Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 32
 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR SÝNDU ÞÍNAR BESTU HLIÐAR Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni. Deildu þínum bestu myndum með okkur og þú átt möguleika á glæsilegum verðlaunum. Að auki er þráðlaus Panasonic KXTG1311 sími dreginn út í hverri viku. Skilafrestur til 21. ágúst 2010. Allar nánari upplýsingar á visir.is. 1. VERÐLAUN 2. VERÐLAUN 3. VERÐLAUN PANASONIC BD65 Vandaður Blu-ray spilari með minniskortarauf til að skoða ljósmyndirnar úr myndavélinni. PANASONIC G2 Glæný og byltingarkennd myndavél með útskiptanlegum linsum og snertiskjá. PANASONIC TZ10 Hágæða myndavél með 12x aðdrætti, GPS og fjölmörgum möguleikum. ...ég sá það á Vísi Tískuvikan í Berlín stendur nú sem hæst. Þar mátti sjá haust- línu Lala Berlin á pöllunum. Bak við Lala Berlin stendur Leyla Piedayesh, en hún hóf að hanna prjónaflíkur árið 2003 þegar hún hætti sem dagskrár- stjóri á tónlistarstöðinni MTV. Leyla Piedayesh kunni varla að prjóna sjálf og fyrstu handstúkurnar sem hún gerði þóttu lélegar. Hún gafst þó ekki upp og í dag eru flíkur undir merkinu Lala Berlin seld- ar í yfir 60 verslunum um allan heim og stjörnur eins og Claudia Schiffer ganga í Lala Berlin. Á sýningunni í gær mátti sjá gróft prjónað- ar peysur, sem eru ein- kennandi fyrir Lala Berlin og silkikjóla. - rat Lala Berlin á tískuviku í Berlín Grófar prjónapeysur úr eðalgarni frá Lala Berlin. MYND/AFPNORDICPHOTOS Sýningarstúlkurnar svifu um í silkikjól- um. Svart, gegnsætt og gróft. „Við ætlum að gera Limitless- kjólinn fyrir brúðarmeyjar Anitu Briem,“ segir Brynjar Ingólfsson, framkvæmdastjóri tískufyrir- tækisins Emami, sem hefur boðið leikkonunni Anitu Briem að hanna kjóla á brúðarmeyjar hennar frítt. „Þetta er að byrja í vinnslu,“ bætir hann við. Brynjar segir Emami hafa fengið þá hugmynd að bjóð- ast til að hanna brúðar- meyjakjóla handa Anitu í framhaldi af grein sem birtist í Frétta- blaðinu um miðj- an júní um fyrir- hugað brúðkaup hennar og unn- ustans Dean Paraskevop- oulos á grísku eyjunni Sant- orini í sumar, en eyjan var sögusvið kvik- myndarinnar Mamma mia! Haft var eftir Anitu að gaman gæti verið að láta brúðarmeyjarnar klæðast íslenskri hönnun. Brynjar segir ekki enn ákveðið í hvernig lit eða úr hvaða efni kjólarnir verða en sex brúðarmeyjar verða í brúðkaupinu. „Anita hefur sent okkur þá liti sem hún hefur áhuga á,“ segir Brynj- ar og bætir við að ekki sé heldur ákveðið hvort kjólarnir verði í eins eða mismunandi lit. „Það sem við gerum núna er að fá efnisprufu sem við sendum svo á hana og hún velur úr.“ Emami er að hanna brúðar- meyjakjóla í fyrsta sinn. „Það er bara frábært að fá að gera þetta með henni Anitu,“ segir Brynj- ar og getur þess að hugmyndin að kjólum á brúðarmeyjar sé þó ekki ný af nálinni hjá fyrirtækinu. „Við fengum hugmyndina í nóvember í fyrra þegar við vorum að horfa á einhverja væmna bíómynd. Þá byrjuðum við að tala um þetta og okkur þótti þetta sniðug hugmynd, brúðarmeyjar allar í sama kjólnum en samt öðruvísi.“ Fyrirtækið horfir fyrst og fremst til Ameríkumarkaðs fyrir brúðarmeyjakjóla. Hjá Emami er litið á þetta sem ákveðna prófraun meðal annars vegna þess að notast er við annars konar efni en venja er að sögn Brynjars. „Okkur finnst líka svo sniðugt að brúðarmeyj- arnar þurfi ekki allar að vera eins heldur geti lagað kjólana að þeirra líkama, hvernig þeim líður best og líta best út. Okkur þótt þetta þess vegna óttalega sniðugt.“ martaf@frettabladid.is Brúðarmeyjar Anitu Briem klæðast Emami Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anitu Briem að hanna fyrir hana kjóla á sex brúðarmeyj- ar, en hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á eyjunni Santorini í sumar. Brynjar Ingólfsson segir hugmyndina að kjól á brúðarmeyjar hafa orðið til yfir væminni bíómynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Limitless-kjóllinn er vinsælasti kjóll Emami. FRÉTTABLAÐ- IÐ/ARNÞÓR Anita Briem og Dean Paraske- vopoulos hafa þekkst boð Emami um að hanna kjóla á brúðarmeyjar þeirra. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.