Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 2
2 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR „Einar, eruð þið á nálum?“ „Já, er maður það ekki alltaf þegar maður gerir eitthvað nýtt af nálinni.“ Einar Karl Gunnarsson er einn stofnenda útvarpsstöðvarinnar Nálarinnar sem fer í loftið á næstu dögum. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði hann að stofnun útvarpsstöðvar væri töluverð áhætta á þessum síðustu og verstu tímum en að hann vonaðist til þess að þetta gengi vel. VIÐSKIPTI Stjórnendur Deutsche Bank í Þýskalandi eru sagðir við það að ná samningum við Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, um uppgjör skulda Nova- tors við bankann sem tilkomnar eru vegna yfirtöku félagsins á Act- avis í ágúst fyrir þremur árum. Fréttastofa Reuters hefur eftir heimildamönnum að líklega verði stór hluti skulda Novators færður niður. Á móti muni arður og annað fjárstreymi sem áður hafi runnið úr Actavis til Novators fara eftir- leiðis til Deutsche Bank. Það sama eigi við um andvirði af hugsan- legri sölu Actavis. Enginn tengdur Novator vildi tjá sig formlega um viðræð- urnar og efni þeirra. Deutsche Bank lánaði Novator 4,7 milljarða evra, jafnvirði um 740 milljarða króna á núvirði, vegna yfirtökunn- ar á Actavis og er þetta mesta áhættuskuld- binding hans. Eftir því sem næst verður komist er um kúlulán að ræða með sex prósenta vöxtum með veði í bréfunum sjálfum líkt og tíðkaðist í skuldsettum yfirtök- um. Þá spilar inn í að gjalddagi lánsins er nú í júlí. Ekki er vitað til þess að samið hafi verið um lengri greiðslufrest eða aðrar breytingar á lánafyrirkomulag- inu. - jab Stutt í uppgjör á milli Deutsche Bank og Björgólfs Thors um skuldirnar: Bankinn fær arð frá Actavis BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON SVEITASTJÓRNMÁL Alls sóttu 44 um stöðu framkvæmdastjóra bæjar- félagsins Árborgar, 35 karlar og 9 konur. Margir þjóðþekktir Íslend- ingar sóttu um stöðuna, þar á meðal Gunnar Birgisson, fyrrver- andi alþingismaður og bæjarstjóri í Kópavogi, Inga Jóna Þórðardótt- ir fyrrverandi borgarfulltrúi sjálf- stæðismanna og eiginkona Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur, Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands og Einar Vilhjálmsson spjótkastari. Eftir sveitarstjórnarkosningarn- ar í maí ákvað bæjarstjórn Árborg- ar að ráða framkvæmdastjóra fyrir sveitarfélagið í stað þess að velja hann úr röðum bæjarfulltrúa. Listi umsækjenda birtur á heima- síðu bæjarfélagsins í gær. Inga Jóna Þórðardóttir, við- skiptafræðingur og fyrrum odd- viti sjálfstæðismanna í Reykjavík, er ein af níu konum sem sækjast eftir stöðunni. Hún segir mikla og skemmtilega möguleika í Árborg. Ástæðuna fyrir miklum minni- hluta kvenna á umsækjendalist- anum telur hún vera að konur séu hugsanlega frekar bundnar heim- ilisfesti heldur en karlmenn. „Konur búa yfir alveg sama metn- aði og karlar, en þær geti kannski síður flutt sig um set og eiga erfiðara með að breyta til,“ segir Inga Jóna. Sigurður Þ. Ragn- arsson veðurfræðingur og einn af umsækjendum, segir Árborg vera mjög ákjósanlegan stað að búa á og hann þekki innviðina mjög vel. Hann telur ferska vinda vera að blása um stjórnmálin á Íslandi þessa dagana og vill spreyta sig í þeim. „Ég er ættaður frá svæðinu og bjó þarna um árabil. Ég þekki kerfið vel og hef áhuga á því að gjóa augunum aftur heim,“ segir Sigurður. Hann segir höfuðborg- ina vera að þenjast í allar áttir og mikilvægt sé að huga að þessum svæðum. Aðspurður hvort að veðr- ið sé gott í Árborg, segir hann að þetta sé eitt veð- ursælasta svæði á landinu og því verði einnig að halda á lofti. Gunnar Ingi Birgisson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðismanna og fyrr- verandi bæjarstjóri í Kópavogi, er einnig á lista umsækjenda og segir í samtali við Vísi að hann sé tilbú- inn að flytja frá Kópavogi, fái hann stöðuna. Hann telur reynslu sína í stjórnmálum nýtast vel í starfið og er sammála Ingu Jónu og Sigurði um margvíslega möguleika svæð- isins. sunna@frettabladid.is Reynsluboltar sækja í bæjarstjórastólinn Alls bárust 44 umsóknir um stöðu bæjarstjóra Árborgar. Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Gunnar I. Birgis- son, áður bæjarstjóri í Kópavogi, meðal margra þjóðþekktra umsækjenda. DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þar af eru sex mánuðir skilorðs- bundnir. Maðurinn var sakfelldur fyrir fimm þjófnaðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar og fyrir að hafa tví- vegis gerst sekur um nytjastuld og eignaspjöll. Hann stal meðal annars sláttutraktor við tjald- svæði á Akureyri og ýtti honum loks ofan í tjörn. Maðurinn á að baki talsverðan sakaferil og rauf skilorð með brotum sínum. - jss Síbrotamaður dæmdur: Stal traktor og ýtti í tjörn ATVINNUMÁL Títan fjárfestinga- félag ásamt núverandi hluthöf- um og lykilstarfsmönnum hafa fjárfest í Thor Data Center fyrir um 400 milljónir. Títan fjárfest- ingafélag mun eiga ríflega þriðj- ungshlut í Thor eftir hlutafjár- aukninguna. Thor hóf nýlega gagnavörslu fyrir norska hugbún- aðarfyrirtækið Opera Software í gagnaveri sínu í Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Skúli Mogensen eigandi og stjórnarformaður Títans og Bald- ur Baldursson framkvæmdastjóri félagsins munu taka sæti í stjórn Thor . - shá Thor Data Center: Fjárfest fyrir 400 milljónir BRETLAND Hæstiréttur í Bretlandi hefur úrskurðað að tveir samkyn- hneigðir menn sem leituðu hælis í landinu eigi rétt á að fá mál sín tekin fyrir. Aðrir dómstólar hafa hafnað beiðnum mannanna á þeim for- sendum að þeir gætu lifað ágætu lífi í heimalöndum sínum með því að leyna kynhneigð sinni. Annar mannanna er frá Kamerún en hinn er frá Íran. Báðir hafa orðið fyrir árásum auk þess sem sá íranski var rekinn úr skóla þegar upp komst um kynhneigð hans. Hæstiréttur sagði ekki sam- ræmast grundvallarmannréttind- um að láta fólk leyna kynhneigð sinni. - þeb Hafði áður verið hafnað: Mega sækja um hæli í Bretlandi ÍSRAEL Félagið Ísland-Palestína vill að íslenskar verslanakeðjur hætti viðskiptum við Ísrael eða merki að minnsta kosti ísraelskar vörur sér- staklega svo neytendur geti snið- gengið þær. Helstu matvæla- og verslana- keðjur á Íslandi hafa fengið áskor- un um þetta frá félaginu sem vill með herferðinni kynna almenningi hversu öflugt vopn í baráttunni gegn mannréttindabrotum það sé að sniðganga vörur. Sú aðferð hafi borið árangur í baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afr- íku. - pg Vilja sniðganga Ísrael: Ísraelskar vörur verði merktar MÓTMÆLT Félagar í Íslandi Palestínu vilja ekki viðskipti við Ísrael. 33 létust í sprengingu Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust og nærri hundrað særðust í sjálfs- vígssprengjuárás í Bagdad í Írak í gær. Árásin var gerð nálægt brú þar sem þúsund pílagrímar úr röðum sjíta týndu lífi í troðningi á sama degi fyrir fimm árum síðan. ÍRAK FÓLK Magnaður miðvikudagur var haldinn í Nauthólsvík í gær þar sem megin viðburðurinn var svokallað Fossvogssund. Sundinu var þannig háttað að synt var frá Nauthólsvík, yfir í Kópavog og aftur í Nauthólsvík. Hópsundið fór vel fram og segir Árni Jónsson, deildarstjóri Yl- strandar, að um 150 manns hafi tekið þátt og allt hafi heppnast vel. „Það myndaðist alveg frá- bær stemning þrátt fyrir stífa norðanátt,“ segir hann. „Það voru nokkrir sem komu með örlitla sjóriðu upp úr sjónum, en það var bara skemmtilegt. Þeir hristu það af sér strax,“segir Árni. Miklir tónleikar voru haldnir í lok sundsins og skemmtu gest- ir sér vel. - sv Fossvogssundið haldið í Nauthólsvík í gær með þátttöku150 manns: Létu vindinn ekki stoppa sig ÞÁTTTAKENDUR Fjöldi manns tók þátt í sjósundinu þrátt fyrir stífa norðanátt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TAÍLAND, AP Rússneski píanóleik- arinn Mikhaíl Pletnev hefur verið ákærður fyrir að nauðga fjórtán ára gömlum dreng í Taílandi. Auk þess fundust myndir af honum með nokkrum öðrum piltum. Pletnev stofnaði Þjóðarhljóm- sveit Rússlands og er þekktur píanóleikari, tónskáld og hljóm- sveitarstjóri. Hann hefur meðal annars unnið til Grammy-verð- launa fyrir verk sín. Hann hefur dvalist talsvert í Taílandi þar sem hann á meðal annars veitingastað og önnur fyrirtæki. Pletnev segir málið allt vera misskilning. - þeb Nauðgaði ungum pilti: Frægur píanó- leikari ákærður Ég er ættaður frá svæðinu og bjó þarna um árabil. Ég þekki kerfið vel og hef áhuga á því að gjóa augunum aftur heim. SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON VEÐURFRÆÐINGUR VILJA STJÓRNA ÁRBORG Inga Jóna Þórðardóttir og Gunn- ar I. Birgisson, eru meðal reyndustu sveitarstjórnarmanna í landinu og í hópi 44 umsækjenda um bæjar- stjórastól Árborgar. SPURNING DAGSINS Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.