Fréttablaðið - 03.07.2010, Síða 52
6 fjölskyldan
á ferðalagi
á framandi slóðir...
MARGT SKEMMTILEGT er í boði fyrir fjölskyldufólk sem ætlar að ferðast innanlands
í sumar. Má þar meðal annars nefna íþróttahátíðina Furðuleika á Ströndum á morgun.
Þetta er bara spurning um að láta hlutina gerast,“ segir Vala. „Við ákváðum dagsetn-ingu tveimur árum áður en
ferðin hófst og lögðum til hliðar
mánaðarlega upphæð. Svo var bara
lagt í hann.“
Fjölskyldan ferðaðist um alla
Suður Ameríku og var í burtu frá
Íslandi í heilt ár. Vala segir aðal
áhyggjuefnið hafa verið skólagöngu
strákanna. Vel hafi þó verið tekið í
hugmyndina í Varmaskóla, grunn-
skóla drengjanna. Þar fékk Vala leið-
beiningar um hvernig hún ætti að
kenna strákunum „heima“ í ferðinni.
„Þetta var ekkert mál,“ segir hún.
„Reynslan sem þeir hlutu er líka
ómetanleg og á við skólagöngu.“
Fjölskyldan lagði af stað frá
Íslandi í ágúst 2008 og var upphaf-
lega áætlað að fara í heimsreisu.
Eftir hrunið í október hafði ferða-
sjóður fjölskyldunnar hins vegar
minnkað um helming, svo ákveð-
ið var að halda sig innan S-Amer-
íku og dvelja þar. „Það voru margir
hérna heima sem héldu að við mynd-
um koma heim,“ segir Vala. „En það
er ódýrt að lifa í S-Ameríku og þetta
er yndisleg álfa með ótrúlega fjöl-
breyttu landslagi og menningu.“
Þau reyndu að stoppa í mánuð á
hverjum áfangastað. Í Rio de Jan-
eiro í Brasilíu æfðu Vala og Guðjón
brasilískt Jiu Jitzu hjá Gracie Barra,
þekktustu samtökum innan íþróttar-
innar. „Rio er yndisleg,“ segir Vala.
„Við æfðum á morgnana, fórum svo
á ströndina að læra og skemmta
okkur. Fólkið er yndislegt og vildi
allt fyrir okkur gera. Þessi tími var
ómetanlegur.“
Fjölskyldan ferðaðist milli landa
í rútum og var oft sólarhring á ferð-
inni í einu. „Strákunum fannst þetta
ekkert mál,“ segir Vala. „Það erum
við fullorðna fólkið sem miklum hlut-
ina fyrir okkur.“ Eftir mörg stopp
fóru þau til syðsta bæjar heims,
Ushiaia í Argentínu. Vala segir það
hafa verið undarlega tilfinningu.
„Að fara úr hitabeltisregnskógum
þar sem var 40 stiga hiti og koma
allt í einu niður til staðar sem var
eins og Hafnarfjörður um vetur.“
Eftir Argentínu, þar sem strák-
arnir æfðu meðal annars fótbolta
með öðrum krökkum, var ferðinni
heitið upp í gegn um Chile, Bóliv-
íu og Perú. Þaðan var svo farið til
Evrópu og flogið heim til Íslands.
„Þetta var ómetanleg ferð og frá-
bært hvernig tekið var á móti okkur
á öllum stöðum sem fjölskyldu,“
segir Vala. - sv
Fjölskyldufrí
sem varði í ár
Vala Mörk og Guðjón Svansson fóru með syni sína þrjá í
allsherjar ferðalag um heiminn. Þau lögðu fyrir í ferðasjóð
í hverjum mánuði og létu drauminn rætast í ágúst 2008.
Bræður á ferð Viktor tólf ára, Arnór tíu ára, Orri sex ára og mörgæs í Argentínu. MYND/ÚR EINKASAFNI
Í fjölskylduferðinni Fjölskyldan í Rio
de Janeiro í Brasilíu.
Framandi Arnór með fálka í Colca Canyon í Perú.
Purity Herbs framleiðir 100% náttúrulegar
húðsnyrtivörur sem veita fullkomna næringu
Fullkomin andlitslína
frá Purity Herbs
U d b j é l k i íkt
NÝ VARA
Undur berjanna
Fyrirbyggjandi andlitskrem 25+
Trúir þú á Kraftaverk?
Hið þekkta Kraftaverk frá Purity Herbs er
fjölvirkt jurtasmyrsl sem er einstaklega
græðandi og náttúrulega sótthreinsandi.
Það má nota á húðþurrk og kláða, varaþurrk,
brunasár, skrámur, húðkvilla og er ómissandi
við hálsbólgu og hæsi!
100% náttúruleg vara.
+
=
TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki
Rafmagnað frí... ár eftir ár
Mesta úrval landsins af rafgeymum
fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi