram á meiri bekkjarsetu hjá FH en fékk tækifæri til að vera lykilmaður hér. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið því tækifæri.“ henry@frettabladid.is Eyjamenn eru svolítið sérstakir Tryggvi Guðmundsson er ein af ástæðum þess að ÍBV hefur komið allra liða mest á óvart í Pepsi-deildinni í sumar. Hann sér ekki eftir því að hafa komið til Eyja. Hann segir gömlu Eyjastemninguna vera til staðar. FYRIRLIÐINN Tryggvi hefur haft mjög jákvæð áhrif á Eyjaliðið á skömmum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI James Hurst mun spila með ÍBV út ágúst eftir stutta dvöl á Englandi. Hurst hélt að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir ÍBV eftir leikinn gegn Selfossi og snei því aftur á heimaslóðir. Hann er samningsbundinn Portsmouth og stefnan hans var að hefja æfingar með félaginu og reyna að koma sér í liðið sem mun spila í 1. deildinni á Eng- landi á komandi tímabili. Þau plön eru líklega úr sögunni enn sem komið er því félagið hafði frumkvæðið að því að senda hann aftur til ÍBV. Hurst hefur slegið í gegn í sumar og verið einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hann verður með ÍBV í leiknum gegn Stjörnunni í Garðabænum á morgun. - hþh Góðar fréttir fyrir ÍBV: Hurst spilar með ÍBV út ágúst GÓÐUR Hurst hefur spilað mjög vel í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Bjarni Gunnarsson, sautj- án ára varamaður Fjölnis, tryggði liðinu þrjú stig gegn Fjarðabyggð í gær. Bjarni skoraði þegar ein mínúta var til leiksloka en fram að því hafði fremur lítið gerst í leiknum. Leiknum var frestað á fimmtudag vegna veðurs þar sem flauta þurfti leikinn af. - hþh 1. deild karla í gær: Þrjú stig Fjölnis Sunnudaginn 4. júlí Stjarnan - ÍBV kl. 16:00 Stjörnuvöllur KR - Grindavík kl. 19:15 KR-völlur Kefl avík - FH kl. 19:15 Sparisjóðsv. Kefl avík Mánudaginn 5. júlí Selfoss - Breiðablik kl. 19:15 Selfossvöllur Haukar - Fylkir kl. 19:15 Vodafonevöllurinn Fram– Valur kl. 20:00 Laugardalsvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.